Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. nóvember 2010 14:15 Greg Oden. AP Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar. NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Sjá meira
Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar.
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga