NBA: Miami vann öruggan sigur á Orlando í Flórída-uppgjörinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2010 11:00 Lebron James og Dwyane Wade gátu setið á bekknum og slakað á í lok leiksins. Mynd/AP Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt.Dwyane Wade skoraði 26 stig og LeBron James var með 15 stig og 7 stoðsendingar þegar Miami Heat vann 96-70 sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic. Miami-liðið skoraði 14 fyrstu stig seinni hálfleiksins og hélt orlando-liðinu í sinu lægsta stigaskori síðan 2. desember 2005. Chris Bosh skoraði 11 stig fyrir Miami alveg eins og Udonis Haslem. Dwight Howard var með 19 stig fyrir Orlando sem komu öll í fyrri hálfleik. Ryan Anderson var með 12 stig og Jameer Nelson skoraði 10 stig.Lamar Odom var með 18 stig og 17 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 114-106 sigur á Phoenix Suns í fyrsta heimaleik Phoenix. Kobe Bryant var með 25 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig en þetta var 1100 sigur þjálfarans Phil Jackson sem setti met með því að ná þeim í aðeins 1560 leikjum. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Phoenix, Robin Lopez var með 18 stig og 14 fráköst og Jason Richardson bætti við 17 stigum.Chris Paul var með 18 stig þegar New Orleans Hornets vann 101-95 sigur á Denver Nuggets en Hornets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína. Carmelo Anthony var með 20 stig og 10 fráköst hjá Denver og Chauncey Billups skoraði 20 stig.Rajon Rondo var með þrefalda tvennu og setti persónulegt met með því að gefa 24 stoðsendingar í 105-101 sigri Boston Celtics á New York Knicks. Rondo var með 10 stig og 10 fráköst og var farinn að nálgast að jafna félagsmetið í stoðsendingum sem eru 28 stoðsendingar hjá Bob Cousy árið 1959. Amare Stoudemire var með 27 stig fyrir New York.Devin Harris var með 21 stig og 10 stoðsendingar þegar New Jersey Nets hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna 106-100 sigur á Sacramento Kings. New Jersey vann síðustu 3 mínútur og 40 sekúndur leiksins 17-3. Í fyrra vann New Jersey ekki sinn annan leik á tímabilinu fyrr en í leik númer 21.Al Horford var með 20 stig og 12 fráköst og Joe Johnson skoraði 22 stig í 104-101 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers. Andre Iguodala var með 27 stig og 10 stoðsendingar hjá Philadelphia.Jeff Green skoraði sigurkörfu Oklahoma City Thunder á móti Detroit Pistons þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir og tryggði liði sínu 105-104 sigur. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Thunder og Green var með 21 stig. Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Detroit.Rudy Gay skoraði 21 stig og O.J. Mayo var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann 91-90 sigur á Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.Dorel Wright var mðe 24 stig og Monta Ellis var með 15 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors var með sinn annan sigurleik í röð þegar liðið vann 109-91 sigur á Los Angeles Clippers.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-Indiana Pacers 101-104 New Jersey Nets-Sacramento Kings 106-100 Philadelphia 76Ers-Atlanta Hawks 101-104 Toronto Raptors-Cleveland Cavaliers 101-81 Boston Celtics-New York Knicks 105-101 Detroit Pistons-Oklahoma City Thunder 104-105 Miami Heat-Orlando Magic 96-70 Minnesota Timberwolves-Milwaukee Bucks 96-85 New Orleans Hornets-Denver Nuggets 101-95 Dallas Mavericks-Memphis Grizzlies 90-91 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers 109-91 Phoenix Suns-Los Angeles Lakers 106-114 NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt.Dwyane Wade skoraði 26 stig og LeBron James var með 15 stig og 7 stoðsendingar þegar Miami Heat vann 96-70 sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic. Miami-liðið skoraði 14 fyrstu stig seinni hálfleiksins og hélt orlando-liðinu í sinu lægsta stigaskori síðan 2. desember 2005. Chris Bosh skoraði 11 stig fyrir Miami alveg eins og Udonis Haslem. Dwight Howard var með 19 stig fyrir Orlando sem komu öll í fyrri hálfleik. Ryan Anderson var með 12 stig og Jameer Nelson skoraði 10 stig.Lamar Odom var með 18 stig og 17 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 114-106 sigur á Phoenix Suns í fyrsta heimaleik Phoenix. Kobe Bryant var með 25 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig en þetta var 1100 sigur þjálfarans Phil Jackson sem setti met með því að ná þeim í aðeins 1560 leikjum. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Phoenix, Robin Lopez var með 18 stig og 14 fráköst og Jason Richardson bætti við 17 stigum.Chris Paul var með 18 stig þegar New Orleans Hornets vann 101-95 sigur á Denver Nuggets en Hornets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína. Carmelo Anthony var með 20 stig og 10 fráköst hjá Denver og Chauncey Billups skoraði 20 stig.Rajon Rondo var með þrefalda tvennu og setti persónulegt met með því að gefa 24 stoðsendingar í 105-101 sigri Boston Celtics á New York Knicks. Rondo var með 10 stig og 10 fráköst og var farinn að nálgast að jafna félagsmetið í stoðsendingum sem eru 28 stoðsendingar hjá Bob Cousy árið 1959. Amare Stoudemire var með 27 stig fyrir New York.Devin Harris var með 21 stig og 10 stoðsendingar þegar New Jersey Nets hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna 106-100 sigur á Sacramento Kings. New Jersey vann síðustu 3 mínútur og 40 sekúndur leiksins 17-3. Í fyrra vann New Jersey ekki sinn annan leik á tímabilinu fyrr en í leik númer 21.Al Horford var með 20 stig og 12 fráköst og Joe Johnson skoraði 22 stig í 104-101 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers. Andre Iguodala var með 27 stig og 10 stoðsendingar hjá Philadelphia.Jeff Green skoraði sigurkörfu Oklahoma City Thunder á móti Detroit Pistons þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir og tryggði liði sínu 105-104 sigur. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Thunder og Green var með 21 stig. Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Detroit.Rudy Gay skoraði 21 stig og O.J. Mayo var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann 91-90 sigur á Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.Dorel Wright var mðe 24 stig og Monta Ellis var með 15 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors var með sinn annan sigurleik í röð þegar liðið vann 109-91 sigur á Los Angeles Clippers.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-Indiana Pacers 101-104 New Jersey Nets-Sacramento Kings 106-100 Philadelphia 76Ers-Atlanta Hawks 101-104 Toronto Raptors-Cleveland Cavaliers 101-81 Boston Celtics-New York Knicks 105-101 Detroit Pistons-Oklahoma City Thunder 104-105 Miami Heat-Orlando Magic 96-70 Minnesota Timberwolves-Milwaukee Bucks 96-85 New Orleans Hornets-Denver Nuggets 101-95 Dallas Mavericks-Memphis Grizzlies 90-91 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers 109-91 Phoenix Suns-Los Angeles Lakers 106-114
NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira