Íslenskir leikarar í Hollywood 15. apríl 2010 07:00 Anita Briem var þrusuflott í hasarnum í miðju jarðar. Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslenskir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvikmyndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvikmyndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leikur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sigurðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Ingvar E. landaði næstum því illa munkinum Silas í The Da Vinci Code. Samkvæmt lauslegri athugun Fréttablaðsins er Pétur Rögnvaldsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Péturs mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhimininn þegar hann slátraði bandarískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgunblaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséðir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki." Anna Björns, sem lék hina kjaftforu Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná einhverjum frama í kvikmyndaborginni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athyglina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sápuóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórnaði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg Lífið Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslenskir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvikmyndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvikmyndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leikur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sigurðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Ingvar E. landaði næstum því illa munkinum Silas í The Da Vinci Code. Samkvæmt lauslegri athugun Fréttablaðsins er Pétur Rögnvaldsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Péturs mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhimininn þegar hann slátraði bandarískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgunblaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséðir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki." Anna Björns, sem lék hina kjaftforu Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná einhverjum frama í kvikmyndaborginni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athyglina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sápuóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórnaði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg
Lífið Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira