Körfubolti

Magnús einn aðal stuðkarlinn í Aabyhøj-liðinu - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson.
Magnús Þór Gunnarsson.
Landsliðsfyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson hefur verið að standa sig vel með Aabyhøj-liðinu í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann er með 14,8 stig og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í fyrstu átta leikjum sínum.

Það er til skemmtilegt myndband inn á Youtube-vefnum af nokkrum þrusu-þristum Magnúsar í bland við troðslur og önnur háloftatilþrif Bandaríkjamannsins Edward Morris í sigurleik Aabyhøj á Hørsholm 79ers á dögunum.

Þeir voru saman með 42 stig í leiknum þar af skoraði Magnús tveimur stigum meira en Morris og skoraði 18 af 22 stigum sínum með þriggja stiga skotum. Magnús Þór hefur sett niður 3,5 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik til þessa á leiktíðinni.

Það má sjá þrjár "bombur" Magnúsar á myndbandinu með finna má hér og þar fer heldur ekki á milli mála að íslenski bakvörðuinn er einn aðal stuðkarlinn í í Aabyhøj-liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×