Fjölnir tók fyrsta titil ársins 2011 Elvar Geir Magnússon skrifar 20. desember 2010 06:00 Í Futsal er notaður sérstakur bolti sem er minni í sniðum en sá sem er notaður utanhúss en er þyngri og skoppar síður. Hér er Fjölnismaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson í úrslitaleiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópukeppninni í janúar. Því kom upp sú sérstaka staða að meistarar fyrir árið 2011 voru krýndir á árinu 2010. Fjölnir úr Grafarvogi vann Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu Álftanesi 3-2. Eftir að hafa lent undir 2-1 sneru Fjölnismenn blaðinu við í miklum spennuleik. Ólafsvíkingar voru hársbreidd frá því að jafna en þá átti liðið meðal annars skot í stöngina. Ungt lið Fjölnis stóð því uppi sem meistari en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segir að þetta mót sé skemmtilegt krydd í veturinn. „Við fáum engan tíma til að æfa þetta Futsal en við brjótum aðeins veturinn upp með því að spila þessa leiki. Menn eru vaxandi í þessu eftir því sem þeir spila þetta oftar. Mér finnst þetta skemmtilegt mót og um að gera að nota þennan tíma, nóvember og desember, til að hafa svona keppni," sagði Ásmundur eftir úrslitaleikinn. Mörg skemmtileg tilþrif sáust á þessu Íslandsmóti í Futsal og var aldursdreifing hjá liðunum mikil. Nokkrar gamlar kempur létu til sín taka og má þar meðal annars nefna Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík á mótinu og Sigurstein Gíslason sem tók fram skóna og lék með Leikni. Fjölnir lagði Grundarfjörð í átta liða úrslitum á föstudag og vann sér svo inn sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Keflavík á laugardag. „Það var mikið fjör og spenna í þessum leikjum í úrslitakeppninni og þetta er bara gaman," sagði Ásmundur. Reglurnar í Futsal eru frábrugðnar gamla innanhússboltanum en Ásmundur segir að stærsti munurinn sé sjálfur knötturinn. Notast er við sérstakan Futsal-bolta sem er minni og með aðra eiginleika en hefðbundinn bolti. „Það er erfitt að taka neglurnar sem maður tók í gamla daga. Þessi bolti býður upp á góðan samleik og menn eru að vinna fjórir á móti fjórum. Það er alveg hægt að nýta þetta í útiboltanum í rólegheitunum. Það er hægt að græða mikið á þessu, þjálfun í snertingu við boltann, varnarvinnu og samvinnu milli leikmanna," sagði Ásmundur. Það má segja að þarna hafi fyrsta meistaratitli næsta árs verið úthlutað en Fjölnismenn fá titilinn Íslandsmeistarar í Futsal 2011. Þeir fá því þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. „Við eigum eftir að ræða það innanbúðar hvernig við höndlum það. Við sjáum bara til, það á eftir að skoða kostnaðarhlið og annað," sagði Ásmundur. Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópukeppninni í janúar. Því kom upp sú sérstaka staða að meistarar fyrir árið 2011 voru krýndir á árinu 2010. Fjölnir úr Grafarvogi vann Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu Álftanesi 3-2. Eftir að hafa lent undir 2-1 sneru Fjölnismenn blaðinu við í miklum spennuleik. Ólafsvíkingar voru hársbreidd frá því að jafna en þá átti liðið meðal annars skot í stöngina. Ungt lið Fjölnis stóð því uppi sem meistari en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segir að þetta mót sé skemmtilegt krydd í veturinn. „Við fáum engan tíma til að æfa þetta Futsal en við brjótum aðeins veturinn upp með því að spila þessa leiki. Menn eru vaxandi í þessu eftir því sem þeir spila þetta oftar. Mér finnst þetta skemmtilegt mót og um að gera að nota þennan tíma, nóvember og desember, til að hafa svona keppni," sagði Ásmundur eftir úrslitaleikinn. Mörg skemmtileg tilþrif sáust á þessu Íslandsmóti í Futsal og var aldursdreifing hjá liðunum mikil. Nokkrar gamlar kempur létu til sín taka og má þar meðal annars nefna Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík á mótinu og Sigurstein Gíslason sem tók fram skóna og lék með Leikni. Fjölnir lagði Grundarfjörð í átta liða úrslitum á föstudag og vann sér svo inn sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Keflavík á laugardag. „Það var mikið fjör og spenna í þessum leikjum í úrslitakeppninni og þetta er bara gaman," sagði Ásmundur. Reglurnar í Futsal eru frábrugðnar gamla innanhússboltanum en Ásmundur segir að stærsti munurinn sé sjálfur knötturinn. Notast er við sérstakan Futsal-bolta sem er minni og með aðra eiginleika en hefðbundinn bolti. „Það er erfitt að taka neglurnar sem maður tók í gamla daga. Þessi bolti býður upp á góðan samleik og menn eru að vinna fjórir á móti fjórum. Það er alveg hægt að nýta þetta í útiboltanum í rólegheitunum. Það er hægt að græða mikið á þessu, þjálfun í snertingu við boltann, varnarvinnu og samvinnu milli leikmanna," sagði Ásmundur. Það má segja að þarna hafi fyrsta meistaratitli næsta árs verið úthlutað en Fjölnismenn fá titilinn Íslandsmeistarar í Futsal 2011. Þeir fá því þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. „Við eigum eftir að ræða það innanbúðar hvernig við höndlum það. Við sjáum bara til, það á eftir að skoða kostnaðarhlið og annað," sagði Ásmundur.
Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira