Græða almennir lántakendur? Íris Erlingsdóttir skrifar skrifar 30. júní 2010 06:15 Ég myndi telja það afskaplega ósanngjarna niðurstöðu ef samningsvextirnir verða látnir standa.“ Fráleit niðurstaða að myntkörfulánasamningarnir standi óbreyttir án gengistryggingar.” Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um hin ólögmætu gengistryggðu lán, 25. júní, 2010. „Því miður bendir allt til þess að ekki sé hægt að snúa við þeim gjörningi stjórnar gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda bankans á lánum [sem þeir fengu til hlutabréfakaupa].“ Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, á Alþingi 15. júní, 2009. „Það þarf að afskrifa einhverjar skuldir ... þannig að það eru einhverjir nýir eigendur sem fá fyrirtækið með lægri skuldum eða fyrrverandi eigendur geta komið með nýtt eigið fé – þá má svo sem semja við þá líka ... og ekkert sem bendir til annars en að það gangi nokkurn veginn upp.“ Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu, 20. mars 2009 Biblían lítur lánastarfsemi með peninga í hagnaðarskyni ekki hýrum augum (Deut. 23:30), og þessi fordæming bókarinnar góðu hefur lengi farið afskaplega í taugarnar á þeim sem hafa það verkefni með höndum að berja saman nútíma fjármálakerfi. Þrátt fyrir að kirkjuyfirvöld hafi á endanum látið af bókstafstúlkun ákvæða þetta varðandi – sennilega fór það fyrir hjartað á þeim að sjá lánveitendur í hópi Gyðinga hagnast – var þeirri hugmynd haldið eftir að það að notfæra sér fátækt fólks væri ekki til þess fallið að skapa friðsælt þjóðfélag. Samkvæmt því var lánastarfsemi heimiluð, en aðeins gegn sanngjörnum gjöldum og ýmsar, uh, nýstárlegar, skulum við segja, innheimtuaðgerðir voru bannaðar. Í mörgum löndum, t.d. hinum vestræna heimi utan Íslands, hefur – í anda sanngjarnrar samkeppni og með tilliti til neytendaverndar – sú venja skapast að setja föst vaxtastig á háar lánaupphæðir, eins og fasteigna- og bifreiðalán. Ef verðbólga er hærri en vaxtastigið hagnast lántakandinn; ef vaxtastigið reynist hins vegar mun hærra en verðbólga getur lántakandinn skuldbreytt á lægra vaxtastigi. Þar sem bankinn hefur flest spilin á hendinni – veðtryggingu, sérfræðiþekkingu, herdeildir af lögfræðingum og innheimtuaðila – þykir þetta aðeins sanngjarnt. Á Íslandi er það hins vegar lögvernduð háttsemi að verðtryggja, eða verðbólgutengja, fasteigna- og bílalán – í reynd öll bankalán. Þetta leggur alla áhættuna af lántökunni á lántakandann og tryggir að bankinn getur aldrei tapað; bankinn mun aldrei þurfa að bera áhættu af láninu. Neytendur eru ekkert sérstaklega hrifnir af þessu kerfi og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að komast hjá því að tryggja stöðugt hagnað bankanna. Myntkörfulánin virtust bjóða upp á slíkan möguleika og meðan allt lék í lyndi fyrir hrun virtist þessi lánastarfsemi vera frábær leið til að stinga fingrinum framan í bankana. En bankarnir komust ekki í núverandi stöðu með því að fremja handahófsgóðverk. Þó það ætti að hafa verið lögfræðingaherdeildum lánastofnana augljóst var þessi lánastarfsemi gróflega í andstöðu við ákvæði laga 38/2001 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Nú eftir að Hæstiréttur Íslands hefur bent á þennan óþægilega sannleika veit enginn hvað gera skal. Voru lánin ólögmæt ab initio? Ætti að breyta þeim frá byrjun? Á að skila veðtryggingunni sem tekin var af lántakendum í vanskilum? Á að krefjast endurgreiðslu illa fenginna lánatengdra gjalda og kostnaðar og ofgreiddra afborgana? Hugmyndin um siðferðilega áhættu (e. moral hazard) á hér við á báða bóga. Lántakendur höfðu a.m.k. einhverja hugmynd um áhættuna sem þeir tóku; ekki var tryggt að gengið myndi alltaf vera þeim í hag. Á hinn bóginn voru lánastofnanir í algjörri yfirburðastöðu til að gera sér grein fyrir lögmæti – eða ólögmæti eins og nú er ljóst – þessara lána. Þessi lán hafa valdið miklum vanda. Að létta áhættubyrðinni af lántakendum er skárri af tveimur vondum kostum í málinu. (Þykjustu)Sérfræðiþekking bankanna mátti og hefði átt að bjarga þeirra skinni. Og bankarnir eru í stöðu til þess að endurheimta tjón sitt af lögmönnum sem kvittuðu fyrir þessa lánastarfsemi, en neytendum standa engin önnur úrræði – að venju – til boða. Ef bankar og lánastofnanir eru ekki neydd til að taka á sig eitthvað af áhættunni í fjárhagskerfinu, hafa þessir aðilar hvorki ástæðu né hvata til að tryggja að þeir hafi á sínum snærum skynsama ráðgjafa, þrói með sér skynsamlegar starfshætti, eða – mikilvægast af öllu – að þeir fari að lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég myndi telja það afskaplega ósanngjarna niðurstöðu ef samningsvextirnir verða látnir standa.“ Fráleit niðurstaða að myntkörfulánasamningarnir standi óbreyttir án gengistryggingar.” Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um hin ólögmætu gengistryggðu lán, 25. júní, 2010. „Því miður bendir allt til þess að ekki sé hægt að snúa við þeim gjörningi stjórnar gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda bankans á lánum [sem þeir fengu til hlutabréfakaupa].“ Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, á Alþingi 15. júní, 2009. „Það þarf að afskrifa einhverjar skuldir ... þannig að það eru einhverjir nýir eigendur sem fá fyrirtækið með lægri skuldum eða fyrrverandi eigendur geta komið með nýtt eigið fé – þá má svo sem semja við þá líka ... og ekkert sem bendir til annars en að það gangi nokkurn veginn upp.“ Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu, 20. mars 2009 Biblían lítur lánastarfsemi með peninga í hagnaðarskyni ekki hýrum augum (Deut. 23:30), og þessi fordæming bókarinnar góðu hefur lengi farið afskaplega í taugarnar á þeim sem hafa það verkefni með höndum að berja saman nútíma fjármálakerfi. Þrátt fyrir að kirkjuyfirvöld hafi á endanum látið af bókstafstúlkun ákvæða þetta varðandi – sennilega fór það fyrir hjartað á þeim að sjá lánveitendur í hópi Gyðinga hagnast – var þeirri hugmynd haldið eftir að það að notfæra sér fátækt fólks væri ekki til þess fallið að skapa friðsælt þjóðfélag. Samkvæmt því var lánastarfsemi heimiluð, en aðeins gegn sanngjörnum gjöldum og ýmsar, uh, nýstárlegar, skulum við segja, innheimtuaðgerðir voru bannaðar. Í mörgum löndum, t.d. hinum vestræna heimi utan Íslands, hefur – í anda sanngjarnrar samkeppni og með tilliti til neytendaverndar – sú venja skapast að setja föst vaxtastig á háar lánaupphæðir, eins og fasteigna- og bifreiðalán. Ef verðbólga er hærri en vaxtastigið hagnast lántakandinn; ef vaxtastigið reynist hins vegar mun hærra en verðbólga getur lántakandinn skuldbreytt á lægra vaxtastigi. Þar sem bankinn hefur flest spilin á hendinni – veðtryggingu, sérfræðiþekkingu, herdeildir af lögfræðingum og innheimtuaðila – þykir þetta aðeins sanngjarnt. Á Íslandi er það hins vegar lögvernduð háttsemi að verðtryggja, eða verðbólgutengja, fasteigna- og bílalán – í reynd öll bankalán. Þetta leggur alla áhættuna af lántökunni á lántakandann og tryggir að bankinn getur aldrei tapað; bankinn mun aldrei þurfa að bera áhættu af láninu. Neytendur eru ekkert sérstaklega hrifnir af þessu kerfi og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að komast hjá því að tryggja stöðugt hagnað bankanna. Myntkörfulánin virtust bjóða upp á slíkan möguleika og meðan allt lék í lyndi fyrir hrun virtist þessi lánastarfsemi vera frábær leið til að stinga fingrinum framan í bankana. En bankarnir komust ekki í núverandi stöðu með því að fremja handahófsgóðverk. Þó það ætti að hafa verið lögfræðingaherdeildum lánastofnana augljóst var þessi lánastarfsemi gróflega í andstöðu við ákvæði laga 38/2001 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Nú eftir að Hæstiréttur Íslands hefur bent á þennan óþægilega sannleika veit enginn hvað gera skal. Voru lánin ólögmæt ab initio? Ætti að breyta þeim frá byrjun? Á að skila veðtryggingunni sem tekin var af lántakendum í vanskilum? Á að krefjast endurgreiðslu illa fenginna lánatengdra gjalda og kostnaðar og ofgreiddra afborgana? Hugmyndin um siðferðilega áhættu (e. moral hazard) á hér við á báða bóga. Lántakendur höfðu a.m.k. einhverja hugmynd um áhættuna sem þeir tóku; ekki var tryggt að gengið myndi alltaf vera þeim í hag. Á hinn bóginn voru lánastofnanir í algjörri yfirburðastöðu til að gera sér grein fyrir lögmæti – eða ólögmæti eins og nú er ljóst – þessara lána. Þessi lán hafa valdið miklum vanda. Að létta áhættubyrðinni af lántakendum er skárri af tveimur vondum kostum í málinu. (Þykjustu)Sérfræðiþekking bankanna mátti og hefði átt að bjarga þeirra skinni. Og bankarnir eru í stöðu til þess að endurheimta tjón sitt af lögmönnum sem kvittuðu fyrir þessa lánastarfsemi, en neytendum standa engin önnur úrræði – að venju – til boða. Ef bankar og lánastofnanir eru ekki neydd til að taka á sig eitthvað af áhættunni í fjárhagskerfinu, hafa þessir aðilar hvorki ástæðu né hvata til að tryggja að þeir hafi á sínum snærum skynsama ráðgjafa, þrói með sér skynsamlegar starfshætti, eða – mikilvægast af öllu – að þeir fari að lögum.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar