Sjálfdæmi eða regla Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 19. mars 2010 06:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun