Guðmundur Franklín Jónsson: Spilling lífeyrissjóðanna? 3. maí 2010 05:00 Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi. Stjórnarseta í lífeyrissjóði hefur tryggt þröngum hóp bæði völd og hlunnindi. Haldið er fram að virði eigna lífeyrirssjóðanna séu komnar í það sama og fyrir hrun. Hér varð stærsta gengisfelling íslenskrar hagsögu. Ef einhverjir hefðu átt að sjá hrunið fyrir, þá eru það lífeyrissjóðsforkólfarnir, höfundar íslensks krosseignarhalds. Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina og það er löngu kominn tími á uppstokkun í lífeyrissjóðakerfinu og lúsahreinsun þarf að fara fram. Í dag er það almennt viðurkennt að það var ekki heil brú í verðmati á íslenskum fyrirtækjum á markaði og fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Oftar en ekki var það reglan að eftir óefnislegar eignir, „goodwill", voru dregnar frá heildar eignum var niðurstaðan neikvætt eigið fé. Flest öll þessara fyrirtækja eru farin af markaði. Eitt fyrirtæki sem er enn í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum lífeyrissjóðum, stoðtækjafyrirtækið Össur er t.d. með neikvætt eigið fé upp eftir frádrátt óefnislegra eigna og yfir 80% félagsins eru á höndum fárra aðila. Össur hefur hækkað um meira en helming frá hruninu. Eru það lífeyrissjóðirnir sem hafa haldið uppi verðinu s.s. markaðs misnotkun? Lífeyrissjóðirnir hafa lítið breyst, þeim er stjórnað af sömu einstaklingunum. Það er ljóst að það að fara verður fram önnur opinber rannsókn á starfsháttum lífeyrissjóðanna. Sérstaklega eftir „kattaræðu" forsætisráðherra þar sem hún gaf til kynna að fleiri opinberar rannsóknir gætu verið í farvatninu, hún sagði m.a. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni (bankanna)" Ef aðkoma lífeyrissjóðanna og verkalýðshreyfingarinnar að hruninu verður ekki rannsökuð, komumst við aldrei að sannri niðurstöðu hvað olli hruninu. Hvað þurfa íbúar þessa lands að þola miklar skerðingar í viðbót á lífeyri sínum á meðan spillingin í stjórnun og stjórnum lífeyrissjóða grasserar. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi. Stjórnarseta í lífeyrissjóði hefur tryggt þröngum hóp bæði völd og hlunnindi. Haldið er fram að virði eigna lífeyrirssjóðanna séu komnar í það sama og fyrir hrun. Hér varð stærsta gengisfelling íslenskrar hagsögu. Ef einhverjir hefðu átt að sjá hrunið fyrir, þá eru það lífeyrissjóðsforkólfarnir, höfundar íslensks krosseignarhalds. Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina og það er löngu kominn tími á uppstokkun í lífeyrissjóðakerfinu og lúsahreinsun þarf að fara fram. Í dag er það almennt viðurkennt að það var ekki heil brú í verðmati á íslenskum fyrirtækjum á markaði og fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Oftar en ekki var það reglan að eftir óefnislegar eignir, „goodwill", voru dregnar frá heildar eignum var niðurstaðan neikvætt eigið fé. Flest öll þessara fyrirtækja eru farin af markaði. Eitt fyrirtæki sem er enn í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum lífeyrissjóðum, stoðtækjafyrirtækið Össur er t.d. með neikvætt eigið fé upp eftir frádrátt óefnislegra eigna og yfir 80% félagsins eru á höndum fárra aðila. Össur hefur hækkað um meira en helming frá hruninu. Eru það lífeyrissjóðirnir sem hafa haldið uppi verðinu s.s. markaðs misnotkun? Lífeyrissjóðirnir hafa lítið breyst, þeim er stjórnað af sömu einstaklingunum. Það er ljóst að það að fara verður fram önnur opinber rannsókn á starfsháttum lífeyrissjóðanna. Sérstaklega eftir „kattaræðu" forsætisráðherra þar sem hún gaf til kynna að fleiri opinberar rannsóknir gætu verið í farvatninu, hún sagði m.a. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni (bankanna)" Ef aðkoma lífeyrissjóðanna og verkalýðshreyfingarinnar að hruninu verður ekki rannsökuð, komumst við aldrei að sannri niðurstöðu hvað olli hruninu. Hvað þurfa íbúar þessa lands að þola miklar skerðingar í viðbót á lífeyri sínum á meðan spillingin í stjórnun og stjórnum lífeyrissjóða grasserar. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar