NBA í nótt: Pierce fór á kostum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2010 09:15 Paul Pierce fagnar eftir að hafa sett niður 20.000 stigið á ferlinum. Mynd/AP Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City. NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Sjá meira
Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City.
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Sjá meira