Herþjónusta Íslendinga í ESB? 3. september 2010 06:30 Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi."
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar