Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. nóvember 2010 14:15 Greg Oden. AP Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar. NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Sjá meira
Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar.
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Sjá meira