Opinbera rannsókn á endurskoðendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. desember 2010 06:00 Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun