Frekari umræða óskast um samskipti skóla og kirkju Toshiki Toma skrifar 17. desember 2010 06:00 Meirihluti mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt umdeilda tillögu um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna án mikilla breytinga og hún virðist taka gildi um áramótin næstu. Mér finnst sorglegt að mannréttindaráðið skuli ekki hafa hlustað á þær fjölmörgu raddir sem gerðu athugasemd við fyrstu tillöguna. Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið. En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunnskólans sé nemendum í óhag. Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins og ,,glíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á „trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna. Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er? Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því mig langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun. Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalega þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt umdeilda tillögu um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna án mikilla breytinga og hún virðist taka gildi um áramótin næstu. Mér finnst sorglegt að mannréttindaráðið skuli ekki hafa hlustað á þær fjölmörgu raddir sem gerðu athugasemd við fyrstu tillöguna. Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið. En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunnskólans sé nemendum í óhag. Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins og ,,glíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á „trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna. Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er? Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því mig langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun. Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalega þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun