Launalækkanir í heilbrigðisþjónustu 23. júní 2010 06:00 Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum. Þegar málin eru skoðuð betur kemur þó annað á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi Háskólamanna hafa meðallaun félaga í samtökunum lækkað um 2,5% frá septemberlokum 2008. Megnið af þeirri lækkun mun reyndar skýrast af lækkunum meðal heilbrigðisstétta. Ef það er rétt virðist nú þegar halla verulega á starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni umfram aðra. Nú er það vel þekkt að laun lækna byggjast að miklu leyti á vöktum og yfirvinnu en almennir launataxtar eru ekki háir. Grunnlaun sérfræðilæknis með langa starfsreynslu í kjarasamningi Læknafélags Íslands við ríkið eru nú 533.668. Ljóst er að margt háskólamenntað starfsfólk hjá ríkinu hefur hærri grunnlaun en læknar. Það liggur í eðli heilbrigðisþjónustunnar að hún fer fram á öllum tímum sólarhringsins alla daga vikunnar. Í ofangreindri frétt var vakin sérstök athygli á því að laun lækna á landsbyggðinni hefðu lækkað minnst. Skýringin á því er líklega sú að þeir hafa mesta vaktaálag allra lækna í landinu. Er það raunverulega ætlunin að skerða verulega greiðslur fyrir vaktir lækna? Hvaða áhrif ætli það hefði á heilbrigðisþjónustuna? Fyrir nokkru var því haldið fram að greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna sérfræðiþjónustu hefðu farið 700 milljónum króna fram úr áætlun árið 2009. Þessar greiðslur byggja á gildandi samningum um sérfræðilæknisþjónustu við sjúkratryggða á Íslandi sem löng hefð er fyrir og tryggja jöfnuð og aðgengi óháð efnahag. Hið rétta varðandi fyrrgreinda fjárhæð er að við fjárlagagerð hafði láðst að tryggja fjármagn til að uppfylla þann samning sem gerður hafði verið milli Sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavíkur. Í umfjöllun fjölmiðla var hins vegar ekkert um það rætt að á árinu 2009 gáfu læknar eftir 9,4% samningsbundna hækkun sem jafngildir sparnaði fyrir þjóðfélagið uppá 486 milljónir króna á ári. Þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og brúa þarf stórt fjárlagabil. Læknar munu ekki víkja sér undan því að taka sinn þátt í að leysa þann vanda. Það verk verður þó að byggja á sátt og sanngirni og umræðan á staðreyndum en ekki áróðurskenndum upphlaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum. Þegar málin eru skoðuð betur kemur þó annað á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi Háskólamanna hafa meðallaun félaga í samtökunum lækkað um 2,5% frá septemberlokum 2008. Megnið af þeirri lækkun mun reyndar skýrast af lækkunum meðal heilbrigðisstétta. Ef það er rétt virðist nú þegar halla verulega á starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni umfram aðra. Nú er það vel þekkt að laun lækna byggjast að miklu leyti á vöktum og yfirvinnu en almennir launataxtar eru ekki háir. Grunnlaun sérfræðilæknis með langa starfsreynslu í kjarasamningi Læknafélags Íslands við ríkið eru nú 533.668. Ljóst er að margt háskólamenntað starfsfólk hjá ríkinu hefur hærri grunnlaun en læknar. Það liggur í eðli heilbrigðisþjónustunnar að hún fer fram á öllum tímum sólarhringsins alla daga vikunnar. Í ofangreindri frétt var vakin sérstök athygli á því að laun lækna á landsbyggðinni hefðu lækkað minnst. Skýringin á því er líklega sú að þeir hafa mesta vaktaálag allra lækna í landinu. Er það raunverulega ætlunin að skerða verulega greiðslur fyrir vaktir lækna? Hvaða áhrif ætli það hefði á heilbrigðisþjónustuna? Fyrir nokkru var því haldið fram að greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna sérfræðiþjónustu hefðu farið 700 milljónum króna fram úr áætlun árið 2009. Þessar greiðslur byggja á gildandi samningum um sérfræðilæknisþjónustu við sjúkratryggða á Íslandi sem löng hefð er fyrir og tryggja jöfnuð og aðgengi óháð efnahag. Hið rétta varðandi fyrrgreinda fjárhæð er að við fjárlagagerð hafði láðst að tryggja fjármagn til að uppfylla þann samning sem gerður hafði verið milli Sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavíkur. Í umfjöllun fjölmiðla var hins vegar ekkert um það rætt að á árinu 2009 gáfu læknar eftir 9,4% samningsbundna hækkun sem jafngildir sparnaði fyrir þjóðfélagið uppá 486 milljónir króna á ári. Þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og brúa þarf stórt fjárlagabil. Læknar munu ekki víkja sér undan því að taka sinn þátt í að leysa þann vanda. Það verk verður þó að byggja á sátt og sanngirni og umræðan á staðreyndum en ekki áróðurskenndum upphlaupum.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar