Landið tekur að rísa! - Grein 1 Steingrímur J. Sigfússon skrifar 19. ágúst 2010 06:00 Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. Hér verður á eftir og í nokkrum tengdum blaðagreinum gerð tilraun til að bæta þar úr hvað undirritaðan varðar. Nokkuð er undan því kvartað og með réttu að ýmsu leyti að skortur sé á forystu og framtíðarsýn í þjóðmálum um þessar mundir. Margt veldur. Ofurþungi þeirra atburða sem skekið hafa íslenskt samfélag sl. misseri hefur gert hvoru tveggja í senn, að lesta stjórnvöld, stjórnmálin og velflesta burðarviði samfélagsins með ærnum og erfiðum verkefnum og hitt að öll erum við enn að glíma við eftirköst óskapanna, erum óviss um hvernig úr spilast og ráðvillt á köflum. Er þetta skiljanlegt í ljósi þess hversu áfallið varð mikið við hrun bankakerfisins og það tjón sem af því hlaust bæði fjárhagslegt, félagslegt og andlegt eða sálrænt. Viðskiptalífið, stjórnmálin, fjölmiðlarnir, eftirlitskerfið, allt þetta og margt fleira brást. Almenningur upplifir sig illa svikinn og því miður með réttu. Það sem á ekki að gerast og má ekki gerast, gerðist. Orsakir bankahrunsinsUm orsakir hrunsins sem hér varð haustið 2008 hefur margt verið rætt og ritað. Þar er auðvitað skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis grundvallargagn. Skýrslan leiðir í ljós mikla veikleika sem stjórnmálin, stjórnsýsla og eftirlitsaðilar verða að taka háalvarlega og einsetja sér að bæta úr. Hegðun bankaforkólfa og viðskiptajörfa er kapítuli út af fyrir sig, en það er of einfalt og ódýrt að velta allri ábyrðinni þangað. Vandinn er djúpstæðari og á ekki síður rætur sínar að rekja til hugmyndafræðilegra þátta en einstaklinga sem brugðust. Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar náði með lúmskum hætti að hreiðra um sig í íslenskum stjórnmálum og setja viðmið í opinberri umræðu. Er það einkum þrennt sem veldur því að sú skýring á við þegar litið er til orsaka bankahrunsins. Í fyrsta lagi sá áróður að einkaaðilar gerðu yfirleitt allt betur en ríkið og því væri þeim best treystandi fyrir flestum hlutum. Í öðru lagi að til væri einhver ósýnileg hönd sem stýrði markaðsgangvirkinu og það sæi um að leiðrétta sig sjálft. Og í þriðja lagi að sökum þessarar sjálfgefnu innbyggðu skynsemi markaðarins þyrfti ekki að hafa eftirlit með honum eða að slíkt ætti að a.m.k. að vera í algjöru lágmarki. Allar þessar þrjár forsendur höfum við nú séð að eru rangar. Til viðbótar þessu var samfélagið græðgisvætt enda er það í samræmi við hugmyndafræðina að af öllu megi hirða gróða hvort sem það eru hjartaþræðingar, heitt vatn eða mandarínur. Og loks vantaði ekki upp á yfirdrifið sjálfstraustið hjá íslenskum stjórnmála- og viðskiptamönnum. Ungæðislegur hroki, blind trú á eigin snilli í viðskiptum, óþroskuð siðferðisvitund og alger skortur á heilbrigðri sjálfsgagnrýni bættu ekki ástandið. Sofið á verðinumÁ sinn hátt má segja að gagnrýnin hugsun hafi beðið ósigur, ekki aðeins í viðskiptum, heldur einnig í fjölmiðlun, stjórnsýslu og almennri þjóðmálaumræðu. Þegar skuldasöfnun þjóðarbúsins komst á hættulegt stig (hreinar erlendar skuldir Íslands fóru yfir 100% af VLF fljótlega eftir aldamótin 2000), urðu sorglega fáir til að vara við þeirri staðreynd og enn færri tóku undir. Þegar viðskiptahalli fór í 26% af VLF árið 2006 töluðu menn um góðæri sem aldrei fyrr. Samt þarf ekki mikla þekkingu til að átta sig á veikleikunum þegar slíkir mælar slá yfir í rautt. Ekki er úr vegi að spyrja hvað orsakaði andvaraleysið? Aldrei fyrr voru jafn margir starfsmenn í fjármálaþjónustu og öðrum viðskiptum, margir hverjir á ofurlaunum og aldrei fyrr höfðu jafnmargir sótt sér menntun á sviði viðskipta. Þetta tvennt dugði þó greinilega ekki þegar kom að upplýstri og gagnrýnni orðræðu eða því að kunna fótum sínum forráð. Munurinn á umræðunni þá og nú er hins vegar sláandi. Nú er ekki lengur deilt um að stórfelld hagstjórnarmistök voru gerð á árunum upp úr aldamótum og einkum þó frá og með kosningum 2003. Litlu betra er þó andvara- og aðgerðaleysið sem rannsóknarnefndin dregur skýrt fram. Loks tók ráðleysi í bland við afneitun við og fáir kostir eftir í stöðunni þegar árið 2008 gekk í garð. Ofvaxið bankakerfiÞað er erfitt en hollt að rifja upp hversu umfangsmikið hrunið á Íslandi varð, sett í samhengi við stærð hagkerfisins. Beinar afleiðingar bankahrunsins á afkomu ríkisins voru geigvænlegar. Bókfærður halli samkvæmt rekstrarreikningi varð 216 milljarðar 2008 í stað 89 milljarða afgangs 2007, sem sagt rúmlega 200 milljarða sveifla. Tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggur ekki endanlega fyrir en verður líklegast ekki undir tölunni 7.000 milljarðar. Svo háa tölu er erfitt að skilja í landi með um 1.500 milljarða landsframleiðslu eða þegar talað er um að góður túr á frystitogara gefi 100 milljónir í aflaverðmæti og þegar heildarútgjöld til heilbrigðismála eru um 100 milljarðar. Enda hefur því verið fleygt fram að hrun íslensku bankanna þriggja séu sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrot heimsins. Það hlýtur að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hagkerfi. Áhrif hrunsins á ríkissjóðHjá ríkinu liggja stærstu tölurnar í töpuðum kröfum (gjaldþrot Seðlabankans), en 192 milljarðar voru bókfærðir 2008 vegna þess. Kostnaður við endurfjármögnun banka og sparisjóða nálgast 200 milljarða auk þess sem hefur verið veitt í víkjandi lánum, en vissulega stendur þar eign á móti. Fjármagnskostnaður ríkisins hefur stóraukist (úr 22,2 milljörðum 2007 í 84 milljarða 2009) og loks er það beinn hallarekstur ríkissjóðs vegna tekjubrests og aukinna útgjalda. Þetta eru auðvitað að hluta til tengdar stærðir en skýrist allt best í þróun skulda og eignastöðu ríkisins. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 voru 560,5 milljarðar króna eða 43,1% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þær fóru í 1,198,5 milljarða árið 2008 eða 81,1% af VLF, fóru svo í 1,566,4 milljarða í árslok 2009 eða 104,4% af VLF og stóðu í svipaðri tölu í lok 1. ársfjórðungs þessa árs eða 1,535,5 milljörðum (99,3% af VLF). Allt á verðlagi og í hlutfalli við landsframleiðslu hvers ár. Á mannamáli þýðir þetta að við hrunið stórhækkuðu skuldir og útgjöld ríkissjóðs á meðan tekjurnar gáfu allverulega eftir. Bilið milli tekna og útgjalda ríkisins varð risastórt. Hreinar peningalegar eignir ríkissjóðs þróuðust með eftirfarandi hætti á sama tíma: Árið 2007 voru þær jákvæðar um 22,2, milljarða eða 1,7% af VLF. Árið 2008 var staðan orðin neikvæð um 238,5 milljarða, sem sagt -16,1% af VLF, og -516,8 í lok 1. ársfjórðungs þessa ár (-33,4% af VLF). Tap og vonbrigðiÓtalinn er eignabruninn, tjónið sem varð á raunverulegum verðmætum. Óhemju mikið hlutafé varð verðlaust, eignir stórlækkuðu í verði, eftir sat lemstrað og kafskuldsett atvinnulíf, skuldir heimila sem voru miklar fyrir urðu ill- eða óviðráðanlegar fyrir þúsundir fjölskyldna. Aðgangur að erlendu fjármagni nánast lokaðist, lánshæfismat og lánskjör versnuðu þ.e. ef einhver lán bjóðast, viðskipti urðu á ýmsan hátt dýrari og erfiðari (auknar tryggingar fyrir greiðslum eða staðgreiðsla). Traust hrundi til grunna og sársauki, vonbrigði og reiði breiddust og brutust út í samfélaginu. Sem sagt, það varð margvíslegt og stórfellt mælanlegt og ekki síður ómælanlegt tjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. Hér verður á eftir og í nokkrum tengdum blaðagreinum gerð tilraun til að bæta þar úr hvað undirritaðan varðar. Nokkuð er undan því kvartað og með réttu að ýmsu leyti að skortur sé á forystu og framtíðarsýn í þjóðmálum um þessar mundir. Margt veldur. Ofurþungi þeirra atburða sem skekið hafa íslenskt samfélag sl. misseri hefur gert hvoru tveggja í senn, að lesta stjórnvöld, stjórnmálin og velflesta burðarviði samfélagsins með ærnum og erfiðum verkefnum og hitt að öll erum við enn að glíma við eftirköst óskapanna, erum óviss um hvernig úr spilast og ráðvillt á köflum. Er þetta skiljanlegt í ljósi þess hversu áfallið varð mikið við hrun bankakerfisins og það tjón sem af því hlaust bæði fjárhagslegt, félagslegt og andlegt eða sálrænt. Viðskiptalífið, stjórnmálin, fjölmiðlarnir, eftirlitskerfið, allt þetta og margt fleira brást. Almenningur upplifir sig illa svikinn og því miður með réttu. Það sem á ekki að gerast og má ekki gerast, gerðist. Orsakir bankahrunsinsUm orsakir hrunsins sem hér varð haustið 2008 hefur margt verið rætt og ritað. Þar er auðvitað skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis grundvallargagn. Skýrslan leiðir í ljós mikla veikleika sem stjórnmálin, stjórnsýsla og eftirlitsaðilar verða að taka háalvarlega og einsetja sér að bæta úr. Hegðun bankaforkólfa og viðskiptajörfa er kapítuli út af fyrir sig, en það er of einfalt og ódýrt að velta allri ábyrðinni þangað. Vandinn er djúpstæðari og á ekki síður rætur sínar að rekja til hugmyndafræðilegra þátta en einstaklinga sem brugðust. Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar náði með lúmskum hætti að hreiðra um sig í íslenskum stjórnmálum og setja viðmið í opinberri umræðu. Er það einkum þrennt sem veldur því að sú skýring á við þegar litið er til orsaka bankahrunsins. Í fyrsta lagi sá áróður að einkaaðilar gerðu yfirleitt allt betur en ríkið og því væri þeim best treystandi fyrir flestum hlutum. Í öðru lagi að til væri einhver ósýnileg hönd sem stýrði markaðsgangvirkinu og það sæi um að leiðrétta sig sjálft. Og í þriðja lagi að sökum þessarar sjálfgefnu innbyggðu skynsemi markaðarins þyrfti ekki að hafa eftirlit með honum eða að slíkt ætti að a.m.k. að vera í algjöru lágmarki. Allar þessar þrjár forsendur höfum við nú séð að eru rangar. Til viðbótar þessu var samfélagið græðgisvætt enda er það í samræmi við hugmyndafræðina að af öllu megi hirða gróða hvort sem það eru hjartaþræðingar, heitt vatn eða mandarínur. Og loks vantaði ekki upp á yfirdrifið sjálfstraustið hjá íslenskum stjórnmála- og viðskiptamönnum. Ungæðislegur hroki, blind trú á eigin snilli í viðskiptum, óþroskuð siðferðisvitund og alger skortur á heilbrigðri sjálfsgagnrýni bættu ekki ástandið. Sofið á verðinumÁ sinn hátt má segja að gagnrýnin hugsun hafi beðið ósigur, ekki aðeins í viðskiptum, heldur einnig í fjölmiðlun, stjórnsýslu og almennri þjóðmálaumræðu. Þegar skuldasöfnun þjóðarbúsins komst á hættulegt stig (hreinar erlendar skuldir Íslands fóru yfir 100% af VLF fljótlega eftir aldamótin 2000), urðu sorglega fáir til að vara við þeirri staðreynd og enn færri tóku undir. Þegar viðskiptahalli fór í 26% af VLF árið 2006 töluðu menn um góðæri sem aldrei fyrr. Samt þarf ekki mikla þekkingu til að átta sig á veikleikunum þegar slíkir mælar slá yfir í rautt. Ekki er úr vegi að spyrja hvað orsakaði andvaraleysið? Aldrei fyrr voru jafn margir starfsmenn í fjármálaþjónustu og öðrum viðskiptum, margir hverjir á ofurlaunum og aldrei fyrr höfðu jafnmargir sótt sér menntun á sviði viðskipta. Þetta tvennt dugði þó greinilega ekki þegar kom að upplýstri og gagnrýnni orðræðu eða því að kunna fótum sínum forráð. Munurinn á umræðunni þá og nú er hins vegar sláandi. Nú er ekki lengur deilt um að stórfelld hagstjórnarmistök voru gerð á árunum upp úr aldamótum og einkum þó frá og með kosningum 2003. Litlu betra er þó andvara- og aðgerðaleysið sem rannsóknarnefndin dregur skýrt fram. Loks tók ráðleysi í bland við afneitun við og fáir kostir eftir í stöðunni þegar árið 2008 gekk í garð. Ofvaxið bankakerfiÞað er erfitt en hollt að rifja upp hversu umfangsmikið hrunið á Íslandi varð, sett í samhengi við stærð hagkerfisins. Beinar afleiðingar bankahrunsins á afkomu ríkisins voru geigvænlegar. Bókfærður halli samkvæmt rekstrarreikningi varð 216 milljarðar 2008 í stað 89 milljarða afgangs 2007, sem sagt rúmlega 200 milljarða sveifla. Tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggur ekki endanlega fyrir en verður líklegast ekki undir tölunni 7.000 milljarðar. Svo háa tölu er erfitt að skilja í landi með um 1.500 milljarða landsframleiðslu eða þegar talað er um að góður túr á frystitogara gefi 100 milljónir í aflaverðmæti og þegar heildarútgjöld til heilbrigðismála eru um 100 milljarðar. Enda hefur því verið fleygt fram að hrun íslensku bankanna þriggja séu sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrot heimsins. Það hlýtur að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hagkerfi. Áhrif hrunsins á ríkissjóðHjá ríkinu liggja stærstu tölurnar í töpuðum kröfum (gjaldþrot Seðlabankans), en 192 milljarðar voru bókfærðir 2008 vegna þess. Kostnaður við endurfjármögnun banka og sparisjóða nálgast 200 milljarða auk þess sem hefur verið veitt í víkjandi lánum, en vissulega stendur þar eign á móti. Fjármagnskostnaður ríkisins hefur stóraukist (úr 22,2 milljörðum 2007 í 84 milljarða 2009) og loks er það beinn hallarekstur ríkissjóðs vegna tekjubrests og aukinna útgjalda. Þetta eru auðvitað að hluta til tengdar stærðir en skýrist allt best í þróun skulda og eignastöðu ríkisins. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 voru 560,5 milljarðar króna eða 43,1% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þær fóru í 1,198,5 milljarða árið 2008 eða 81,1% af VLF, fóru svo í 1,566,4 milljarða í árslok 2009 eða 104,4% af VLF og stóðu í svipaðri tölu í lok 1. ársfjórðungs þessa árs eða 1,535,5 milljörðum (99,3% af VLF). Allt á verðlagi og í hlutfalli við landsframleiðslu hvers ár. Á mannamáli þýðir þetta að við hrunið stórhækkuðu skuldir og útgjöld ríkissjóðs á meðan tekjurnar gáfu allverulega eftir. Bilið milli tekna og útgjalda ríkisins varð risastórt. Hreinar peningalegar eignir ríkissjóðs þróuðust með eftirfarandi hætti á sama tíma: Árið 2007 voru þær jákvæðar um 22,2, milljarða eða 1,7% af VLF. Árið 2008 var staðan orðin neikvæð um 238,5 milljarða, sem sagt -16,1% af VLF, og -516,8 í lok 1. ársfjórðungs þessa ár (-33,4% af VLF). Tap og vonbrigðiÓtalinn er eignabruninn, tjónið sem varð á raunverulegum verðmætum. Óhemju mikið hlutafé varð verðlaust, eignir stórlækkuðu í verði, eftir sat lemstrað og kafskuldsett atvinnulíf, skuldir heimila sem voru miklar fyrir urðu ill- eða óviðráðanlegar fyrir þúsundir fjölskyldna. Aðgangur að erlendu fjármagni nánast lokaðist, lánshæfismat og lánskjör versnuðu þ.e. ef einhver lán bjóðast, viðskipti urðu á ýmsan hátt dýrari og erfiðari (auknar tryggingar fyrir greiðslum eða staðgreiðsla). Traust hrundi til grunna og sársauki, vonbrigði og reiði breiddust og brutust út í samfélaginu. Sem sagt, það varð margvíslegt og stórfellt mælanlegt og ekki síður ómælanlegt tjón.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun