Góð ráð til að sundra samfélagi 11. nóvember 2010 06:00 1. Ráðumst á garðinn þar sem hann er lægstur. Leikskólinn er tilvalinn. Þar er smæsta fólkið, sem ver sig ekki hjálparlaust. Í góðum leikskóla er unnið að því að börn öðlist öryggi og sterka sjálfsmynd og lagður grunnur að gagnrýninni og skapandi hugsun. Markmiðið er að nemendur séu og verði gerendur í lýðræðissamfélagi. Þetta er auðvitað stórhættulegt. 2. Breytum, breytinganna vegna. Breytingar skapa óvissu og ótta. Þá er ráð að sameina litlar stofnanir og sundra stórum. Tökum geðþóttaákvarðanir og hlustum ekki á fagfólk, sem tefur fyrir og sér ekki ótvíræða kosti þess að skemma menntun. Látum vondar ákvarðanir kvisast út. Ekki segja allan sannleikann. Orðrómur sem vekur óvissu þreytir fólk og þegar kemur að því að framkvæma óvinsælar ákvarðanir er minni mótstaða. Ingibjörg Kristleifsdóttir 3. Sköpum álag. Ef kennarar starfa undir miklu og langvarandi álagi hafa þeir ekki orku til þess að vera málsvarar skólastarfs. Virðum ekki kjarasamningsbundinn rétt um undirbúningstíma, vökum yfir því að fag- og starfsmannafundir séu ekki haldnir. Svigrúm til samstarfs og samræðu skal forðast þar sem það eykur meðvitund. 4. Fækkum stjórnendum. Leikskóli er lifandi lærdómssamfélag þar sem haldið er utan um barnið og nánasta umhverfi þess. Hann er fastur punktur fjölskyldunnar og lifandi miðpunktur nærsamfélagsins.Leikskólastjórnendur þekkja sitt fólk og halda utan um menningu og hefðir. Börn, foreldrar, kennarar og annað starfsfólk njóta leiðsagnar, forystu, umhyggju og kennslu þeirra. Þeir eru hagsýnir rekstraraðilar og geta gert ótrúlega hluti úr litlu. Þetta skapar öryggi og festu og smitar frá sér út í samfélagið. Þetta er náttúrlega ótækt. Fækkum stjórnendum, það sundrar skólasamfélaginu og er góð leið til að láta almenning sjá að eitthvað sé verið að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
1. Ráðumst á garðinn þar sem hann er lægstur. Leikskólinn er tilvalinn. Þar er smæsta fólkið, sem ver sig ekki hjálparlaust. Í góðum leikskóla er unnið að því að börn öðlist öryggi og sterka sjálfsmynd og lagður grunnur að gagnrýninni og skapandi hugsun. Markmiðið er að nemendur séu og verði gerendur í lýðræðissamfélagi. Þetta er auðvitað stórhættulegt. 2. Breytum, breytinganna vegna. Breytingar skapa óvissu og ótta. Þá er ráð að sameina litlar stofnanir og sundra stórum. Tökum geðþóttaákvarðanir og hlustum ekki á fagfólk, sem tefur fyrir og sér ekki ótvíræða kosti þess að skemma menntun. Látum vondar ákvarðanir kvisast út. Ekki segja allan sannleikann. Orðrómur sem vekur óvissu þreytir fólk og þegar kemur að því að framkvæma óvinsælar ákvarðanir er minni mótstaða. Ingibjörg Kristleifsdóttir 3. Sköpum álag. Ef kennarar starfa undir miklu og langvarandi álagi hafa þeir ekki orku til þess að vera málsvarar skólastarfs. Virðum ekki kjarasamningsbundinn rétt um undirbúningstíma, vökum yfir því að fag- og starfsmannafundir séu ekki haldnir. Svigrúm til samstarfs og samræðu skal forðast þar sem það eykur meðvitund. 4. Fækkum stjórnendum. Leikskóli er lifandi lærdómssamfélag þar sem haldið er utan um barnið og nánasta umhverfi þess. Hann er fastur punktur fjölskyldunnar og lifandi miðpunktur nærsamfélagsins.Leikskólastjórnendur þekkja sitt fólk og halda utan um menningu og hefðir. Börn, foreldrar, kennarar og annað starfsfólk njóta leiðsagnar, forystu, umhyggju og kennslu þeirra. Þeir eru hagsýnir rekstraraðilar og geta gert ótrúlega hluti úr litlu. Þetta skapar öryggi og festu og smitar frá sér út í samfélagið. Þetta er náttúrlega ótækt. Fækkum stjórnendum, það sundrar skólasamfélaginu og er góð leið til að láta almenning sjá að eitthvað sé verið að gera.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar