Nýsköpun í ferðaþjónustu 27. ágúst 2010 06:30 Stundum er haft á orði að hver erlendur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000 krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru velkomnir þó að einhvers staðar séu til þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer margfalt minna fyrir slíku en stuðningi við hefðbundinn iðnað og alls kyns framleiðslu. Skilningi á mikilvægi menningar og ferðaþjónustu í efnahagslífinu er ábótavant. Það er eins og von um skjótfenginn ábata og áhersla á gömlu einhæfnina stýri enn mestu þegar verið er að skipuleggja opinbera peningaeyðslu. Eflaust hjálpar hálf steinrunnið viðhorf okkar sjálfra, almenningsins, heilmikið til. Töluvert hefur verið um nýsköpun í ferðaþjónustu en mest af því er einkaframtak, hugsjónastarf eða verk hópa, skóla og smárra sveitarfélaga. Auðvitað er það gleðilegt og merki um framtakssemi og hugmyndaauðgi. Þannig hafa orðið umbætur í matarmenningu og veitingarekstri utan Reykjavíkur þar sem lengst af var varla hægt að fá keyptan forvitnilegan mat eða máltíð, unna af metnaði. Undanfarin ár hafa allmargir aðilar boðið fram tilbúinn mat úr héraði, tekið upp fjölbreytta matseld, veitingahús bindast samtökum um grunnstefnu, unnið er úr rannsóknum á viðhorfum ferðafólks og fólk eins og bakhjarlar Friðriks V. á Akureyri virkjað til dáða. Dæmi um þetta eru Matarkistan Skagafjörður, vinna ferðamálasérfræðinga við Hólaskóla og staðir á borð við Lónkot norðan Hofsóss. Þar eru bornar fram fyrsta flokks veitingar í anda „slow-food“-stefnu sem margir erlendir gestir þekkja og sækjast eftir. Fleira þarf þó til að auðga ferðaþjónustuna en matseld. Til dæmis vantar mun meira af nýrri þjónustu á veturna til að laða ferðafólk til landsins. Eins er með listir og hönnun. Listasöfn eru opin á sumrin, tónleikahátíðir eða hönnunarsýningar eru nokkrar og bókmenntaviðburðir einhverjir svo dæmi séu nefnd. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að heilmikið vantar upp á að erlendur gestur í 5-15 daga ferð geti kynnt sér grunninn í þessum geirum á aðgengilegan hátt, á sínu áhugasviði, óháð ferðatímabili. Til þess þarf að útbúa efni eða sýningar sérstaklega til viðbótar við allt annað sem á döfinni er, einkum í Reykjavík sem oftast er upphafs- eða endastöð ferðalags. Hér á ég við t.d. árlegar sýningar á þverskurði íslenskrar myndlistar og hönnunar með fræðslu á nokkrum tungumálum, fyrirlestra um bókmenntir og kvikmyndagerð með dæmum, um arkitektúr og aðra hönnun og um tónlistarsöguna. Þjóðmenningarhúsið, Harpa og húsnæði Þjóðleikhússins henta vel, sér í lagi á sumrin. Sumt af þessu geta opinberir aðilar skipulagt en annað er á hendi einkaaðila sem ef til vill þurfa stuðning meðan verið er að vinna úr hefðum sess, í höfuðborginni og víðar. Í tónlistinni er enn fremur rúm fyrir fjölbreyttara framboð tónleika fyrir ferðamenn; allt frá kammermúskík til rokks og skyldrar tónlistar. Slíkt er að finna í flestum borgum heims en þarf að kynna mjög vel því margt er í boði til afþreyingar á annatímum í ferðaþjónustunni. Þar gæti bætt skipulag kynninga og stuðningur borgar- og bæjarstjórna komið sér vel. Í sumar gekkst Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari fyrir tónleikaröð sem var fyrst og fremst ætluð erlendum gestum. Á 66 tónleikum í húsnæði Söngskóla Sigurðar Demetz á Grandagarði í Reykjavík kynntu nærri tveir tugir söngvara og undirleikara fjölbreytt sönglög. Efnisskrá var breytileg og vel vönduð, líkt og flutningurinn sjálfur og af nokkrum dæmum um viðbrögð líkaði tónleikagestunum framtakið afar vel. Í ráði er að halda starfinu áfram og ætti það að vera hvatning til að opna aðra glugga inn í íslenska menningu og listir. Til dæmis gæti Óperan og Sinfóníuhljómsveitin notað sér aðgengi að fjölda erlendra ferðamanna með tónleikum og áður uppteknu efni til að hvetja áhugafólk um slíka músík til að heimsækja landið á veturna þegar vertíðin er í hámarki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Stundum er haft á orði að hver erlendur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000 krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru velkomnir þó að einhvers staðar séu til þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer margfalt minna fyrir slíku en stuðningi við hefðbundinn iðnað og alls kyns framleiðslu. Skilningi á mikilvægi menningar og ferðaþjónustu í efnahagslífinu er ábótavant. Það er eins og von um skjótfenginn ábata og áhersla á gömlu einhæfnina stýri enn mestu þegar verið er að skipuleggja opinbera peningaeyðslu. Eflaust hjálpar hálf steinrunnið viðhorf okkar sjálfra, almenningsins, heilmikið til. Töluvert hefur verið um nýsköpun í ferðaþjónustu en mest af því er einkaframtak, hugsjónastarf eða verk hópa, skóla og smárra sveitarfélaga. Auðvitað er það gleðilegt og merki um framtakssemi og hugmyndaauðgi. Þannig hafa orðið umbætur í matarmenningu og veitingarekstri utan Reykjavíkur þar sem lengst af var varla hægt að fá keyptan forvitnilegan mat eða máltíð, unna af metnaði. Undanfarin ár hafa allmargir aðilar boðið fram tilbúinn mat úr héraði, tekið upp fjölbreytta matseld, veitingahús bindast samtökum um grunnstefnu, unnið er úr rannsóknum á viðhorfum ferðafólks og fólk eins og bakhjarlar Friðriks V. á Akureyri virkjað til dáða. Dæmi um þetta eru Matarkistan Skagafjörður, vinna ferðamálasérfræðinga við Hólaskóla og staðir á borð við Lónkot norðan Hofsóss. Þar eru bornar fram fyrsta flokks veitingar í anda „slow-food“-stefnu sem margir erlendir gestir þekkja og sækjast eftir. Fleira þarf þó til að auðga ferðaþjónustuna en matseld. Til dæmis vantar mun meira af nýrri þjónustu á veturna til að laða ferðafólk til landsins. Eins er með listir og hönnun. Listasöfn eru opin á sumrin, tónleikahátíðir eða hönnunarsýningar eru nokkrar og bókmenntaviðburðir einhverjir svo dæmi séu nefnd. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að heilmikið vantar upp á að erlendur gestur í 5-15 daga ferð geti kynnt sér grunninn í þessum geirum á aðgengilegan hátt, á sínu áhugasviði, óháð ferðatímabili. Til þess þarf að útbúa efni eða sýningar sérstaklega til viðbótar við allt annað sem á döfinni er, einkum í Reykjavík sem oftast er upphafs- eða endastöð ferðalags. Hér á ég við t.d. árlegar sýningar á þverskurði íslenskrar myndlistar og hönnunar með fræðslu á nokkrum tungumálum, fyrirlestra um bókmenntir og kvikmyndagerð með dæmum, um arkitektúr og aðra hönnun og um tónlistarsöguna. Þjóðmenningarhúsið, Harpa og húsnæði Þjóðleikhússins henta vel, sér í lagi á sumrin. Sumt af þessu geta opinberir aðilar skipulagt en annað er á hendi einkaaðila sem ef til vill þurfa stuðning meðan verið er að vinna úr hefðum sess, í höfuðborginni og víðar. Í tónlistinni er enn fremur rúm fyrir fjölbreyttara framboð tónleika fyrir ferðamenn; allt frá kammermúskík til rokks og skyldrar tónlistar. Slíkt er að finna í flestum borgum heims en þarf að kynna mjög vel því margt er í boði til afþreyingar á annatímum í ferðaþjónustunni. Þar gæti bætt skipulag kynninga og stuðningur borgar- og bæjarstjórna komið sér vel. Í sumar gekkst Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari fyrir tónleikaröð sem var fyrst og fremst ætluð erlendum gestum. Á 66 tónleikum í húsnæði Söngskóla Sigurðar Demetz á Grandagarði í Reykjavík kynntu nærri tveir tugir söngvara og undirleikara fjölbreytt sönglög. Efnisskrá var breytileg og vel vönduð, líkt og flutningurinn sjálfur og af nokkrum dæmum um viðbrögð líkaði tónleikagestunum framtakið afar vel. Í ráði er að halda starfinu áfram og ætti það að vera hvatning til að opna aðra glugga inn í íslenska menningu og listir. Til dæmis gæti Óperan og Sinfóníuhljómsveitin notað sér aðgengi að fjölda erlendra ferðamanna með tónleikum og áður uppteknu efni til að hvetja áhugafólk um slíka músík til að heimsækja landið á veturna þegar vertíðin er í hámarki.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun