Auðlindir, að nýta eða misnota? 27. ágúst 2010 07:30 Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að misnota. Þegar ég á góðan vin þá get ég nýtt mér vináttuna þegar ég er í vandræðum og beðið um hjálp. Á móti mun ég einnig vera til að aðstoða hann þegar þörf er á. Þannig munum við bæði hafa gagn af því að vera vinir. En svo eru dæmi til að menn misnoti aðra. Misnotkunin felst í því að menn taka það mikið til sín að hinn aðilinn verður fyrir tjóni. Skiljanlegt er kannski að á krepputímum sæki fólkið eftir töfralausnum. Háværar raddir heyrast á Íslandi að núna verði að nýta auðlindirnar. Þegar talað er um auðlindir hér á landi þá er yfirleitt átt við fiskinn í sjónum og orkuna sem er hægt að fá úr fallvötnum og háhitasvæðum. En auðlindirnar á Íslandi eru svo miklu fleiri en þetta: 1. Ísland er ungt land og gjarnan er talað um að landið sé ennþá í mótun. Ferðamenn sem koma hingað sækjast yfirleitt eftir sérstakri náttúru sem á varla sinn líka í heiminum. Ferðaþjónustan hefur verið vaxandi atvinnugrein með hverju ári þrátt fyrir að í „góðærinu" ætti hún erfitt uppdráttar vegna þess að gengi krónunnar var skráð óeðlilega hátt. Ferðaþjónustan hefur samt fengið frekar lítinn stuðning miðað við aðrar atvinnugreinar og víða á landi eru aðstæðurnar vægast sagt ófullkomnar. Það var t.d. ekkert mál á sínum tíma að leggja góðan veg á Kárahnjúkasvæðið en allur sá fjöldi ferðamanna sem ætlar að skoða Dettifoss verður að hristast klukkutímum saman á vegi sem er ekki nokkrum manni bjóðandi og veldur skemmdum á bílunum. Fleiri hundruð þúsundir sækja Ísland heim á hverju ári og skila miklu í þjóðarbúið. Samt eru sumir ennþá þeirrar skoðunar „að þetta lið má nú bara vera ánægt með að fá að koma til landsins". 2. Á Íslandi hefur ekki verið neitt vandamál að fá gott og nothæft drykkjarvatn. Þetta þykir okkur það sjálfsagt að við kunnum ekki að meta það. Ísland sat t.d. hjá þegar greidd voru atkvæði um hvort aðgangur að góðu neyðsluvatni teljist til mannréttinda. En við munum kannski vakna við vondan draum ef við gætum okkar ekki. Sums staðar hér á landi hefur þurft að sjóða drykkjarvatnið vegna mengunar upp á síðkastið. Og fyrirhuguð lagning háspennulínu yfir Heiðmörkina þar sem er helsta vatnsból höfuðborgarsvæðisins er hreint út sagt fífldirfska. 3. Við auglýsum okkur gjarnan sem hreint og óspillt land. Að anda að sér hreinu lofti er svo sjálfsagt að menn tala ekki um það. En yfir Faxaflóa liggur mengunarský þegar stillt er í veðri sem allir geta séð með berum augum. Samt má ekki tala um mengandi stóriðju. Reglur eru slakar í sambandi við mengunarvarnir. Notkun nagladekkja sem spæna upp malbikið er ennþá leyfileg. Á Hellisheiðinni vilja menn ekki kannast við að mosaskemmdir og tæring á háspennumöstrunum séu fylgifiskar mengunarinnar sem fylgir varmavirkjuninni. Og Íslendingar nota einkabílinn ennþá í óhófi. 4. Rányrkja hefur verið stunduð á Íslandi í mörg hundruð ár. Landið hefur þurft að þola ofbeit þegar neyðin var mest og jarðvegseyðingin er gríðarleg enn þann dag í dag. En í dag ætti að vera með öllu óþarft að reka búfé á afrétti þar sem varla er að finna stingandi strá. Víða er jarðvegurinn frjósamur og nóg er til af vel ræktanlegu landi sem gerir kleift að hafa hross og kindur í afgirtum hólfum. 5. Nútímamaðurinn hefur þörf á að hvílast frá krefjandi störfum. Hvað er þá betra en að fara út í náttúruna og „hlaða batteríin", njóta kyrrðarinnar og víðáttu til að slaka á? Þannig getur okkar stórbrotna náttúra verið eins konar sálrænn heilsubrunnur. Fyrir ekki alls löngu tók ég þátt í hópferð í Kerlingarfjöll. Þetta svæði er það stórkostlegt að ég get varla orða bundist. Slíkt landslag finnst örugglega ekki á mörgum stöðum í heiminum. Samt eru menn að sækjast eftir að fara þar inn með tól og tæki til að gera rannsóknarborholur - með öllu því raski sem mun fylgja slíku brambolti. Ótrúlegt en satt. Þarna munu menn eyðileggja auðlindir fyrir stundargróðann. 6. Á Íslandi býr kraftmikið, hugmyndaríkt og vel menntað fólk. Við myndum missa af mikilvægum auðlindum ef þetta fólk flytti úr landi. Þess vegna er mjög brýnt að hlúa að sprotafyrirtækjum og styðja við litla vinnustaði sem skapa mestan fjölda af störfum. Mín von er að ráðamenn átti sig á að auðlindirnar okkar eru margar: Auk orkuvinnslu og fiskiveiða má nefna einstaka náttúru sem nýtist bæði innlendum og útlendum ferðamönnum til upplifunar, gott vatn og hreint loft, vel ræktanlegt land og vel menntað fólk. Að nýta auðlindir þýðir að ganga ekki á forðann þannig að þær verði líka til staðar fyrir komandi kynslóðir. Það þýðir einnig að þær séu ekki teknar frá einum stað á kostnað annarra auðlinda annars staðar. Um það snýst hugtakið sjálfbærni sem hefur verið misnotað all verulega. Að misnota auðlindirnar þýðir að taka meira frá en kemur aftur inn. Það þýðir líka að taka það mikið frá einum stað að aðrar auðlindir hljóti skaða af sem er ekki hægt að bæta úr. Slík stefna, hrein og bein rányrkja, hefur því miður verið við völd hér á landi allt of lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að misnota. Þegar ég á góðan vin þá get ég nýtt mér vináttuna þegar ég er í vandræðum og beðið um hjálp. Á móti mun ég einnig vera til að aðstoða hann þegar þörf er á. Þannig munum við bæði hafa gagn af því að vera vinir. En svo eru dæmi til að menn misnoti aðra. Misnotkunin felst í því að menn taka það mikið til sín að hinn aðilinn verður fyrir tjóni. Skiljanlegt er kannski að á krepputímum sæki fólkið eftir töfralausnum. Háværar raddir heyrast á Íslandi að núna verði að nýta auðlindirnar. Þegar talað er um auðlindir hér á landi þá er yfirleitt átt við fiskinn í sjónum og orkuna sem er hægt að fá úr fallvötnum og háhitasvæðum. En auðlindirnar á Íslandi eru svo miklu fleiri en þetta: 1. Ísland er ungt land og gjarnan er talað um að landið sé ennþá í mótun. Ferðamenn sem koma hingað sækjast yfirleitt eftir sérstakri náttúru sem á varla sinn líka í heiminum. Ferðaþjónustan hefur verið vaxandi atvinnugrein með hverju ári þrátt fyrir að í „góðærinu" ætti hún erfitt uppdráttar vegna þess að gengi krónunnar var skráð óeðlilega hátt. Ferðaþjónustan hefur samt fengið frekar lítinn stuðning miðað við aðrar atvinnugreinar og víða á landi eru aðstæðurnar vægast sagt ófullkomnar. Það var t.d. ekkert mál á sínum tíma að leggja góðan veg á Kárahnjúkasvæðið en allur sá fjöldi ferðamanna sem ætlar að skoða Dettifoss verður að hristast klukkutímum saman á vegi sem er ekki nokkrum manni bjóðandi og veldur skemmdum á bílunum. Fleiri hundruð þúsundir sækja Ísland heim á hverju ári og skila miklu í þjóðarbúið. Samt eru sumir ennþá þeirrar skoðunar „að þetta lið má nú bara vera ánægt með að fá að koma til landsins". 2. Á Íslandi hefur ekki verið neitt vandamál að fá gott og nothæft drykkjarvatn. Þetta þykir okkur það sjálfsagt að við kunnum ekki að meta það. Ísland sat t.d. hjá þegar greidd voru atkvæði um hvort aðgangur að góðu neyðsluvatni teljist til mannréttinda. En við munum kannski vakna við vondan draum ef við gætum okkar ekki. Sums staðar hér á landi hefur þurft að sjóða drykkjarvatnið vegna mengunar upp á síðkastið. Og fyrirhuguð lagning háspennulínu yfir Heiðmörkina þar sem er helsta vatnsból höfuðborgarsvæðisins er hreint út sagt fífldirfska. 3. Við auglýsum okkur gjarnan sem hreint og óspillt land. Að anda að sér hreinu lofti er svo sjálfsagt að menn tala ekki um það. En yfir Faxaflóa liggur mengunarský þegar stillt er í veðri sem allir geta séð með berum augum. Samt má ekki tala um mengandi stóriðju. Reglur eru slakar í sambandi við mengunarvarnir. Notkun nagladekkja sem spæna upp malbikið er ennþá leyfileg. Á Hellisheiðinni vilja menn ekki kannast við að mosaskemmdir og tæring á háspennumöstrunum séu fylgifiskar mengunarinnar sem fylgir varmavirkjuninni. Og Íslendingar nota einkabílinn ennþá í óhófi. 4. Rányrkja hefur verið stunduð á Íslandi í mörg hundruð ár. Landið hefur þurft að þola ofbeit þegar neyðin var mest og jarðvegseyðingin er gríðarleg enn þann dag í dag. En í dag ætti að vera með öllu óþarft að reka búfé á afrétti þar sem varla er að finna stingandi strá. Víða er jarðvegurinn frjósamur og nóg er til af vel ræktanlegu landi sem gerir kleift að hafa hross og kindur í afgirtum hólfum. 5. Nútímamaðurinn hefur þörf á að hvílast frá krefjandi störfum. Hvað er þá betra en að fara út í náttúruna og „hlaða batteríin", njóta kyrrðarinnar og víðáttu til að slaka á? Þannig getur okkar stórbrotna náttúra verið eins konar sálrænn heilsubrunnur. Fyrir ekki alls löngu tók ég þátt í hópferð í Kerlingarfjöll. Þetta svæði er það stórkostlegt að ég get varla orða bundist. Slíkt landslag finnst örugglega ekki á mörgum stöðum í heiminum. Samt eru menn að sækjast eftir að fara þar inn með tól og tæki til að gera rannsóknarborholur - með öllu því raski sem mun fylgja slíku brambolti. Ótrúlegt en satt. Þarna munu menn eyðileggja auðlindir fyrir stundargróðann. 6. Á Íslandi býr kraftmikið, hugmyndaríkt og vel menntað fólk. Við myndum missa af mikilvægum auðlindum ef þetta fólk flytti úr landi. Þess vegna er mjög brýnt að hlúa að sprotafyrirtækjum og styðja við litla vinnustaði sem skapa mestan fjölda af störfum. Mín von er að ráðamenn átti sig á að auðlindirnar okkar eru margar: Auk orkuvinnslu og fiskiveiða má nefna einstaka náttúru sem nýtist bæði innlendum og útlendum ferðamönnum til upplifunar, gott vatn og hreint loft, vel ræktanlegt land og vel menntað fólk. Að nýta auðlindir þýðir að ganga ekki á forðann þannig að þær verði líka til staðar fyrir komandi kynslóðir. Það þýðir einnig að þær séu ekki teknar frá einum stað á kostnað annarra auðlinda annars staðar. Um það snýst hugtakið sjálfbærni sem hefur verið misnotað all verulega. Að misnota auðlindirnar þýðir að taka meira frá en kemur aftur inn. Það þýðir líka að taka það mikið frá einum stað að aðrar auðlindir hljóti skaða af sem er ekki hægt að bæta úr. Slík stefna, hrein og bein rányrkja, hefur því miður verið við völd hér á landi allt of lengi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun