Haukastúlkur fóru góða ferð til Grindavíkur í dag þar sem þær unnu mikilvægan sigur á heimastúlkum í umspili Iceland Express-deildar kvenna.
Sem fyrr fór Heather Ezell mikinn í liði Hauka en Michele De Vault og Petrúnella Skúladóttir voru allt í öllu hjá Grindavík.
Grindavík-Haukar 82-88
Stig Grindavíkur: Michele DeVault 27, Petrúnella Skúladóttir 23, Íris Sverrisdóttir 11, Joanna Skiba 10, Jovana Lilja Stefánsdóttir 7, Helga Hallgrímsdóttir 4,
Stig Hauka: Heather Ezell 35, Kiki Jean Lund 20, Ragna Brynjarsdóttir 17, Telma Björk Fjalarsdóttir 6, María Sigurðardóttir 4, Guðrún Ámundadóttir 3.