Hneykslið í íslenskum stjórnmálum Hjörtur Hjartarson skrifar 30. nóvember 2010 05:00 Í kjölfar hrunsins rak þjóðin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar af höndum sér. Hrunstjórnina. Ráðherrar úr hrunstjórninni settust aftur í ríkisstjórn í kjölfarið. Það er hneykslið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin sem var í losti fyrst eftir hrun er farin að átta sig örlítið. Núverandi ríkisstjórn er uppsuða úr gömlu hrunstjórninni, að viðbættri bitlausri stjórnarandstöðu síðustu ára. Ríkisstjórn sem þannig er til komin hefði þurft að vera hreinskiptnari og ganga ákveðnari til verks er raunin hefur orðið, ekki síst við uppgjör á hruninu. Reyndar er nærtækt að álykta að ríkisstjórnin sé ófær um slíkt uppgjör. Vantraustið sem ríkir í garð ríkisvaldsins er hættulegt. Við því þarf að bregðast af ábyrgð. Ekki dugir að skamma almenning og heimta virðingu hans með þjósti. Um ástæður vantraustsins má vísa í þingsályktun sem samþykkt var nýlega með öllum 63 atkvæðum á Alþingi. Þar segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu. Fleira kemur til. Orð og gjörðir þurfa að fylgjast að. Ekki nægir að segjast bera ábyrgð en koma sér síðan undan því að axla hana. Mikilvægur þráður raknaði þegar ráðherrar í ríkisstjórninni beittu sér til þess að koma samráðherrum sínum úr hrunstjórninni undan réttvísinni. Málið var persónugert. Sjálfur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kastaði ryki í augu almennings. Hún sló því fram að þeir fjórir fyrrum ráðherrar, sem Alþingi bar að ákveða hvort dregnir yrðu fyrir dóm, hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Kæruefnin á hendur ráðherrum snerust ekkert um það, eins og forsætisráðherra vissi vel. Ráðherrann lét sér einfaldlega sæma að líta framhjá kæruefnunum, en taka samt þátt í atkvæðagreiðslunni. - Engin tilviljun réði því að upp úr sauð 4. október. Vandséð er hvernig núverandi ríkisstjórn getur áunnið traust á ný. Eins er ófært að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, hvort sem er með þjóðstjórn eða á annan hátt. Landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur þorir að treysta og getur borið virðingu fyrir. Stjórnar sem er í aðstöðu til að flytja landsmönnum vondar fréttir og vekja með þeim vonir um leið. Núverandi meirihluti á Alþingi á að eiga frumkvæði að myndun utanþingsstjórnar og verja slíka stjórn falli. Utanþingsstjórn af því tagi hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins rak þjóðin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar af höndum sér. Hrunstjórnina. Ráðherrar úr hrunstjórninni settust aftur í ríkisstjórn í kjölfarið. Það er hneykslið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin sem var í losti fyrst eftir hrun er farin að átta sig örlítið. Núverandi ríkisstjórn er uppsuða úr gömlu hrunstjórninni, að viðbættri bitlausri stjórnarandstöðu síðustu ára. Ríkisstjórn sem þannig er til komin hefði þurft að vera hreinskiptnari og ganga ákveðnari til verks er raunin hefur orðið, ekki síst við uppgjör á hruninu. Reyndar er nærtækt að álykta að ríkisstjórnin sé ófær um slíkt uppgjör. Vantraustið sem ríkir í garð ríkisvaldsins er hættulegt. Við því þarf að bregðast af ábyrgð. Ekki dugir að skamma almenning og heimta virðingu hans með þjósti. Um ástæður vantraustsins má vísa í þingsályktun sem samþykkt var nýlega með öllum 63 atkvæðum á Alþingi. Þar segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu. Fleira kemur til. Orð og gjörðir þurfa að fylgjast að. Ekki nægir að segjast bera ábyrgð en koma sér síðan undan því að axla hana. Mikilvægur þráður raknaði þegar ráðherrar í ríkisstjórninni beittu sér til þess að koma samráðherrum sínum úr hrunstjórninni undan réttvísinni. Málið var persónugert. Sjálfur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kastaði ryki í augu almennings. Hún sló því fram að þeir fjórir fyrrum ráðherrar, sem Alþingi bar að ákveða hvort dregnir yrðu fyrir dóm, hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Kæruefnin á hendur ráðherrum snerust ekkert um það, eins og forsætisráðherra vissi vel. Ráðherrann lét sér einfaldlega sæma að líta framhjá kæruefnunum, en taka samt þátt í atkvæðagreiðslunni. - Engin tilviljun réði því að upp úr sauð 4. október. Vandséð er hvernig núverandi ríkisstjórn getur áunnið traust á ný. Eins er ófært að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, hvort sem er með þjóðstjórn eða á annan hátt. Landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur þorir að treysta og getur borið virðingu fyrir. Stjórnar sem er í aðstöðu til að flytja landsmönnum vondar fréttir og vekja með þeim vonir um leið. Núverandi meirihluti á Alþingi á að eiga frumkvæði að myndun utanþingsstjórnar og verja slíka stjórn falli. Utanþingsstjórn af því tagi hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar