Jón Gnarr: Konur Jón Gnarr: skrifar 8. maí 2010 06:00 Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrategundin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu plani; svokallaður kúk og piss húmor. Dýrin eru einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt. Íslenska orðið yfir húmor er enda "kímnigáfa." Karlar og konur hlæja misjafnlega mikið og af misjöfnum hlutum. Það er einstaklingsbundið en líka kynbundið. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn virðast hafa mest gaman af klámbröndurum. Konur aftur á móti hafa meira gaman af orðaleikjagríni eða svokölluðum "Clever-humor". Það gefur vísbendingar um að konur séu klárari en karlar. Karlar og konur eru ólík á margan hátt, ekki bara líkamlegan. Bæði kynin hafa sína kosti og sína galla. Allir karlmenn eru eins og Homer Simpson og allar konur eru eins og Marge. Það er bara þannig. Allir vita að öllum konum finnst gaman að taka til. Við þurfum konur í það mikla tiltektarstarf sem bíður okkar í borginni. Samfélag okkar er í molum eftir mörg ár af frekju og yfirgangi. Viðskiptabólan blés upp af frekju, sprakk og skildi eftir sig sviðna jörð og slettur útum allt. Það er ekki gott. Stjórnmál eru eins og keppni í frekju þar sem hinn frekasti vinnur með því að vaða yfir alla aðra með yfirgangi og þreytandi blaðri. Konur hafa verið í minnihluta á báðum þessum sviðum. En nú þörfnumst við þeirra, ekki bara í tiltektina heldur líka í uppbygginguna. Við hvetjum konur til að vera með í Besta flokknum. Öllum konum finnst gaman að punta sig og gera fínt í kringum sig. Nú er tækifærið! Karlmenn kunna ekki að punta. En þeir eru góðir í að bera og stilla upp ef einhver kona leiðbeinir þeim. Besti flokkurinn vill sjá frekju víkja fyrir húmor og gjafmildi. Endurfæðing Íslensks samfélags verður engin án kvenna. Við viljum reka þessa borg eins og gott hjónaband þar sem bæði hjónin eru glöð. Því kynnum við nú nýjan og kynbættan framboðslista. Við fjölgum konum á listanum. Margar konur vilja vera í Besta flokknum en ekki á listanum og hlakkar til að vinna fyrir Besta flokkinn. Konur eru skemmtilegar, detta skemmtilegir hlutir í hug og gera skemmtilegt. Þær eru góðar í að hafa áhyggjur og gera lista yfir hluti sem þarf að gera. Þær klæða sig líka yfirleitt á fjölbreyttari og skemmtilegri hátt en karlar. Við viljum sýna í verki virðingu okkar fyrir Íslenskum konum. Konur eru helmingur landsmanna og það er okkar trú að hér væri mikið betra að vera ef konur stjórnuðu meiru og hefðu fengið meira kredit fyrir það sem gott hefur verið gert hér á þessu landi. Þar hefur frekjan oftar en ekki tekið völdin og heiðrað sjálfa sig á kostnað hins auðmjúka. Á Arnarhóli stendur styttan af Ingólfi Arnarsyni, til heiðurs því fólki sem fyrst nam hér land. Það voru bæði menn og konur. Ef engar konur hefðu verið með í för værum við einfaldlega ekki til. Það er því krafa Besta flokksins að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem hafa verið uppi, en ekki náð fram, að við hlið styttunnar af Ingólfi Arnarsyni rísi önnur og jafnstór stytta af Hallveigu Fróðadóttur eiginkonu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrategundin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu plani; svokallaður kúk og piss húmor. Dýrin eru einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt. Íslenska orðið yfir húmor er enda "kímnigáfa." Karlar og konur hlæja misjafnlega mikið og af misjöfnum hlutum. Það er einstaklingsbundið en líka kynbundið. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn virðast hafa mest gaman af klámbröndurum. Konur aftur á móti hafa meira gaman af orðaleikjagríni eða svokölluðum "Clever-humor". Það gefur vísbendingar um að konur séu klárari en karlar. Karlar og konur eru ólík á margan hátt, ekki bara líkamlegan. Bæði kynin hafa sína kosti og sína galla. Allir karlmenn eru eins og Homer Simpson og allar konur eru eins og Marge. Það er bara þannig. Allir vita að öllum konum finnst gaman að taka til. Við þurfum konur í það mikla tiltektarstarf sem bíður okkar í borginni. Samfélag okkar er í molum eftir mörg ár af frekju og yfirgangi. Viðskiptabólan blés upp af frekju, sprakk og skildi eftir sig sviðna jörð og slettur útum allt. Það er ekki gott. Stjórnmál eru eins og keppni í frekju þar sem hinn frekasti vinnur með því að vaða yfir alla aðra með yfirgangi og þreytandi blaðri. Konur hafa verið í minnihluta á báðum þessum sviðum. En nú þörfnumst við þeirra, ekki bara í tiltektina heldur líka í uppbygginguna. Við hvetjum konur til að vera með í Besta flokknum. Öllum konum finnst gaman að punta sig og gera fínt í kringum sig. Nú er tækifærið! Karlmenn kunna ekki að punta. En þeir eru góðir í að bera og stilla upp ef einhver kona leiðbeinir þeim. Besti flokkurinn vill sjá frekju víkja fyrir húmor og gjafmildi. Endurfæðing Íslensks samfélags verður engin án kvenna. Við viljum reka þessa borg eins og gott hjónaband þar sem bæði hjónin eru glöð. Því kynnum við nú nýjan og kynbættan framboðslista. Við fjölgum konum á listanum. Margar konur vilja vera í Besta flokknum en ekki á listanum og hlakkar til að vinna fyrir Besta flokkinn. Konur eru skemmtilegar, detta skemmtilegir hlutir í hug og gera skemmtilegt. Þær eru góðar í að hafa áhyggjur og gera lista yfir hluti sem þarf að gera. Þær klæða sig líka yfirleitt á fjölbreyttari og skemmtilegri hátt en karlar. Við viljum sýna í verki virðingu okkar fyrir Íslenskum konum. Konur eru helmingur landsmanna og það er okkar trú að hér væri mikið betra að vera ef konur stjórnuðu meiru og hefðu fengið meira kredit fyrir það sem gott hefur verið gert hér á þessu landi. Þar hefur frekjan oftar en ekki tekið völdin og heiðrað sjálfa sig á kostnað hins auðmjúka. Á Arnarhóli stendur styttan af Ingólfi Arnarsyni, til heiðurs því fólki sem fyrst nam hér land. Það voru bæði menn og konur. Ef engar konur hefðu verið með í för værum við einfaldlega ekki til. Það er því krafa Besta flokksins að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem hafa verið uppi, en ekki náð fram, að við hlið styttunnar af Ingólfi Arnarsyni rísi önnur og jafnstór stytta af Hallveigu Fróðadóttur eiginkonu hans.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun