Körfubolti

Jakob valinn leikmaður ársins á Eurobasket-síðunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Stefán
Jakob Örn Sigurðarson fékk stóra viðurkenningu á Eurobasket-körfuboltasíðunni þegar hann var valinn leikmaður ársins í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en auk þess var Jakob valinn besti Evrópuleikmaður deildarinnar og besti bakvörður ársins.

Jakob átti frábært tímabil á sínu fyrsta ári með Sundsvall Dragons en hann var með 17,8 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jakob hitti úr 39,9 prósent þriggja stiga skota sinan og 85,4 prósent vítanna.

Jakob var í liði ársins ásamt þeim George Gervin, Joakim Kjellbom og Kenneth Grant í Norrkping Dolphins og Gordon Watt í Uppsala Basket. Félagi Jakobs hjá Sundsvall, Johan Pierre, var valinn nýliði ársins.

Það má sjá yfirlit yfir verðlaun Eurobasket á heimasíðu Eurobasket eða með því að smella hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×