Helgi Áss Grétarsson: Norræna ofveiðisamfélagið 30. apríl 2010 09:18 Í hugmyndaheimi margra Íslendinga er undirrót alls ills í samfélaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórnkerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoðun var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður en hér verða eingöngu fáeinar nefndar.VeiðimannasamfélagiðUm margra áratuga skeið gekk efnahagslíf Íslendinga út á það að veitt yrði sem mest. Gífurlegum fjárhæðum var varið í að byggja upp atvinnutæki í sjávarútvegi sem engin þörf var fyrir. Með þessu átti að skapa atvinnu vítt og breitt um landið án þess að nokkur innstæða væri fyrir því. Undirstöður hagkerfisins voru reistar á því að ávallt yrði veitt meira og meira af fiski, sama hvaða ráð fiskifræðingar reiddu fram um þolmörk auðlindarinnar. Í krafti ofnýtingarinnar á fiskveiðiauðlindinni og rangri skráningu á gengi gjaldmiðilsins var hægt að halda uppi fölskum lífskjörum á Íslandi um langt skeið. Á þessum grundvelli voru laun almennings hækkuð en sú ráðstöfun lækkaði laun sjómanna miðað við aðrar stéttir í samfélaginu. Samtök þeirra vildu því að hið miðstýrða fiskverð yrði hækkað. Þegar látið var undan þeirra kröfum þurfti að fella gengið til að útflytjendur sjávarafurða gætu rekið sína starfsemi. Eftir að gengið hafði verið fellt stóðu launamenn frammi fyrir síhækkandi verðbólgu. Því fóru samtök þeirra fram á hærri laun til handa umbjóðendum sínum og sama hringrásin hófst, laun á almennum vinnumarkaði voru hækkuð, fiskverð var hækkað, gengið fellt og óðaverðbólgan hélt áfram.Að forðast hrunFramangreindur vítahringur var augljóslega til staðar á tímabilinu 1970-1990 og að nokkru leyti einnig fyrir þann tíma. Árið 1990 var gripið til nauðsynlegra en róttækra aðgerða til að stöðva þessa þróun. Þetta var gert aðallega með tvennum hætti. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem voru til þess fallnir að ná tökum á verðbólgunni. Hins vegar komu fiskveiðistjórnunarlög til framkvæmda 1. janúar 1991 sem áttu að stuðla að virkari fiskvernd og aðlaga afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna. Á tíunda áratug síðustu aldar var þessum skipulagsbreytingum fylgt eftir og þannig var styrkari stoðum rennt undir atvinnulífið á Íslandi. Þetta stuðlaði m.a. að því að um aldamótin stóð efnahagslíf Íslendinga að mestu leyti í blóma, hið opinbera skuldaði lítið, atvinnuleysi var takmarkað og nýjar atvinnugreinar voru að spretta úr grasi. Það er hins vegar augljóst nú að á árunum sem eftir komu var illa spilað úr þessari góðu stöðu.Uppgjör við fortíðinaNú á tímum uppgjörs mættu álitsgjafar taka sig til og reyna að skilja betur þá þræði sem haldið hafa íslensku samfélaginu gangandi um margra áratuga skeið. Sé það gert kemur í ljós að Ísland var veiðimannasamfélag sem um langt skeið var fjármagnað með ofveiði og þeirri tiltrú að sjávarútvegur sem rekinn væri á núlli gæti haldið uppi atvinnustigi úti um allt land. Þessu þurfti að breyta ellegar blasti við hrun.Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi hafa verið sársaukafullar fyrir marga - en hefðum við viljað að ekkert hefði verið gert, rétt eins og árin fyrir efnahagshrunið í október 2008? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í hugmyndaheimi margra Íslendinga er undirrót alls ills í samfélaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórnkerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoðun var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður en hér verða eingöngu fáeinar nefndar.VeiðimannasamfélagiðUm margra áratuga skeið gekk efnahagslíf Íslendinga út á það að veitt yrði sem mest. Gífurlegum fjárhæðum var varið í að byggja upp atvinnutæki í sjávarútvegi sem engin þörf var fyrir. Með þessu átti að skapa atvinnu vítt og breitt um landið án þess að nokkur innstæða væri fyrir því. Undirstöður hagkerfisins voru reistar á því að ávallt yrði veitt meira og meira af fiski, sama hvaða ráð fiskifræðingar reiddu fram um þolmörk auðlindarinnar. Í krafti ofnýtingarinnar á fiskveiðiauðlindinni og rangri skráningu á gengi gjaldmiðilsins var hægt að halda uppi fölskum lífskjörum á Íslandi um langt skeið. Á þessum grundvelli voru laun almennings hækkuð en sú ráðstöfun lækkaði laun sjómanna miðað við aðrar stéttir í samfélaginu. Samtök þeirra vildu því að hið miðstýrða fiskverð yrði hækkað. Þegar látið var undan þeirra kröfum þurfti að fella gengið til að útflytjendur sjávarafurða gætu rekið sína starfsemi. Eftir að gengið hafði verið fellt stóðu launamenn frammi fyrir síhækkandi verðbólgu. Því fóru samtök þeirra fram á hærri laun til handa umbjóðendum sínum og sama hringrásin hófst, laun á almennum vinnumarkaði voru hækkuð, fiskverð var hækkað, gengið fellt og óðaverðbólgan hélt áfram.Að forðast hrunFramangreindur vítahringur var augljóslega til staðar á tímabilinu 1970-1990 og að nokkru leyti einnig fyrir þann tíma. Árið 1990 var gripið til nauðsynlegra en róttækra aðgerða til að stöðva þessa þróun. Þetta var gert aðallega með tvennum hætti. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem voru til þess fallnir að ná tökum á verðbólgunni. Hins vegar komu fiskveiðistjórnunarlög til framkvæmda 1. janúar 1991 sem áttu að stuðla að virkari fiskvernd og aðlaga afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna. Á tíunda áratug síðustu aldar var þessum skipulagsbreytingum fylgt eftir og þannig var styrkari stoðum rennt undir atvinnulífið á Íslandi. Þetta stuðlaði m.a. að því að um aldamótin stóð efnahagslíf Íslendinga að mestu leyti í blóma, hið opinbera skuldaði lítið, atvinnuleysi var takmarkað og nýjar atvinnugreinar voru að spretta úr grasi. Það er hins vegar augljóst nú að á árunum sem eftir komu var illa spilað úr þessari góðu stöðu.Uppgjör við fortíðinaNú á tímum uppgjörs mættu álitsgjafar taka sig til og reyna að skilja betur þá þræði sem haldið hafa íslensku samfélaginu gangandi um margra áratuga skeið. Sé það gert kemur í ljós að Ísland var veiðimannasamfélag sem um langt skeið var fjármagnað með ofveiði og þeirri tiltrú að sjávarútvegur sem rekinn væri á núlli gæti haldið uppi atvinnustigi úti um allt land. Þessu þurfti að breyta ellegar blasti við hrun.Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi hafa verið sársaukafullar fyrir marga - en hefðum við viljað að ekkert hefði verið gert, rétt eins og árin fyrir efnahagshrunið í október 2008?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar