Helgi Helgason: Aukið íbúalýðræði 8. maí 2010 05:45 Frjálslyndir í Kópavogi hafa gengið frá framboðslista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Fyrstu þrjú sætin eru þannig skipuð: 1. sæti skipar Helgi Helgason stjórnmálafræðingur, 2. sæti skipar Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins og 3. sæti Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Listinn var kynntur á fundi á sumardaginn fyrsta. Ég lýsti því yfir á fundinum að ég myndi ekki taka sæti í stjórnum einkafyrirtækja eða fjármálastofnana verði ég kjörinn bæjarfulltrúi. Það var líka mjög ánægjulegt að efstu menn listans voru sammála um að setja það á oddinn sem baráttumál framboðsins að innleiða íbúalýðræði. Tillögur framboðsins eru mjög skýrar í því efni, ólíkt annarra framboða. Frjálslyndir vilja innleiða það í bæjarmálasamþykkt Kópavogs að 25% kjósenda geti krafist kosninga um umhverfis- og skipulagsmál. Með þessu móti hefðu íbúar á Nónhæð, í Lundi í Fossvogi eða á Kársnesinu getað varist þeirri valdníðslu sem núverandi meirihluti hefur viðhaft í skipulagsmálum á þessum svæðum. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að umhverfis- og skipulagsmál í bænum verði endurskoðuð frá grunni með það að markmiði að íbúar hafi meira um sitt nánasta umhverfi að segja. Allar skipulagshugmyndir núverandi meirihluta á Kársnesinu vill flokkurinn henda og skipuleggja upp á nýtt með íbúum svæðisins þar sem þeirra rödd og hugmyndir ráða för. Frjálslyndir munu hafa endaskipti á forgangsröðun þegar hagræðing er annarsvegar. Nýlega ákvað bæjarstóri að eldriborgarar fengju ekki lengur frítt í sund í Kópavogi. Meirihlutinn taldi sig spara 7 milljónir með þessu. Við segjum að þetta sé vitlaus forgangsröðun. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefði getað skorið sín laun niður úr 1,7 milljón á mánuði í 1,2 milljónir á mánuði. Þar með hefðu eldriborgarar fengið áfram frítt í sund og góð heilsa eldriborgara, máttarstólpa þjóðfélagsins, er sparnaður fyrir ríki og bæjarfélög. Helgi Helgason 1. sæti F-lista, Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Frjálslyndir í Kópavogi hafa gengið frá framboðslista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Fyrstu þrjú sætin eru þannig skipuð: 1. sæti skipar Helgi Helgason stjórnmálafræðingur, 2. sæti skipar Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins og 3. sæti Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Listinn var kynntur á fundi á sumardaginn fyrsta. Ég lýsti því yfir á fundinum að ég myndi ekki taka sæti í stjórnum einkafyrirtækja eða fjármálastofnana verði ég kjörinn bæjarfulltrúi. Það var líka mjög ánægjulegt að efstu menn listans voru sammála um að setja það á oddinn sem baráttumál framboðsins að innleiða íbúalýðræði. Tillögur framboðsins eru mjög skýrar í því efni, ólíkt annarra framboða. Frjálslyndir vilja innleiða það í bæjarmálasamþykkt Kópavogs að 25% kjósenda geti krafist kosninga um umhverfis- og skipulagsmál. Með þessu móti hefðu íbúar á Nónhæð, í Lundi í Fossvogi eða á Kársnesinu getað varist þeirri valdníðslu sem núverandi meirihluti hefur viðhaft í skipulagsmálum á þessum svæðum. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að umhverfis- og skipulagsmál í bænum verði endurskoðuð frá grunni með það að markmiði að íbúar hafi meira um sitt nánasta umhverfi að segja. Allar skipulagshugmyndir núverandi meirihluta á Kársnesinu vill flokkurinn henda og skipuleggja upp á nýtt með íbúum svæðisins þar sem þeirra rödd og hugmyndir ráða för. Frjálslyndir munu hafa endaskipti á forgangsröðun þegar hagræðing er annarsvegar. Nýlega ákvað bæjarstóri að eldriborgarar fengju ekki lengur frítt í sund í Kópavogi. Meirihlutinn taldi sig spara 7 milljónir með þessu. Við segjum að þetta sé vitlaus forgangsröðun. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefði getað skorið sín laun niður úr 1,7 milljón á mánuði í 1,2 milljónir á mánuði. Þar með hefðu eldriborgarar fengið áfram frítt í sund og góð heilsa eldriborgara, máttarstólpa þjóðfélagsins, er sparnaður fyrir ríki og bæjarfélög. Helgi Helgason 1. sæti F-lista, Frjálslynda flokksins í Kópavogi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar