Misminni Sigurðar Einarssonar 30. ágúst 2010 06:00 Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf., segist í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 28. ágúst sl. hafa sem formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði fengið bréf frá mér þar sem ég „leggist alfarið gegn… umræðu" um hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. Alla getur misminnt - líka mig og Sigurð Einarsson. Í bréfi sem ég skrifaði honum 8. maí 2006 lýsi ég mjög jákvæðri afstöðu til starfs nefndarinnar sem hann stýrði. Ég tek fram að nokkur umræðuefni hennar snerti Seðlabanka Íslands og niðurstöður nefndarinnar muni síðar koma til umfjöllunar í bankanum. Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum. En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál. Í bréfinu er vakin athygli á ákvæðum laga um Seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara. Ákvæðin voru heimild en ekki skylda og tengdust aðeins lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda. Þá minni ég á það viðhorf að „eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja sem og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir". Vera má að Sigurði Einarssyni hafi ekki fallið þetta síðasta nógu vel í geð. Mér fannst tilefni til að minna sérstaklega á beina ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna. Atburðir sem orðið hafa síðar staðfesta og ítreka þetta sjónarmið rækilega eins og alþjóð veit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf., segist í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 28. ágúst sl. hafa sem formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði fengið bréf frá mér þar sem ég „leggist alfarið gegn… umræðu" um hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. Alla getur misminnt - líka mig og Sigurð Einarsson. Í bréfi sem ég skrifaði honum 8. maí 2006 lýsi ég mjög jákvæðri afstöðu til starfs nefndarinnar sem hann stýrði. Ég tek fram að nokkur umræðuefni hennar snerti Seðlabanka Íslands og niðurstöður nefndarinnar muni síðar koma til umfjöllunar í bankanum. Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum. En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál. Í bréfinu er vakin athygli á ákvæðum laga um Seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara. Ákvæðin voru heimild en ekki skylda og tengdust aðeins lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda. Þá minni ég á það viðhorf að „eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja sem og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir". Vera má að Sigurði Einarssyni hafi ekki fallið þetta síðasta nógu vel í geð. Mér fannst tilefni til að minna sérstaklega á beina ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna. Atburðir sem orðið hafa síðar staðfesta og ítreka þetta sjónarmið rækilega eins og alþjóð veit.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar