Opið bréf til Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra 9. ágúst 2010 00:01 Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Örn Karlsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun