Gísli Gíslason: Skot sem geigar 16. apríl 2010 06:00 Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hvalfjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hvalfjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxtum.“ Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf sem Spölur, eigandi væntanlegra Hvalfjarðarganga, gaf út. Þetta var fyrsta fjárfesting lífeyrissjóðanna í einkaframkvæmd og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkisábyrgð eða tryggð með veði í fasteignum. Vextir á lánunum voru vissulega háir en lífeyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyrissjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku lífeyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæplega orðið að veruleika á sínum tíma. Ég er viðkvæmur fyrir því að skotum sé beint að lífeyrissjóðunum á forsendum sem veiðimaðurinn gefur sér og get upplýst hann og aðra um að Spölur greiddi upp upphaflegu lífeyrissjóðalánin strax haustið 2004. Félagið hefur síðan nokkur ár til að greiða niður önnur lán sín eða til 2018, lögum samkvæmt. Þar á meðal eru lífeyrissjóðalán sem komu til sögunnar við skuldbreytingu hjá Speli 2005 á verulega lægri vöxtum en þekkjast nú um stundir. Allt er málið því í eðlilegum farvegi og hið eina sem fór ekki eins og til var stofnað var að Spölur gat leyft sér að láta vegfarendur njóta þess frá upphafi að umferðin um göngin væri mun meiri en ráð var fyrir gert og þar með tekjustreymi til félagsins. Veggjaldið átti að fylgja verðlagi en hefur aldrei gert það. Gjaldið er þannig stórum lægra en ef það hefði tekið vísitöluhækkunum á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hvalfjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hvalfjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxtum.“ Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf sem Spölur, eigandi væntanlegra Hvalfjarðarganga, gaf út. Þetta var fyrsta fjárfesting lífeyrissjóðanna í einkaframkvæmd og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkisábyrgð eða tryggð með veði í fasteignum. Vextir á lánunum voru vissulega háir en lífeyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyrissjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku lífeyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæplega orðið að veruleika á sínum tíma. Ég er viðkvæmur fyrir því að skotum sé beint að lífeyrissjóðunum á forsendum sem veiðimaðurinn gefur sér og get upplýst hann og aðra um að Spölur greiddi upp upphaflegu lífeyrissjóðalánin strax haustið 2004. Félagið hefur síðan nokkur ár til að greiða niður önnur lán sín eða til 2018, lögum samkvæmt. Þar á meðal eru lífeyrissjóðalán sem komu til sögunnar við skuldbreytingu hjá Speli 2005 á verulega lægri vöxtum en þekkjast nú um stundir. Allt er málið því í eðlilegum farvegi og hið eina sem fór ekki eins og til var stofnað var að Spölur gat leyft sér að láta vegfarendur njóta þess frá upphafi að umferðin um göngin væri mun meiri en ráð var fyrir gert og þar með tekjustreymi til félagsins. Veggjaldið átti að fylgja verðlagi en hefur aldrei gert það. Gjaldið er þannig stórum lægra en ef það hefði tekið vísitöluhækkunum á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar