Vaxtaóvissa dregur kreppuna á langinn jonab@frettabladid.is skrifar 3. júlí 2010 04:00 Taki samningsvextir við af gengistryggingu getur það haft alvarlegar afleiðingar, að sögn Franeks Rozwadowskis, sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fréttablaðið/Arnþór Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. „Því lægri sem vextirnir verða þeim mun meira verður áfallið á bankana og ríkissjóð,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tilmælin sem Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið lögðu fram í vikunni jákvæð eftir þá óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrir hálfum mánuði. Hann segir mikilvægt að eyða óvissunni sem fyrst. Franek segir áhyggjuefni að á meðan óvíst sé við hvað eigi að miða í stað gengistryggingar sé útlit fyrir að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja landsins tefjist meir en orðið er. Það sama eigi við um afnám gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í síðustu viku fyrstu skref í afnámi haftanna geta hafist í haust, eigi síðar en í október. Franek vill ekki dagsetja afnám hafta, en segir: „Þetta er skólabókardæmi. Gjaldeyrishöftum er ekki aflétt þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum.“ Franek leggur áherslu á að Hæstiréttur skeri eins fljótt og auðið sé úr um hvað taki við af gengistryggðum lánum og hvernig þau beri að skilgreina. Verði niðurstaðan sú að samningsvextir standi og að skilgreining á ólögmæti gengistryggðra lána nái til bíla-, íbúða- og neyslulána auk fyrirtækjaskulda muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið. „Bankarnir geta tekið eitthvað á sig. En þeir munu aldrei ráða við þetta allt,“ segir Franek og bætir við að þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum til að bæta hag bankanna muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkissjóði. Það verði kostnaðarsamt, ekki síst þegar við bætist að ríkissjóður ábyrgist nú þegar allar innistæður í bankakerfinu. „Þetta gæti leitt til hærri skatta og sársaukafullra aðgerða til að grynnka á skuldum hins opinbera. Við það mun hægja á efnahagsbatanum,“ segir Franek Rozwadowski. Innlent Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. „Því lægri sem vextirnir verða þeim mun meira verður áfallið á bankana og ríkissjóð,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tilmælin sem Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið lögðu fram í vikunni jákvæð eftir þá óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrir hálfum mánuði. Hann segir mikilvægt að eyða óvissunni sem fyrst. Franek segir áhyggjuefni að á meðan óvíst sé við hvað eigi að miða í stað gengistryggingar sé útlit fyrir að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja landsins tefjist meir en orðið er. Það sama eigi við um afnám gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í síðustu viku fyrstu skref í afnámi haftanna geta hafist í haust, eigi síðar en í október. Franek vill ekki dagsetja afnám hafta, en segir: „Þetta er skólabókardæmi. Gjaldeyrishöftum er ekki aflétt þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum.“ Franek leggur áherslu á að Hæstiréttur skeri eins fljótt og auðið sé úr um hvað taki við af gengistryggðum lánum og hvernig þau beri að skilgreina. Verði niðurstaðan sú að samningsvextir standi og að skilgreining á ólögmæti gengistryggðra lána nái til bíla-, íbúða- og neyslulána auk fyrirtækjaskulda muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið. „Bankarnir geta tekið eitthvað á sig. En þeir munu aldrei ráða við þetta allt,“ segir Franek og bætir við að þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum til að bæta hag bankanna muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkissjóði. Það verði kostnaðarsamt, ekki síst þegar við bætist að ríkissjóður ábyrgist nú þegar allar innistæður í bankakerfinu. „Þetta gæti leitt til hærri skatta og sársaukafullra aðgerða til að grynnka á skuldum hins opinbera. Við það mun hægja á efnahagsbatanum,“ segir Franek Rozwadowski.
Innlent Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira