Útrýming fátæktar krefst langtímaaðgerða 29. október 2010 06:00 Oktavía Guðmundsdóttir og Vilborg Oddsdóttir skrifa: Evrópusambandið hefur tileinkað árinu 2010 baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ástæðan er að 17% eða um 80 milljónir íbúa ESB landa eru nú með tekjur undir því sem kallast afstæð fátæktarmörk, þ.e. eru lægri en 60% af meðaltekjum. Fyrir þá, sem eru í þessari stöðu, eru þetta ekki bara tölur á blaði heldur miskunnarlaus veruleiki, sem hefur áhrif á uppvaxtarskilyrði barna, húsnæði, heilsu, menntun og stjórn á eigin lífi. Metnaður ESB var að draga úr fátæktinni og einangruninni á þeim áratug sem nú er að ljúka, en veruleikinn er allt annar. Fátæktin hefur aukist, og það á einnig við um Norðurlöndin. Svona ætti þetta að sjálfsögðu ekki að vera, þar sem byrjunarstaða Norðurlanda var góð. Norræna velferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélaginu með tiltölulega lítilli fátækt, en líkanið felur einnig í sér aðra þætti sem skapa skilyrði fyrir betra lífi og velferð. Má þar nefna góða heilsu, hátt menntunarstig, lítið atvinnuleysi o.s.frv. Í Evrópu er oft litið á norræna líkanið sem fyrirmynd í vinnu við að móta evrópskt félagslegt líkan. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Því miður stefnir nú þróunin niður á við, atvinnuleysi og fátækt eykst. Hér er ekki aðeins um afleiðingar fjármálakreppunnar að ræða, heldur einnig það að við höfum sagt skilið við grunnþátt norræna líkansins, þ.e. að verja samfélagslegan jöfnuð þar sem allir fá tækifæri til að lífa góðu lífi með öruggar tekjur. Ójöfnuðurinn í tekjum og lífskjörum eykst hratt í löndum okkar þó að nýjustu rannsóknir sýni að það er einmitt jöfnuðurinn sem ræður hvað mestu um hvernig land stendur sig í mælingum á ýmsum velferðarþáttum svo sem menntun, lífslíkum, glæpatíðni, heilbrigði, öryggi, fátækt o.fl. Gagnvart þegnum sínum og umheiminum, bera Norðurlöndin mikla ábyrgð á því að nýta þær hagstæðu forsendur sem þau hafa til að vera áfram fyrirmynd hvernig hægt er að byggja upp samfélag þar sem ríkir jöfnuður og fátækt er lítil. Til að gera það er mikilvægt að standa vörð um grunnþætti norrænnar velferðarstefnu og að sýna það á ýmsan hátt í verki, að við samþykkjum ekki fátækt. Við höfum bæði vilja og getu til að berjast gegn henni. Fátækt er margslungið vandamál sem á rætur að rekja til margra, oft samverkandi þátta. Baráttuna gegn fátækt verður því að heyja á mörgum vígstöðvum samtímis. Félagsleg heildarsýn og viðeigandi lágmarksframfærsla og lágmarkslaun eru mikilvægir þættir í baráttunni. Útrýming fátæktar er langtímaverkefni. Þess vegna æskjum við þess að þetta umrædda átak, Evrópuár um fátækt og félagslega einangrun 2010 verði framlengt. Ísland þyrfti að setja saman eigin langtímaáætlun um baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þessar áætlanir eiga áfram að gera frjálsum félagasamtökum og öðrum, sem koma að þessum málum, kleift að fá stuðning við starfsemi sem miðar að því að gera þessi mál sýnileg og tala máli þeirra sem minna mega sín. Einnig þarf að sinna frumkvöðlastarfsemi og rannsóknum. Sýnið vilja, sýnið getu, stöðvið fátæktina! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Oktavía Guðmundsdóttir og Vilborg Oddsdóttir skrifa: Evrópusambandið hefur tileinkað árinu 2010 baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ástæðan er að 17% eða um 80 milljónir íbúa ESB landa eru nú með tekjur undir því sem kallast afstæð fátæktarmörk, þ.e. eru lægri en 60% af meðaltekjum. Fyrir þá, sem eru í þessari stöðu, eru þetta ekki bara tölur á blaði heldur miskunnarlaus veruleiki, sem hefur áhrif á uppvaxtarskilyrði barna, húsnæði, heilsu, menntun og stjórn á eigin lífi. Metnaður ESB var að draga úr fátæktinni og einangruninni á þeim áratug sem nú er að ljúka, en veruleikinn er allt annar. Fátæktin hefur aukist, og það á einnig við um Norðurlöndin. Svona ætti þetta að sjálfsögðu ekki að vera, þar sem byrjunarstaða Norðurlanda var góð. Norræna velferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélaginu með tiltölulega lítilli fátækt, en líkanið felur einnig í sér aðra þætti sem skapa skilyrði fyrir betra lífi og velferð. Má þar nefna góða heilsu, hátt menntunarstig, lítið atvinnuleysi o.s.frv. Í Evrópu er oft litið á norræna líkanið sem fyrirmynd í vinnu við að móta evrópskt félagslegt líkan. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Því miður stefnir nú þróunin niður á við, atvinnuleysi og fátækt eykst. Hér er ekki aðeins um afleiðingar fjármálakreppunnar að ræða, heldur einnig það að við höfum sagt skilið við grunnþátt norræna líkansins, þ.e. að verja samfélagslegan jöfnuð þar sem allir fá tækifæri til að lífa góðu lífi með öruggar tekjur. Ójöfnuðurinn í tekjum og lífskjörum eykst hratt í löndum okkar þó að nýjustu rannsóknir sýni að það er einmitt jöfnuðurinn sem ræður hvað mestu um hvernig land stendur sig í mælingum á ýmsum velferðarþáttum svo sem menntun, lífslíkum, glæpatíðni, heilbrigði, öryggi, fátækt o.fl. Gagnvart þegnum sínum og umheiminum, bera Norðurlöndin mikla ábyrgð á því að nýta þær hagstæðu forsendur sem þau hafa til að vera áfram fyrirmynd hvernig hægt er að byggja upp samfélag þar sem ríkir jöfnuður og fátækt er lítil. Til að gera það er mikilvægt að standa vörð um grunnþætti norrænnar velferðarstefnu og að sýna það á ýmsan hátt í verki, að við samþykkjum ekki fátækt. Við höfum bæði vilja og getu til að berjast gegn henni. Fátækt er margslungið vandamál sem á rætur að rekja til margra, oft samverkandi þátta. Baráttuna gegn fátækt verður því að heyja á mörgum vígstöðvum samtímis. Félagsleg heildarsýn og viðeigandi lágmarksframfærsla og lágmarkslaun eru mikilvægir þættir í baráttunni. Útrýming fátæktar er langtímaverkefni. Þess vegna æskjum við þess að þetta umrædda átak, Evrópuár um fátækt og félagslega einangrun 2010 verði framlengt. Ísland þyrfti að setja saman eigin langtímaáætlun um baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þessar áætlanir eiga áfram að gera frjálsum félagasamtökum og öðrum, sem koma að þessum málum, kleift að fá stuðning við starfsemi sem miðar að því að gera þessi mál sýnileg og tala máli þeirra sem minna mega sín. Einnig þarf að sinna frumkvöðlastarfsemi og rannsóknum. Sýnið vilja, sýnið getu, stöðvið fátæktina!
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar