Herþjónusta Íslendinga í ESB? 3. september 2010 06:30 Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi."
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar