Um rithöfundalaun 2. september 2010 06:00 Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru?
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar