Réttlæti fyrir alla Tryggvi Gíslason skrifar 29. október 2010 06:00 Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun