Umfjöllum: KR-ingar settu í skotgírinn gegn nýliðum Hauka Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2010 22:31 Semaj Inge mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld. Mynd/Anton KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25
Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27