Jólagjafir með hagtölugleraugum 1. desember 2010 09:00 Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s
Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira