Hvers vegna kvennafrí – konurnar fagna því 23. október 2010 06:00 Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til kvennafrídags eða kvennaverkfalls eins og sumar vilja kalla þennan viðburð. Það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru hvattar í fyrsta sinn til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Á árunum í kringum 1970 reis mikil og kröftug umræða um stöðu kvenna, einkum á Vesturlöndum, og öflugar kvennahreyfingar urðu til. Umræðan náði smám saman inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoðarframkvæmdastjóri. Hún hvatti til umræðu um stöðu kvenna á þessum vettvangi þjóðanna og var samþykkt 1973 að gera árið 1975 að kvennaári og að halda þá stóra kvennaráðstefnu í Mexíkó. Líklega var kvennaárið hvergi nýtt eins vel og á Íslandi. Hver viðburðurinn rak annan, allt frá ráðstefnu láglaunakvenna sem Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir til stórrar ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem samþykkt var að hvetja til kvennafrídags. Sá dagur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október með pompi og prakt um land allt en náði hámarki með glæsilegum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík. Þar kyrjuðu þúsundir kvenna Áfram stelpur og kór söng ljóð Valborgar Bentsdóttur Hvers vegna kvennafrí? sem ort var í tilefni dagsins. Kvennafríið vakti heimsathygli en hér voru sumir orðnir leiðir og sungu: Kvöl er kvennaárið. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snerust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú, 35 árum síðar, er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er stóraukinn hlutur kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikil menntun og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Árið 1975 var lítil umræða um ofbeldi karla gegn konum og fáir gerðu sér ljóst hve víðtækt, margþætt og útbreitt það væri. Nú, 35 árum síðar, er ofbeldi karla gegn konum eitt helsta viðfangsefni umræðunnar um stöðu kynjanna. Um það bil þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni og fjórða hver kona upplifir ofbeldi í nánum samböndum. Ofbeldi er mest á átaka- og hamfarasvæðum, í flóttamannabúðum og þar sem fátækt og eymd ráða ríkjum. Rannsóknir á Íslandi sýna að um 1.800 konur hér á landi búa árlega við ofbeldi í nánum samböndum og ekki þarf að minna á þann skelfilega fjölda barna sem verður fyrir kynferðislegri misnotkun ár hvert. Það er því sannarlega verk að vinna þegar boðað er til fjórða kvennafrídagsins. Það þarf að leita nýrra leiða til að útrýma kynbundnum launamun. Hann mælist á bilinu 7-17% eftir því hvaða breytur eru notar. Þá er ekki síður mikilvægt að bæta kjör umönnunarstéttanna sem eru einhverjar mikilvægustu stéttir nútímaþjóðfélags. Án þeirra snúast hjólin ekki. Það þarf að fá fyrirtækin til að skoða launamálin rækilega innan sinna veggja og grípa til aðgerða. Þær eru til og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og taka sveitarfélögin sér til fyrirmyndar en sum þeirra hafa nánast útrýmt launamun kynjanna. Misrétti á ekki að líða. Það er einnig ærið verkefni að kveða niður kynbundið ofbeldi. Þar þarf að stórauka umræður og fræðslu bæði meðal almennings og fagstétta. Það þarf að bæta aðstæður brotaþola en ekki síst að beina sjónum að gerendum, þeim sem bera ábyrgðina á ofbeldinu, byrgja brunninn og bjóða þeim eða skikka til meðferðar. Um leið og ég hvet konur um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag og bætt lífsgæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til kvennafrídags eða kvennaverkfalls eins og sumar vilja kalla þennan viðburð. Það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru hvattar í fyrsta sinn til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Á árunum í kringum 1970 reis mikil og kröftug umræða um stöðu kvenna, einkum á Vesturlöndum, og öflugar kvennahreyfingar urðu til. Umræðan náði smám saman inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoðarframkvæmdastjóri. Hún hvatti til umræðu um stöðu kvenna á þessum vettvangi þjóðanna og var samþykkt 1973 að gera árið 1975 að kvennaári og að halda þá stóra kvennaráðstefnu í Mexíkó. Líklega var kvennaárið hvergi nýtt eins vel og á Íslandi. Hver viðburðurinn rak annan, allt frá ráðstefnu láglaunakvenna sem Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir til stórrar ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem samþykkt var að hvetja til kvennafrídags. Sá dagur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október með pompi og prakt um land allt en náði hámarki með glæsilegum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík. Þar kyrjuðu þúsundir kvenna Áfram stelpur og kór söng ljóð Valborgar Bentsdóttur Hvers vegna kvennafrí? sem ort var í tilefni dagsins. Kvennafríið vakti heimsathygli en hér voru sumir orðnir leiðir og sungu: Kvöl er kvennaárið. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snerust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú, 35 árum síðar, er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er stóraukinn hlutur kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikil menntun og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Árið 1975 var lítil umræða um ofbeldi karla gegn konum og fáir gerðu sér ljóst hve víðtækt, margþætt og útbreitt það væri. Nú, 35 árum síðar, er ofbeldi karla gegn konum eitt helsta viðfangsefni umræðunnar um stöðu kynjanna. Um það bil þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni og fjórða hver kona upplifir ofbeldi í nánum samböndum. Ofbeldi er mest á átaka- og hamfarasvæðum, í flóttamannabúðum og þar sem fátækt og eymd ráða ríkjum. Rannsóknir á Íslandi sýna að um 1.800 konur hér á landi búa árlega við ofbeldi í nánum samböndum og ekki þarf að minna á þann skelfilega fjölda barna sem verður fyrir kynferðislegri misnotkun ár hvert. Það er því sannarlega verk að vinna þegar boðað er til fjórða kvennafrídagsins. Það þarf að leita nýrra leiða til að útrýma kynbundnum launamun. Hann mælist á bilinu 7-17% eftir því hvaða breytur eru notar. Þá er ekki síður mikilvægt að bæta kjör umönnunarstéttanna sem eru einhverjar mikilvægustu stéttir nútímaþjóðfélags. Án þeirra snúast hjólin ekki. Það þarf að fá fyrirtækin til að skoða launamálin rækilega innan sinna veggja og grípa til aðgerða. Þær eru til og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og taka sveitarfélögin sér til fyrirmyndar en sum þeirra hafa nánast útrýmt launamun kynjanna. Misrétti á ekki að líða. Það er einnig ærið verkefni að kveða niður kynbundið ofbeldi. Þar þarf að stórauka umræður og fræðslu bæði meðal almennings og fagstétta. Það þarf að bæta aðstæður brotaþola en ekki síst að beina sjónum að gerendum, þeim sem bera ábyrgðina á ofbeldinu, byrgja brunninn og bjóða þeim eða skikka til meðferðar. Um leið og ég hvet konur um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag og bætt lífsgæði.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar