Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Guðlaugur Eyjólfsson. Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar. Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum