Auðlindir, að nýta eða misnota? 27. ágúst 2010 07:30 Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að misnota. Þegar ég á góðan vin þá get ég nýtt mér vináttuna þegar ég er í vandræðum og beðið um hjálp. Á móti mun ég einnig vera til að aðstoða hann þegar þörf er á. Þannig munum við bæði hafa gagn af því að vera vinir. En svo eru dæmi til að menn misnoti aðra. Misnotkunin felst í því að menn taka það mikið til sín að hinn aðilinn verður fyrir tjóni. Skiljanlegt er kannski að á krepputímum sæki fólkið eftir töfralausnum. Háværar raddir heyrast á Íslandi að núna verði að nýta auðlindirnar. Þegar talað er um auðlindir hér á landi þá er yfirleitt átt við fiskinn í sjónum og orkuna sem er hægt að fá úr fallvötnum og háhitasvæðum. En auðlindirnar á Íslandi eru svo miklu fleiri en þetta: 1. Ísland er ungt land og gjarnan er talað um að landið sé ennþá í mótun. Ferðamenn sem koma hingað sækjast yfirleitt eftir sérstakri náttúru sem á varla sinn líka í heiminum. Ferðaþjónustan hefur verið vaxandi atvinnugrein með hverju ári þrátt fyrir að í „góðærinu" ætti hún erfitt uppdráttar vegna þess að gengi krónunnar var skráð óeðlilega hátt. Ferðaþjónustan hefur samt fengið frekar lítinn stuðning miðað við aðrar atvinnugreinar og víða á landi eru aðstæðurnar vægast sagt ófullkomnar. Það var t.d. ekkert mál á sínum tíma að leggja góðan veg á Kárahnjúkasvæðið en allur sá fjöldi ferðamanna sem ætlar að skoða Dettifoss verður að hristast klukkutímum saman á vegi sem er ekki nokkrum manni bjóðandi og veldur skemmdum á bílunum. Fleiri hundruð þúsundir sækja Ísland heim á hverju ári og skila miklu í þjóðarbúið. Samt eru sumir ennþá þeirrar skoðunar „að þetta lið má nú bara vera ánægt með að fá að koma til landsins". 2. Á Íslandi hefur ekki verið neitt vandamál að fá gott og nothæft drykkjarvatn. Þetta þykir okkur það sjálfsagt að við kunnum ekki að meta það. Ísland sat t.d. hjá þegar greidd voru atkvæði um hvort aðgangur að góðu neyðsluvatni teljist til mannréttinda. En við munum kannski vakna við vondan draum ef við gætum okkar ekki. Sums staðar hér á landi hefur þurft að sjóða drykkjarvatnið vegna mengunar upp á síðkastið. Og fyrirhuguð lagning háspennulínu yfir Heiðmörkina þar sem er helsta vatnsból höfuðborgarsvæðisins er hreint út sagt fífldirfska. 3. Við auglýsum okkur gjarnan sem hreint og óspillt land. Að anda að sér hreinu lofti er svo sjálfsagt að menn tala ekki um það. En yfir Faxaflóa liggur mengunarský þegar stillt er í veðri sem allir geta séð með berum augum. Samt má ekki tala um mengandi stóriðju. Reglur eru slakar í sambandi við mengunarvarnir. Notkun nagladekkja sem spæna upp malbikið er ennþá leyfileg. Á Hellisheiðinni vilja menn ekki kannast við að mosaskemmdir og tæring á háspennumöstrunum séu fylgifiskar mengunarinnar sem fylgir varmavirkjuninni. Og Íslendingar nota einkabílinn ennþá í óhófi. 4. Rányrkja hefur verið stunduð á Íslandi í mörg hundruð ár. Landið hefur þurft að þola ofbeit þegar neyðin var mest og jarðvegseyðingin er gríðarleg enn þann dag í dag. En í dag ætti að vera með öllu óþarft að reka búfé á afrétti þar sem varla er að finna stingandi strá. Víða er jarðvegurinn frjósamur og nóg er til af vel ræktanlegu landi sem gerir kleift að hafa hross og kindur í afgirtum hólfum. 5. Nútímamaðurinn hefur þörf á að hvílast frá krefjandi störfum. Hvað er þá betra en að fara út í náttúruna og „hlaða batteríin", njóta kyrrðarinnar og víðáttu til að slaka á? Þannig getur okkar stórbrotna náttúra verið eins konar sálrænn heilsubrunnur. Fyrir ekki alls löngu tók ég þátt í hópferð í Kerlingarfjöll. Þetta svæði er það stórkostlegt að ég get varla orða bundist. Slíkt landslag finnst örugglega ekki á mörgum stöðum í heiminum. Samt eru menn að sækjast eftir að fara þar inn með tól og tæki til að gera rannsóknarborholur - með öllu því raski sem mun fylgja slíku brambolti. Ótrúlegt en satt. Þarna munu menn eyðileggja auðlindir fyrir stundargróðann. 6. Á Íslandi býr kraftmikið, hugmyndaríkt og vel menntað fólk. Við myndum missa af mikilvægum auðlindum ef þetta fólk flytti úr landi. Þess vegna er mjög brýnt að hlúa að sprotafyrirtækjum og styðja við litla vinnustaði sem skapa mestan fjölda af störfum. Mín von er að ráðamenn átti sig á að auðlindirnar okkar eru margar: Auk orkuvinnslu og fiskiveiða má nefna einstaka náttúru sem nýtist bæði innlendum og útlendum ferðamönnum til upplifunar, gott vatn og hreint loft, vel ræktanlegt land og vel menntað fólk. Að nýta auðlindir þýðir að ganga ekki á forðann þannig að þær verði líka til staðar fyrir komandi kynslóðir. Það þýðir einnig að þær séu ekki teknar frá einum stað á kostnað annarra auðlinda annars staðar. Um það snýst hugtakið sjálfbærni sem hefur verið misnotað all verulega. Að misnota auðlindirnar þýðir að taka meira frá en kemur aftur inn. Það þýðir líka að taka það mikið frá einum stað að aðrar auðlindir hljóti skaða af sem er ekki hægt að bæta úr. Slík stefna, hrein og bein rányrkja, hefur því miður verið við völd hér á landi allt of lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að misnota. Þegar ég á góðan vin þá get ég nýtt mér vináttuna þegar ég er í vandræðum og beðið um hjálp. Á móti mun ég einnig vera til að aðstoða hann þegar þörf er á. Þannig munum við bæði hafa gagn af því að vera vinir. En svo eru dæmi til að menn misnoti aðra. Misnotkunin felst í því að menn taka það mikið til sín að hinn aðilinn verður fyrir tjóni. Skiljanlegt er kannski að á krepputímum sæki fólkið eftir töfralausnum. Háværar raddir heyrast á Íslandi að núna verði að nýta auðlindirnar. Þegar talað er um auðlindir hér á landi þá er yfirleitt átt við fiskinn í sjónum og orkuna sem er hægt að fá úr fallvötnum og háhitasvæðum. En auðlindirnar á Íslandi eru svo miklu fleiri en þetta: 1. Ísland er ungt land og gjarnan er talað um að landið sé ennþá í mótun. Ferðamenn sem koma hingað sækjast yfirleitt eftir sérstakri náttúru sem á varla sinn líka í heiminum. Ferðaþjónustan hefur verið vaxandi atvinnugrein með hverju ári þrátt fyrir að í „góðærinu" ætti hún erfitt uppdráttar vegna þess að gengi krónunnar var skráð óeðlilega hátt. Ferðaþjónustan hefur samt fengið frekar lítinn stuðning miðað við aðrar atvinnugreinar og víða á landi eru aðstæðurnar vægast sagt ófullkomnar. Það var t.d. ekkert mál á sínum tíma að leggja góðan veg á Kárahnjúkasvæðið en allur sá fjöldi ferðamanna sem ætlar að skoða Dettifoss verður að hristast klukkutímum saman á vegi sem er ekki nokkrum manni bjóðandi og veldur skemmdum á bílunum. Fleiri hundruð þúsundir sækja Ísland heim á hverju ári og skila miklu í þjóðarbúið. Samt eru sumir ennþá þeirrar skoðunar „að þetta lið má nú bara vera ánægt með að fá að koma til landsins". 2. Á Íslandi hefur ekki verið neitt vandamál að fá gott og nothæft drykkjarvatn. Þetta þykir okkur það sjálfsagt að við kunnum ekki að meta það. Ísland sat t.d. hjá þegar greidd voru atkvæði um hvort aðgangur að góðu neyðsluvatni teljist til mannréttinda. En við munum kannski vakna við vondan draum ef við gætum okkar ekki. Sums staðar hér á landi hefur þurft að sjóða drykkjarvatnið vegna mengunar upp á síðkastið. Og fyrirhuguð lagning háspennulínu yfir Heiðmörkina þar sem er helsta vatnsból höfuðborgarsvæðisins er hreint út sagt fífldirfska. 3. Við auglýsum okkur gjarnan sem hreint og óspillt land. Að anda að sér hreinu lofti er svo sjálfsagt að menn tala ekki um það. En yfir Faxaflóa liggur mengunarský þegar stillt er í veðri sem allir geta séð með berum augum. Samt má ekki tala um mengandi stóriðju. Reglur eru slakar í sambandi við mengunarvarnir. Notkun nagladekkja sem spæna upp malbikið er ennþá leyfileg. Á Hellisheiðinni vilja menn ekki kannast við að mosaskemmdir og tæring á háspennumöstrunum séu fylgifiskar mengunarinnar sem fylgir varmavirkjuninni. Og Íslendingar nota einkabílinn ennþá í óhófi. 4. Rányrkja hefur verið stunduð á Íslandi í mörg hundruð ár. Landið hefur þurft að þola ofbeit þegar neyðin var mest og jarðvegseyðingin er gríðarleg enn þann dag í dag. En í dag ætti að vera með öllu óþarft að reka búfé á afrétti þar sem varla er að finna stingandi strá. Víða er jarðvegurinn frjósamur og nóg er til af vel ræktanlegu landi sem gerir kleift að hafa hross og kindur í afgirtum hólfum. 5. Nútímamaðurinn hefur þörf á að hvílast frá krefjandi störfum. Hvað er þá betra en að fara út í náttúruna og „hlaða batteríin", njóta kyrrðarinnar og víðáttu til að slaka á? Þannig getur okkar stórbrotna náttúra verið eins konar sálrænn heilsubrunnur. Fyrir ekki alls löngu tók ég þátt í hópferð í Kerlingarfjöll. Þetta svæði er það stórkostlegt að ég get varla orða bundist. Slíkt landslag finnst örugglega ekki á mörgum stöðum í heiminum. Samt eru menn að sækjast eftir að fara þar inn með tól og tæki til að gera rannsóknarborholur - með öllu því raski sem mun fylgja slíku brambolti. Ótrúlegt en satt. Þarna munu menn eyðileggja auðlindir fyrir stundargróðann. 6. Á Íslandi býr kraftmikið, hugmyndaríkt og vel menntað fólk. Við myndum missa af mikilvægum auðlindum ef þetta fólk flytti úr landi. Þess vegna er mjög brýnt að hlúa að sprotafyrirtækjum og styðja við litla vinnustaði sem skapa mestan fjölda af störfum. Mín von er að ráðamenn átti sig á að auðlindirnar okkar eru margar: Auk orkuvinnslu og fiskiveiða má nefna einstaka náttúru sem nýtist bæði innlendum og útlendum ferðamönnum til upplifunar, gott vatn og hreint loft, vel ræktanlegt land og vel menntað fólk. Að nýta auðlindir þýðir að ganga ekki á forðann þannig að þær verði líka til staðar fyrir komandi kynslóðir. Það þýðir einnig að þær séu ekki teknar frá einum stað á kostnað annarra auðlinda annars staðar. Um það snýst hugtakið sjálfbærni sem hefur verið misnotað all verulega. Að misnota auðlindirnar þýðir að taka meira frá en kemur aftur inn. Það þýðir líka að taka það mikið frá einum stað að aðrar auðlindir hljóti skaða af sem er ekki hægt að bæta úr. Slík stefna, hrein og bein rányrkja, hefur því miður verið við völd hér á landi allt of lengi.
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar