Íslenskir leikarar í Hollywood 15. apríl 2010 07:00 Anita Briem var þrusuflott í hasarnum í miðju jarðar. Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslenskir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvikmyndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvikmyndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leikur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sigurðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Ingvar E. landaði næstum því illa munkinum Silas í The Da Vinci Code. Samkvæmt lauslegri athugun Fréttablaðsins er Pétur Rögnvaldsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Péturs mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhimininn þegar hann slátraði bandarískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgunblaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséðir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki." Anna Björns, sem lék hina kjaftforu Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná einhverjum frama í kvikmyndaborginni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athyglina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sápuóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórnaði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg Lífið Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslenskir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvikmyndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvikmyndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leikur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sigurðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Ingvar E. landaði næstum því illa munkinum Silas í The Da Vinci Code. Samkvæmt lauslegri athugun Fréttablaðsins er Pétur Rögnvaldsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Péturs mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhimininn þegar hann slátraði bandarískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgunblaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséðir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki." Anna Björns, sem lék hina kjaftforu Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná einhverjum frama í kvikmyndaborginni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athyglina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sápuóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórnaði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg
Lífið Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira