LeBron lét baulið ekki trufla sig og fór á kostum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. desember 2010 09:16 LeBron var einbeittur er hann mætti til leiks. AP Það var allt á suðupunkti í Cleveland í nótt þegar LeBron James snéri aftur til Cleveland í búningi Miami Heat. Áhorfendur létu öllum illum látum í garð leikmannsins en hann svaraði fyrir sig með stórleik á vellinum og gekk í burtu sem sigurvegari. James skoraði 38 stig í leiknum og Miami valtaði yfir Cleveland, 118-90. Það var gríðarleg pressa á James í þessum leik óg ótrúlegt að fylgjast með látunum i áhorfendum. Hann sýndi úr hverju hann er gerður með þessum stórleik. "Ég ber mikla virðingu fyrir þessum áhorfendum og hef alltaf gert. Ákvörðun mín að fara var ekki persónuleg. Ég þekki þennan völl og hef hitt úr mörgum skotum hérna. Ég vildi láta til mín taka," sagði James. Það fór misvel í áhorfendur þegar James reyndi að gantast við fyrrum félaga sína í Cleveland í upphafi leiks. Leikmönnum Cleveland leið greinilega ekki vel með það því þeir reyndu að vera kurteisir en að sama skapi vildu þeir ekki tala of mikið við hann. Í kjölfarið virtist einn aðstoðarþjálfara Cleveland segja James að steinhalda kjafti. "Þetta var bara skemmtilegt fyrir mig. Það var skemmtilegt að fá að spila gegn mínum gömlu félögum og þess vegna gantaðist ég við þá," sagði James. Þó svo hitinn í mönnum í Höllinni hefði verið mikil fór hasarinn ekki úr böndunum. Aðeins einn var handtekinn og fjórum var hent út úr húsi. Öryggisgæslan á leiknum var gríðarleg og lukkudýr Cleveland var í skotheldu vesti af öryggisástæðum. Af hverju einhver ætti að vilja skjóta það liggur ekki fyrir James ítrekaði eftir leikinn að hann sæi ekki eftir því að hafa farið frá Cleveland. "Ég vil ekki biðja neinn afsökunar. Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn. Ég tók mína ákvörðun og verð að lifa með henni." NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Það var allt á suðupunkti í Cleveland í nótt þegar LeBron James snéri aftur til Cleveland í búningi Miami Heat. Áhorfendur létu öllum illum látum í garð leikmannsins en hann svaraði fyrir sig með stórleik á vellinum og gekk í burtu sem sigurvegari. James skoraði 38 stig í leiknum og Miami valtaði yfir Cleveland, 118-90. Það var gríðarleg pressa á James í þessum leik óg ótrúlegt að fylgjast með látunum i áhorfendum. Hann sýndi úr hverju hann er gerður með þessum stórleik. "Ég ber mikla virðingu fyrir þessum áhorfendum og hef alltaf gert. Ákvörðun mín að fara var ekki persónuleg. Ég þekki þennan völl og hef hitt úr mörgum skotum hérna. Ég vildi láta til mín taka," sagði James. Það fór misvel í áhorfendur þegar James reyndi að gantast við fyrrum félaga sína í Cleveland í upphafi leiks. Leikmönnum Cleveland leið greinilega ekki vel með það því þeir reyndu að vera kurteisir en að sama skapi vildu þeir ekki tala of mikið við hann. Í kjölfarið virtist einn aðstoðarþjálfara Cleveland segja James að steinhalda kjafti. "Þetta var bara skemmtilegt fyrir mig. Það var skemmtilegt að fá að spila gegn mínum gömlu félögum og þess vegna gantaðist ég við þá," sagði James. Þó svo hitinn í mönnum í Höllinni hefði verið mikil fór hasarinn ekki úr böndunum. Aðeins einn var handtekinn og fjórum var hent út úr húsi. Öryggisgæslan á leiknum var gríðarleg og lukkudýr Cleveland var í skotheldu vesti af öryggisástæðum. Af hverju einhver ætti að vilja skjóta það liggur ekki fyrir James ítrekaði eftir leikinn að hann sæi ekki eftir því að hafa farið frá Cleveland. "Ég vil ekki biðja neinn afsökunar. Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn. Ég tók mína ákvörðun og verð að lifa með henni."
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira