NBA: Miami, Lakers og Boston unnu öll örugga sigra í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2010 09:00 Chris Bosh, LeBron James og Dwyane Wade skoruðu saman 72 stig í nótt og gátu slappað af í fjórða leikhlutanum. Mynd/AP Miami Heat, Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu öll leiki sína örugglega í NBA-deildinni í nótt, New Orleans vann Dallas, San Antonio Spurs vann sinn áttunda leik í röð og New York Knicks endaði sex leikja taphrinu.Chris Bosh skoraði 35 stig í öruggum 123-96 sigri Miami Heat á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að hann hvíldi allan fjórða leikhlutann. LeBron James var með 20 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar og Dwyane Wade bætti við 17 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum. Steve Nash skoraði 17 stig fyrir Phoenix en var aðeins með 2 stoðsendingar. Hann hefur ekki gefið færri í 141 leik.Kobe Bryant skoraði 33 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Los Angeles Lakers vann Detroit Pistons 103-90 í Detroit. Richard Hamilton var rekinn út úr húsi snemma í leiknum. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers en Rodney Stuckey skoraði 18 stig fyrir Pistons-liðið.Paul Pierce skoraði 23 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 13 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 114-83 sigur á Washington Wizards. Enginn byrjunarliðsmanna Boston lék í fjórða leikhlutanum en Kevin Garnett var með 18 stig, Shaquille O'Neal skoraði 13 stig og Ray Allen var með 10 stig. Nick Young skoraði 20 stig fyrir Wizards sem lék annan leikinn í röð án John Wall.San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram með 103-94 sigri á Chicago Bulls. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir Spurs, Manu Ginobili var með 20 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og tók 18 fráköst. Derrick Rose var með 33 stig hjá Chicago sem hafði unnið fjóra leiki í röð.Amare Stoudemire og Danilo Gallinari skoruðu báðir 27 stig fyrir New York Knicks þegar liðið vann 113-106 útisigur á Sacramento Kings og endaði um leið sex leikja taphrinu sína. Raymond Felton var með 16 stig en hjá Sacramento skoraði Tyreke Evans 23 stig.David West skoraði 17 stig og stal auk þess boltanum af Dirk Nowitzki þegar tvær sekúndur voru eftir í 99-97 heimasigri New Orleans Hornets á Dallas Mavericks. New Orleans hefndi þar með fyrir tap á móti Dallas á mánudagskvöldið sem var fyrsta og eina tap liðsins á tímabilinu. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar og Emeka Okafor bætti við 13 stigum og 10 fráköst. Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas.Kevin Durant skoraði 24 stig í þremur leikhlutum og Russell Westbrook bætti við 21 stigi og 12 stoðsendingum í öruggum 116-99 sigri Oklahoma City Thunder á Houston Rockets. Luis Scola skoraði 26 stig fyrir Houston.Deron Williams var mðe 23 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 98-88 heimasigur á New Jersey Nets. Paul Millsap var einig góður með 19 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar en hjá Nets var Anthony Morrow stigahæstur með 24 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat-Phoenix Suns 123-96 Philadelphia 76ers-Toronto Raptors 86-94 Boston Celtics-Washington Wizards 114-83 Detroit Pistons-Los Angeles Lakers 90-103 Minnesota Timberwolves-Los Angeles Clippers 113-111 New Orleans Hornets-Dallas Mavericks 99-97 Oklahoma City Thunder-Houston Rockets 116-99 Utah Jazz-New Jersey Nets 98-88 d San Antonio Spurs-Chicago Bulls 103-94 Sacramento Kings-New York Knicks 106-113 NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Miami Heat, Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu öll leiki sína örugglega í NBA-deildinni í nótt, New Orleans vann Dallas, San Antonio Spurs vann sinn áttunda leik í röð og New York Knicks endaði sex leikja taphrinu.Chris Bosh skoraði 35 stig í öruggum 123-96 sigri Miami Heat á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að hann hvíldi allan fjórða leikhlutann. LeBron James var með 20 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar og Dwyane Wade bætti við 17 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum. Steve Nash skoraði 17 stig fyrir Phoenix en var aðeins með 2 stoðsendingar. Hann hefur ekki gefið færri í 141 leik.Kobe Bryant skoraði 33 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Los Angeles Lakers vann Detroit Pistons 103-90 í Detroit. Richard Hamilton var rekinn út úr húsi snemma í leiknum. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers en Rodney Stuckey skoraði 18 stig fyrir Pistons-liðið.Paul Pierce skoraði 23 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 13 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 114-83 sigur á Washington Wizards. Enginn byrjunarliðsmanna Boston lék í fjórða leikhlutanum en Kevin Garnett var með 18 stig, Shaquille O'Neal skoraði 13 stig og Ray Allen var með 10 stig. Nick Young skoraði 20 stig fyrir Wizards sem lék annan leikinn í röð án John Wall.San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram með 103-94 sigri á Chicago Bulls. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir Spurs, Manu Ginobili var með 20 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og tók 18 fráköst. Derrick Rose var með 33 stig hjá Chicago sem hafði unnið fjóra leiki í röð.Amare Stoudemire og Danilo Gallinari skoruðu báðir 27 stig fyrir New York Knicks þegar liðið vann 113-106 útisigur á Sacramento Kings og endaði um leið sex leikja taphrinu sína. Raymond Felton var með 16 stig en hjá Sacramento skoraði Tyreke Evans 23 stig.David West skoraði 17 stig og stal auk þess boltanum af Dirk Nowitzki þegar tvær sekúndur voru eftir í 99-97 heimasigri New Orleans Hornets á Dallas Mavericks. New Orleans hefndi þar með fyrir tap á móti Dallas á mánudagskvöldið sem var fyrsta og eina tap liðsins á tímabilinu. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar og Emeka Okafor bætti við 13 stigum og 10 fráköst. Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas.Kevin Durant skoraði 24 stig í þremur leikhlutum og Russell Westbrook bætti við 21 stigi og 12 stoðsendingum í öruggum 116-99 sigri Oklahoma City Thunder á Houston Rockets. Luis Scola skoraði 26 stig fyrir Houston.Deron Williams var mðe 23 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 98-88 heimasigur á New Jersey Nets. Paul Millsap var einig góður með 19 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar en hjá Nets var Anthony Morrow stigahæstur með 24 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat-Phoenix Suns 123-96 Philadelphia 76ers-Toronto Raptors 86-94 Boston Celtics-Washington Wizards 114-83 Detroit Pistons-Los Angeles Lakers 90-103 Minnesota Timberwolves-Los Angeles Clippers 113-111 New Orleans Hornets-Dallas Mavericks 99-97 Oklahoma City Thunder-Houston Rockets 116-99 Utah Jazz-New Jersey Nets 98-88 d San Antonio Spurs-Chicago Bulls 103-94 Sacramento Kings-New York Knicks 106-113
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira