Fyrirgef oss þeirra skuldir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. september 2010 06:00 Ökumaður sem uppvís er að því að hafa neytt áfengis ótæpilega áður en hann settist undir stýri og stofna þannig lífi og limum meðborgaranna (og sínum eigin) í stórkostlega hættu er þar með sviptur réttindum sínum til að aka bíl í tiltekinn tíma, jafnvel þótt hann hafi verið beittur harðræði við sýnatöku. Knattspyrnumanni sem rennir sér fótskriðu inn í lærlegg mótspilara síns er snarlega vikið af velli, jafnvel þótt hann hafi aðeins „ætlað í boltann". Ráðherra sem sannast að hefur sagt þingheimi ósatt þarf að standa upp úr ráðherrastólnum, jafnvel þótt hann hafi metið það svo að þjóðarhagsmunir bönnuðu honum að segja satt. Maður sem mætir ekki til vinnu vikum saman er rekinn, jafnvel þótt hann segist haldinn „vinnufælni". Læknir sem gerir sig sekan um stórkostleg afglöp á skurðarborði sem leiða til dauða er þar með sviptur lækningaleyfi sínu, jafnvel þótt hann hafi verið „illa fyrirkallaður". Kvikmyndagerðarmaður sem býr til lélega mynd sem enginn vill sjá fær ekki oftar að spreyta sig, jafnvel þótt þetta hafi verið „innra ferðalag um angist og ótta mannsins á tímum hraða og firringar". Skipstjóri sem siglir skipi sínu í strand í góðu veðri missir fyrir vikið skipstjórnarréttindi sín, jafnvel þótt hann færi sér til málsbóta að vera „með skerta rýmisgreind". Hárgreiðslumeistari sem ákveður að lita hárið á fínni frú grænt mun ekki kemba hærurnar í starfi sínu, jafnvel þótt þetta hafi „bara verið smáflipp". Leiðsögumaður sem villist með hóp af tíu ára skátum uppi á fjöllum fer ekki í fleiri slíkar ferðir, jafnvel þótt hann hafi „gleymt að skipta um batterí í áttavitanum". Húsvörður sem kveikir í húsinu sem honum var trúað fyrir fær ekki fleiri tækifæri þar, jafnvel þótt hann sverji og sárt við leggi að þetta hafi „verið síðasta hasspípan". Gítarleikari sem hvað eftir annað spilar vitlausa hljóma og tekur ótímabær sóló í vitlausri tóntegund og stillir auk þess alltof hátt, er þar með rekinn úr hljómsveitinni, jafnvel þótt hann segist hafa verið greindur með „tónlistarlegt tourette". Kennari sem nennir ekki að kenna stærðfræði en tekur að einbeita sér að því að kenna nemendum sínum pottþétta aðferð við að vinna alltaf pottinn í fjárhættuspili á netinu er látinn hætta, jafnvel þótt hann hafi „margprófað þetta og það lukkast eiginlega alltaf". Rithöfundur sem skrifar bók sem enginn kaupir og fær hroðalega dóma fær ekki fleiri slíkar útgefnar jafnvel þótt bókin hafi haft að geyma „rannsókn á þanþoli tungumálsins á annasömum vegamótum ólíkra orðræðuhátta". Svona er það. Öll þurfum við að hlíta einhvers konar dómi fyrir störf okkar og taka afleiðingum gjörða okkar. Og verði okkur stórkostlega á í einhverjum efnum þurfum við að súpa seyðið af því - jafnvel þóttvið eigum okkur eflaust margvíslegar málsbætur. Eða það hefði maður haldið. Af hverju er þá ekki hægt að fyrirgera rétti sínum til að stunda viðskipti hér á landi? Fólk fyrirgerir rétti sínum til að aka bíl, spila fótbolta, klippa hár, kenna… En svo virðist sem engin afglöp í viðskiptalífinu séu svo mikil að það geti orðið til þess að þyrma okkur við frekari umsvifum viðkomandi einstaklinga. Menn sem tæmdu gömul og stöndug fyrirtæki og söfnuðu skuldum í útlöndum sem nú sliga þjóðarbúið og þar með okkur öll eru ekki heima hjá sér með hauspoka heldur komnir á stjá. Karl Wernersson gerði Sjóvá gjaldþrota með óvenju hálfvitalegum fjárfestingum. Hann veðsetti bótasjóð félagsins, sem er lögbrot en umfram allt siðlaust. Í síðustu viku bárust fréttir af því aðhann sé orðinn framkvæmdastjóri Lyfja og heilsa. Slíkur maður á að selja okkur meðul. Hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fór saman óþrjótandi fjárþörf, oftrú á eigin snilld og óeðlileg ítök í bankakerfinu þar sem hann virtist geta gengið um að vild. Í vikunni var sagt frá því að honum hefði verið Gaumur gefinn: félagið fékk hjá Arion-banka eitthvað sem kallað er „kyrrstöðusamningur" og er víst ekki einu sinni til að sögn Umboðsmanns skuldara. Eftir allt sem á undan er gengið virðist hvarfla að Jóni Ásgeiri að hann geti enn staðið í viðskiptum, og það sem ótrúlegra er: áhrifamenn í bönkum láta sér það detta í hug líka. Björgólfur Thor Björgólfsson var einn aðaleigandi Landsbankans eins og mátti sjá af fyrirgreiðslu bankans til hans. Af mörgum hroðalegum uppátækjum íslensku bankanna komu Icesave-reikningar Landsbankans sér sennilega verst fyrir íslenska þjóð. Á því ber eigandinn enga ábyrgð að eigin sögn. Í vikunni bárust svo fréttir af því að íslenskir kröfuhafar hafi að kröfu Deutsche Bank fellt niður persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors vegna lána hans. Eins og ekkert hafi í skorist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ökumaður sem uppvís er að því að hafa neytt áfengis ótæpilega áður en hann settist undir stýri og stofna þannig lífi og limum meðborgaranna (og sínum eigin) í stórkostlega hættu er þar með sviptur réttindum sínum til að aka bíl í tiltekinn tíma, jafnvel þótt hann hafi verið beittur harðræði við sýnatöku. Knattspyrnumanni sem rennir sér fótskriðu inn í lærlegg mótspilara síns er snarlega vikið af velli, jafnvel þótt hann hafi aðeins „ætlað í boltann". Ráðherra sem sannast að hefur sagt þingheimi ósatt þarf að standa upp úr ráðherrastólnum, jafnvel þótt hann hafi metið það svo að þjóðarhagsmunir bönnuðu honum að segja satt. Maður sem mætir ekki til vinnu vikum saman er rekinn, jafnvel þótt hann segist haldinn „vinnufælni". Læknir sem gerir sig sekan um stórkostleg afglöp á skurðarborði sem leiða til dauða er þar með sviptur lækningaleyfi sínu, jafnvel þótt hann hafi verið „illa fyrirkallaður". Kvikmyndagerðarmaður sem býr til lélega mynd sem enginn vill sjá fær ekki oftar að spreyta sig, jafnvel þótt þetta hafi verið „innra ferðalag um angist og ótta mannsins á tímum hraða og firringar". Skipstjóri sem siglir skipi sínu í strand í góðu veðri missir fyrir vikið skipstjórnarréttindi sín, jafnvel þótt hann færi sér til málsbóta að vera „með skerta rýmisgreind". Hárgreiðslumeistari sem ákveður að lita hárið á fínni frú grænt mun ekki kemba hærurnar í starfi sínu, jafnvel þótt þetta hafi „bara verið smáflipp". Leiðsögumaður sem villist með hóp af tíu ára skátum uppi á fjöllum fer ekki í fleiri slíkar ferðir, jafnvel þótt hann hafi „gleymt að skipta um batterí í áttavitanum". Húsvörður sem kveikir í húsinu sem honum var trúað fyrir fær ekki fleiri tækifæri þar, jafnvel þótt hann sverji og sárt við leggi að þetta hafi „verið síðasta hasspípan". Gítarleikari sem hvað eftir annað spilar vitlausa hljóma og tekur ótímabær sóló í vitlausri tóntegund og stillir auk þess alltof hátt, er þar með rekinn úr hljómsveitinni, jafnvel þótt hann segist hafa verið greindur með „tónlistarlegt tourette". Kennari sem nennir ekki að kenna stærðfræði en tekur að einbeita sér að því að kenna nemendum sínum pottþétta aðferð við að vinna alltaf pottinn í fjárhættuspili á netinu er látinn hætta, jafnvel þótt hann hafi „margprófað þetta og það lukkast eiginlega alltaf". Rithöfundur sem skrifar bók sem enginn kaupir og fær hroðalega dóma fær ekki fleiri slíkar útgefnar jafnvel þótt bókin hafi haft að geyma „rannsókn á þanþoli tungumálsins á annasömum vegamótum ólíkra orðræðuhátta". Svona er það. Öll þurfum við að hlíta einhvers konar dómi fyrir störf okkar og taka afleiðingum gjörða okkar. Og verði okkur stórkostlega á í einhverjum efnum þurfum við að súpa seyðið af því - jafnvel þóttvið eigum okkur eflaust margvíslegar málsbætur. Eða það hefði maður haldið. Af hverju er þá ekki hægt að fyrirgera rétti sínum til að stunda viðskipti hér á landi? Fólk fyrirgerir rétti sínum til að aka bíl, spila fótbolta, klippa hár, kenna… En svo virðist sem engin afglöp í viðskiptalífinu séu svo mikil að það geti orðið til þess að þyrma okkur við frekari umsvifum viðkomandi einstaklinga. Menn sem tæmdu gömul og stöndug fyrirtæki og söfnuðu skuldum í útlöndum sem nú sliga þjóðarbúið og þar með okkur öll eru ekki heima hjá sér með hauspoka heldur komnir á stjá. Karl Wernersson gerði Sjóvá gjaldþrota með óvenju hálfvitalegum fjárfestingum. Hann veðsetti bótasjóð félagsins, sem er lögbrot en umfram allt siðlaust. Í síðustu viku bárust fréttir af því aðhann sé orðinn framkvæmdastjóri Lyfja og heilsa. Slíkur maður á að selja okkur meðul. Hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fór saman óþrjótandi fjárþörf, oftrú á eigin snilld og óeðlileg ítök í bankakerfinu þar sem hann virtist geta gengið um að vild. Í vikunni var sagt frá því að honum hefði verið Gaumur gefinn: félagið fékk hjá Arion-banka eitthvað sem kallað er „kyrrstöðusamningur" og er víst ekki einu sinni til að sögn Umboðsmanns skuldara. Eftir allt sem á undan er gengið virðist hvarfla að Jóni Ásgeiri að hann geti enn staðið í viðskiptum, og það sem ótrúlegra er: áhrifamenn í bönkum láta sér það detta í hug líka. Björgólfur Thor Björgólfsson var einn aðaleigandi Landsbankans eins og mátti sjá af fyrirgreiðslu bankans til hans. Af mörgum hroðalegum uppátækjum íslensku bankanna komu Icesave-reikningar Landsbankans sér sennilega verst fyrir íslenska þjóð. Á því ber eigandinn enga ábyrgð að eigin sögn. Í vikunni bárust svo fréttir af því að íslenskir kröfuhafar hafi að kröfu Deutsche Bank fellt niður persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors vegna lána hans. Eins og ekkert hafi í skorist.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun