Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Guðlaugur Eyjólfsson. Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira