Opið bréf frá trúlausu foreldri 22. október 2010 06:00 Sæll Örn Bárður. Ég er foreldri með tvö börn á grunnskólaaldri. Ég er einnig trúarbragðafræðingur og skrifa þér þetta bréf með báða hatta á höfði. Grein þín hér í blaðinu „Gildahlöður og menningarbylting" um samskipti kirkju og skóla olli mér vonbrigðum. Í stað þess að tala málefnalega og virða að þeir sem þú ert ósammála hafi raunverulegar áhyggjur, sem í það minnsta kalli á skynsamleg skoðanaskipti, talar þú um þá í sömu andránni og blóðþyrsta kúgara. Einföld breyting á skólastarfi í Reykjavík er skyndilega sett út á blóðakur menningarbyltingar Maós. En látum kyrrt liggja. Tökum gífuryrðin út af borðinu. Ég er trúlaus en ég er ekki „andstæðingur kristinnar trúar". Ég hef lengi staðið utan trúfélaga en ég er ekki „að hamast á kirkju og kristni". Og fyrst ég er byrjaður er ég hvorki í Vantrú né Siðmennt og hef aðeins átt góð kynni af kirkjunnar fólki. Þú spyrð margra spurninga í greininni, Örn Bárður, m.a. hvort við viljum sögukennslu út úr skólakerfinu. Ég segi „?!" Hér er verið að tala um að skólastarf skuli ekki blandast trúarlegum tilgangi. Hvernig getur „engin sögukennsla" verið næsta skref? En í allri sanngirni segir þú áður að öll kennsla sé gildishlaðin - líka sögukennsla. Meira að segja bestu sögukennarar hafa skoðanir. Alveg rétt. En það er ekki þar með sagt að hægt sé að leggja boðun trúar og sögukennslu að jöfnu. Gildin (merkingin) sem koma fram í sögukennslu og samfélagsfræði eiga að byggjast á rannsóknum sagnfræðinga og samfélagsfræðinga. Ekki trúarhugmyndum. Því gildi, eins og þú ýjar að, eru ekki jafnrétthá. Við viljum að kennsluefnið eigi rætur við Suðurgötuna en ekki í Hádegismóum. Þetta er kjarni málsins um tengsl trúar og skóla. Trúarbragðafræðin er veraldlegt fag með rætur í hug- og félagsvísindum. Trúarbragðafræðin á að fræða um trúarbrögð sem mannlegt fyrirbæri - eitthvað sem fólk gerir og hugsar. Heimsóknir presta og annarra fulltrúa trúfélaga eiga heima innan þessa ramma - sem innlegg í trúarbragðafræðslu. Sömu sögu er að segja um heimsóknir í kirkjur og önnur musteri, sem og föndur trúartákna - ekki í trúartilgangi heldur þeim að uppfræða. Hér á kristindómurinn sinn sess og þannig fræðast börn þjóðkirkjufólks, múslíma, trúleysingja og annarra um kristna trú og önnur trúarbrögð. Ekki er hægt að kenna Íslandssögu án þess að kirkjan spili þar stóra rullu. Því eru áhyggjur þínar, Örn Bárður, og annarra um „gerilsneydda" skóla ástæðulausar. Þú spyrð hvar eigi að láta staðar numið. Svarið er einfalt: látum skólann gegna sínu hlutverki. Hann á ekki að boða trú heldur fræða um trú. Þetta svarar einnig áhyggjum þínum um þöggun - fræðsla og upplýsing eru andstæður þöggunar og þröngsýni. Látum það liggja á milli hluta að mannréttindi eru fyrst og fremst til þess að vernda minnihlutann. Þetta ættu kristnir að skilja manna best. En þetta er ekki aðalatriðið. Skólakerfið er opinbert og veraldlegt og þar má ekki mismuna. Með því að blanda trú inn í skólastarf er verið að víkja frá hlutverki skólans sem fræðslustofnunar. Og það getur ekki verið að neinn íhugi í alvöru þá „lausn" að taka börn „þessa fólks" út úr hópnum - varla eftir alla þá umræðu sem verið hefur um einelti. Finnst þér, Örn Bárður, að þú hafir rétt til þess að gera lítið úr lífsskoðunum foreldra í mínum sporum og taka fram fyrir hendurnar á þeim um uppeldi eigin barna? Finnst þér að þú hafir meiri rétt til minna eigin barna en ég sjálfur? Svona snýr þetta við mér sem trúlausu foreldri sem sendir börnin sín til fræðslu í hverfisskólanum. Og hvers vegna þarf skólinn að vera vettvangur trúarinnar? Kirkjur eru víða. Ég sé a.m.k. eina út um stofugluggann. Þar er blómlegt barnastarf oft í viku. Ég er sammála þér þegar þú segir að „í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra". Þetta er háleitt en raunsætt markmið. Leyfum skólanum að sinna sínu hlutverki og kirkjunni sínu. Leyfum kristnum að láta sín börn koma til Krists - leyfum börnum trúlausra að vera börn foreldra sinna. Þetta er engin bylting, aðeins lítið sanngirnismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sæll Örn Bárður. Ég er foreldri með tvö börn á grunnskólaaldri. Ég er einnig trúarbragðafræðingur og skrifa þér þetta bréf með báða hatta á höfði. Grein þín hér í blaðinu „Gildahlöður og menningarbylting" um samskipti kirkju og skóla olli mér vonbrigðum. Í stað þess að tala málefnalega og virða að þeir sem þú ert ósammála hafi raunverulegar áhyggjur, sem í það minnsta kalli á skynsamleg skoðanaskipti, talar þú um þá í sömu andránni og blóðþyrsta kúgara. Einföld breyting á skólastarfi í Reykjavík er skyndilega sett út á blóðakur menningarbyltingar Maós. En látum kyrrt liggja. Tökum gífuryrðin út af borðinu. Ég er trúlaus en ég er ekki „andstæðingur kristinnar trúar". Ég hef lengi staðið utan trúfélaga en ég er ekki „að hamast á kirkju og kristni". Og fyrst ég er byrjaður er ég hvorki í Vantrú né Siðmennt og hef aðeins átt góð kynni af kirkjunnar fólki. Þú spyrð margra spurninga í greininni, Örn Bárður, m.a. hvort við viljum sögukennslu út úr skólakerfinu. Ég segi „?!" Hér er verið að tala um að skólastarf skuli ekki blandast trúarlegum tilgangi. Hvernig getur „engin sögukennsla" verið næsta skref? En í allri sanngirni segir þú áður að öll kennsla sé gildishlaðin - líka sögukennsla. Meira að segja bestu sögukennarar hafa skoðanir. Alveg rétt. En það er ekki þar með sagt að hægt sé að leggja boðun trúar og sögukennslu að jöfnu. Gildin (merkingin) sem koma fram í sögukennslu og samfélagsfræði eiga að byggjast á rannsóknum sagnfræðinga og samfélagsfræðinga. Ekki trúarhugmyndum. Því gildi, eins og þú ýjar að, eru ekki jafnrétthá. Við viljum að kennsluefnið eigi rætur við Suðurgötuna en ekki í Hádegismóum. Þetta er kjarni málsins um tengsl trúar og skóla. Trúarbragðafræðin er veraldlegt fag með rætur í hug- og félagsvísindum. Trúarbragðafræðin á að fræða um trúarbrögð sem mannlegt fyrirbæri - eitthvað sem fólk gerir og hugsar. Heimsóknir presta og annarra fulltrúa trúfélaga eiga heima innan þessa ramma - sem innlegg í trúarbragðafræðslu. Sömu sögu er að segja um heimsóknir í kirkjur og önnur musteri, sem og föndur trúartákna - ekki í trúartilgangi heldur þeim að uppfræða. Hér á kristindómurinn sinn sess og þannig fræðast börn þjóðkirkjufólks, múslíma, trúleysingja og annarra um kristna trú og önnur trúarbrögð. Ekki er hægt að kenna Íslandssögu án þess að kirkjan spili þar stóra rullu. Því eru áhyggjur þínar, Örn Bárður, og annarra um „gerilsneydda" skóla ástæðulausar. Þú spyrð hvar eigi að láta staðar numið. Svarið er einfalt: látum skólann gegna sínu hlutverki. Hann á ekki að boða trú heldur fræða um trú. Þetta svarar einnig áhyggjum þínum um þöggun - fræðsla og upplýsing eru andstæður þöggunar og þröngsýni. Látum það liggja á milli hluta að mannréttindi eru fyrst og fremst til þess að vernda minnihlutann. Þetta ættu kristnir að skilja manna best. En þetta er ekki aðalatriðið. Skólakerfið er opinbert og veraldlegt og þar má ekki mismuna. Með því að blanda trú inn í skólastarf er verið að víkja frá hlutverki skólans sem fræðslustofnunar. Og það getur ekki verið að neinn íhugi í alvöru þá „lausn" að taka börn „þessa fólks" út úr hópnum - varla eftir alla þá umræðu sem verið hefur um einelti. Finnst þér, Örn Bárður, að þú hafir rétt til þess að gera lítið úr lífsskoðunum foreldra í mínum sporum og taka fram fyrir hendurnar á þeim um uppeldi eigin barna? Finnst þér að þú hafir meiri rétt til minna eigin barna en ég sjálfur? Svona snýr þetta við mér sem trúlausu foreldri sem sendir börnin sín til fræðslu í hverfisskólanum. Og hvers vegna þarf skólinn að vera vettvangur trúarinnar? Kirkjur eru víða. Ég sé a.m.k. eina út um stofugluggann. Þar er blómlegt barnastarf oft í viku. Ég er sammála þér þegar þú segir að „í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra". Þetta er háleitt en raunsætt markmið. Leyfum skólanum að sinna sínu hlutverki og kirkjunni sínu. Leyfum kristnum að láta sín börn koma til Krists - leyfum börnum trúlausra að vera börn foreldra sinna. Þetta er engin bylting, aðeins lítið sanngirnismál.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun