NBA í nótt: Miami fór létt með New Jersey Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2010 09:00 Wade, James og Bosh slökuðu á á bekknum í fjórða leikhluta í gær og sögðu brandara á meðan að varamenn Miami kláruðu New Jersey Nets. Mynd/AP Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem að stórlið Miami fór létt með að vinna New Jersey Nets sem var ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. Þríeykið öfluga í Miami átti góðan leik í nótt. LeBron James skoraði 20 stig og þeir Chris Bosh (18 stig) og Dwayne Wade (17 stig) voru skammt undan er Miami vann öruggan sigur, 101-78. Þeir Bosh og Wade hvíldu meira að segja í fjórða leikhluta en James lék lítinn hluta af honum. Hann var þar að auki með sjö fráköst og sjö stöðsendingar. Þetta var þriðji sigur Miami í röð síðan að liðið tapaði fyrir Boston í fyrsta leik í síðasta mánuði. Miami sýndi afar öflugan sóknarleik í nótt og var til að mynda með 68 prósenta skotnýtingu í fyrri hálfleik. Þríeykið hafði þá skorað 41 stig. Brook Lopez skoraði 20 stig fyrir New Jersey og nýliðinn Derrick Favours var með þrettán stig og þrettán fráköst. Þrátt fyrir að liðið tapaði í nótt má nýi eigandi liðsins, Rússinn Mikhail Prokhorov, vera sáttir við sitt lið enda vann það aðeins tólf af 82 leikjum sínum allt síðasta tímabil og töpuðu fyrstu átján leikjum sínum síðasta tímabil. Dallas vann LA Clippers, 99-83, á útivelli. Ótrúlegasta skot leiksins átti Jason Kidd sem skoraði þriggja stiga flautukörfu innan eigin þriggja stiga línu, þvert yfir völlinn, í lok fyrri hálfleik.s Caron Butler skoraði sautján stig fyrir Dallas og Shawn Marion var með tólf, þar af tíu í fjórða leikhluta. Utah vann Oklahoma City, 120-99. Paul Millsap fór mikinn fyrir Utah og var með 30 stig og sextán fráköst. Deron Williams bætti við sextán stigum og fimmtán stoðsendingum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Utah sem með tapi hefði jafnað verstu byrjun félagsins á tímabilinu í 31 ár. LA Lakers vann Golden State, 107-83, í Kaliforníuslag. Pau Gasol var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Lakers og Kobe Bryant með 20 stig. Lakers er enn ósigrað á leiktíðinni. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem að stórlið Miami fór létt með að vinna New Jersey Nets sem var ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. Þríeykið öfluga í Miami átti góðan leik í nótt. LeBron James skoraði 20 stig og þeir Chris Bosh (18 stig) og Dwayne Wade (17 stig) voru skammt undan er Miami vann öruggan sigur, 101-78. Þeir Bosh og Wade hvíldu meira að segja í fjórða leikhluta en James lék lítinn hluta af honum. Hann var þar að auki með sjö fráköst og sjö stöðsendingar. Þetta var þriðji sigur Miami í röð síðan að liðið tapaði fyrir Boston í fyrsta leik í síðasta mánuði. Miami sýndi afar öflugan sóknarleik í nótt og var til að mynda með 68 prósenta skotnýtingu í fyrri hálfleik. Þríeykið hafði þá skorað 41 stig. Brook Lopez skoraði 20 stig fyrir New Jersey og nýliðinn Derrick Favours var með þrettán stig og þrettán fráköst. Þrátt fyrir að liðið tapaði í nótt má nýi eigandi liðsins, Rússinn Mikhail Prokhorov, vera sáttir við sitt lið enda vann það aðeins tólf af 82 leikjum sínum allt síðasta tímabil og töpuðu fyrstu átján leikjum sínum síðasta tímabil. Dallas vann LA Clippers, 99-83, á útivelli. Ótrúlegasta skot leiksins átti Jason Kidd sem skoraði þriggja stiga flautukörfu innan eigin þriggja stiga línu, þvert yfir völlinn, í lok fyrri hálfleik.s Caron Butler skoraði sautján stig fyrir Dallas og Shawn Marion var með tólf, þar af tíu í fjórða leikhluta. Utah vann Oklahoma City, 120-99. Paul Millsap fór mikinn fyrir Utah og var með 30 stig og sextán fráköst. Deron Williams bætti við sextán stigum og fimmtán stoðsendingum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Utah sem með tapi hefði jafnað verstu byrjun félagsins á tímabilinu í 31 ár. LA Lakers vann Golden State, 107-83, í Kaliforníuslag. Pau Gasol var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Lakers og Kobe Bryant með 20 stig. Lakers er enn ósigrað á leiktíðinni.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga