Mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni Jón Karl Helgason skrifar 18. júní 2010 06:00 Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður. Íslensk stjórnvöld tóku mark á þessum óskum og hafa unnið síðustu tólf mánuði svo vel að þessu markmiði að á fundi sínum 17. júní ákvað leiðtogaráð Evrópusambandsins formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þetta eru góðar fréttir og viðeigandi að þessi ákvörðun hafi verið tekin á þjóðarhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt er sá dagur sem íslenska lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 1944. Staðreyndin er sú að sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei. Litlar þjóðir eins og við Íslendingar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að tryggja stöðu sína og sjálfstæði í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þær eiga í grundvallaratriðum um tvennt að velja: Að treysta á einn öflugan bakhjarl (stóran bróður) eða vera þátttakendur í fjölþjóðlegu samstarfi jafningja (tilheyra öflugri fjölskyldu). Við lýðveldisstofnun og raunar meirihluta lýðveldistímans var erlendur her í landinu og einn grundvallarþátturinn í íslenskri utanríkisstefnu snerist um að halda góðu sambandi við bandarísk stjórnvöld. Ætla má að einhliða ákvörðun tveggja ráðherra um að Ísland skyldi vera formlegur þátttakandi í innrásinni í Írak hafi verið tekin með þessa hagsmuni í huga en hún bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróður. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd. Nýlegur gjaldeyrisskiptasamningur við Kínverja og viljayfirlýsing um þátttöku þeirra í uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar benda til þess að fleiri stórir bræður séu í veröldinni en um leið er ljóst að við Íslendingar þurfum að kanna til hlítar alla möguleika sem okkur bjóðast til að tryggja að hér geti áfram lifað sjálfstæð þjóð í siðuðu samfélagi, sem njóti efnahagslegrar og andlegrar velsældar og hafi hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag í fyrirrúmi. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skipta afar miklu máli í því samhengi. Hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 sýndi fram á veikleika íslensks samfélags, bankakerfisins, stjórnkerfisins og þess fyrirhyggju- og agaleysis sem við viljum stundum telja okkur til tekna. En um leið sýndi það fram á galla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirrar fjarstæðu sem er í því falin að ætla að halda úti sjálfstæðum örsmáum gjaldmiðli á opnum fjármálamarkaði. Í samningum fólst auk þess veigameira framsal á fullveldi þjóðarinnar en í fullri aðild. Sem aðildarþjóð værum við virkir þátttakendur í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi sambandsins; eins og er erum við algjörlega áhrifalaus. Ég er í hópi þeirra sem bind vonir við að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skili góðri niðurstöðu fyrir okkur Íslendinga. Viðræðurnar marka nýtt spor í sjálfstæðisbaráttunni. Ef niðurstaða þeirra er góð getur hún tryggt stöðu og áhrif Íslands í samfélagi þjóðanna og eflt okkur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður. Íslensk stjórnvöld tóku mark á þessum óskum og hafa unnið síðustu tólf mánuði svo vel að þessu markmiði að á fundi sínum 17. júní ákvað leiðtogaráð Evrópusambandsins formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þetta eru góðar fréttir og viðeigandi að þessi ákvörðun hafi verið tekin á þjóðarhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt er sá dagur sem íslenska lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 1944. Staðreyndin er sú að sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei. Litlar þjóðir eins og við Íslendingar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að tryggja stöðu sína og sjálfstæði í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þær eiga í grundvallaratriðum um tvennt að velja: Að treysta á einn öflugan bakhjarl (stóran bróður) eða vera þátttakendur í fjölþjóðlegu samstarfi jafningja (tilheyra öflugri fjölskyldu). Við lýðveldisstofnun og raunar meirihluta lýðveldistímans var erlendur her í landinu og einn grundvallarþátturinn í íslenskri utanríkisstefnu snerist um að halda góðu sambandi við bandarísk stjórnvöld. Ætla má að einhliða ákvörðun tveggja ráðherra um að Ísland skyldi vera formlegur þátttakandi í innrásinni í Írak hafi verið tekin með þessa hagsmuni í huga en hún bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróður. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd. Nýlegur gjaldeyrisskiptasamningur við Kínverja og viljayfirlýsing um þátttöku þeirra í uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar benda til þess að fleiri stórir bræður séu í veröldinni en um leið er ljóst að við Íslendingar þurfum að kanna til hlítar alla möguleika sem okkur bjóðast til að tryggja að hér geti áfram lifað sjálfstæð þjóð í siðuðu samfélagi, sem njóti efnahagslegrar og andlegrar velsældar og hafi hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag í fyrirrúmi. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skipta afar miklu máli í því samhengi. Hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 sýndi fram á veikleika íslensks samfélags, bankakerfisins, stjórnkerfisins og þess fyrirhyggju- og agaleysis sem við viljum stundum telja okkur til tekna. En um leið sýndi það fram á galla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirrar fjarstæðu sem er í því falin að ætla að halda úti sjálfstæðum örsmáum gjaldmiðli á opnum fjármálamarkaði. Í samningum fólst auk þess veigameira framsal á fullveldi þjóðarinnar en í fullri aðild. Sem aðildarþjóð værum við virkir þátttakendur í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi sambandsins; eins og er erum við algjörlega áhrifalaus. Ég er í hópi þeirra sem bind vonir við að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skili góðri niðurstöðu fyrir okkur Íslendinga. Viðræðurnar marka nýtt spor í sjálfstæðisbaráttunni. Ef niðurstaða þeirra er góð getur hún tryggt stöðu og áhrif Íslands í samfélagi þjóðanna og eflt okkur til framtíðar.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun