Jón Gnarr: Konur Jón Gnarr: skrifar 8. maí 2010 06:00 Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrategundin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu plani; svokallaður kúk og piss húmor. Dýrin eru einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt. Íslenska orðið yfir húmor er enda "kímnigáfa." Karlar og konur hlæja misjafnlega mikið og af misjöfnum hlutum. Það er einstaklingsbundið en líka kynbundið. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn virðast hafa mest gaman af klámbröndurum. Konur aftur á móti hafa meira gaman af orðaleikjagríni eða svokölluðum "Clever-humor". Það gefur vísbendingar um að konur séu klárari en karlar. Karlar og konur eru ólík á margan hátt, ekki bara líkamlegan. Bæði kynin hafa sína kosti og sína galla. Allir karlmenn eru eins og Homer Simpson og allar konur eru eins og Marge. Það er bara þannig. Allir vita að öllum konum finnst gaman að taka til. Við þurfum konur í það mikla tiltektarstarf sem bíður okkar í borginni. Samfélag okkar er í molum eftir mörg ár af frekju og yfirgangi. Viðskiptabólan blés upp af frekju, sprakk og skildi eftir sig sviðna jörð og slettur útum allt. Það er ekki gott. Stjórnmál eru eins og keppni í frekju þar sem hinn frekasti vinnur með því að vaða yfir alla aðra með yfirgangi og þreytandi blaðri. Konur hafa verið í minnihluta á báðum þessum sviðum. En nú þörfnumst við þeirra, ekki bara í tiltektina heldur líka í uppbygginguna. Við hvetjum konur til að vera með í Besta flokknum. Öllum konum finnst gaman að punta sig og gera fínt í kringum sig. Nú er tækifærið! Karlmenn kunna ekki að punta. En þeir eru góðir í að bera og stilla upp ef einhver kona leiðbeinir þeim. Besti flokkurinn vill sjá frekju víkja fyrir húmor og gjafmildi. Endurfæðing Íslensks samfélags verður engin án kvenna. Við viljum reka þessa borg eins og gott hjónaband þar sem bæði hjónin eru glöð. Því kynnum við nú nýjan og kynbættan framboðslista. Við fjölgum konum á listanum. Margar konur vilja vera í Besta flokknum en ekki á listanum og hlakkar til að vinna fyrir Besta flokkinn. Konur eru skemmtilegar, detta skemmtilegir hlutir í hug og gera skemmtilegt. Þær eru góðar í að hafa áhyggjur og gera lista yfir hluti sem þarf að gera. Þær klæða sig líka yfirleitt á fjölbreyttari og skemmtilegri hátt en karlar. Við viljum sýna í verki virðingu okkar fyrir Íslenskum konum. Konur eru helmingur landsmanna og það er okkar trú að hér væri mikið betra að vera ef konur stjórnuðu meiru og hefðu fengið meira kredit fyrir það sem gott hefur verið gert hér á þessu landi. Þar hefur frekjan oftar en ekki tekið völdin og heiðrað sjálfa sig á kostnað hins auðmjúka. Á Arnarhóli stendur styttan af Ingólfi Arnarsyni, til heiðurs því fólki sem fyrst nam hér land. Það voru bæði menn og konur. Ef engar konur hefðu verið með í för værum við einfaldlega ekki til. Það er því krafa Besta flokksins að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem hafa verið uppi, en ekki náð fram, að við hlið styttunnar af Ingólfi Arnarsyni rísi önnur og jafnstór stytta af Hallveigu Fróðadóttur eiginkonu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrategundin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu plani; svokallaður kúk og piss húmor. Dýrin eru einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt. Íslenska orðið yfir húmor er enda "kímnigáfa." Karlar og konur hlæja misjafnlega mikið og af misjöfnum hlutum. Það er einstaklingsbundið en líka kynbundið. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn virðast hafa mest gaman af klámbröndurum. Konur aftur á móti hafa meira gaman af orðaleikjagríni eða svokölluðum "Clever-humor". Það gefur vísbendingar um að konur séu klárari en karlar. Karlar og konur eru ólík á margan hátt, ekki bara líkamlegan. Bæði kynin hafa sína kosti og sína galla. Allir karlmenn eru eins og Homer Simpson og allar konur eru eins og Marge. Það er bara þannig. Allir vita að öllum konum finnst gaman að taka til. Við þurfum konur í það mikla tiltektarstarf sem bíður okkar í borginni. Samfélag okkar er í molum eftir mörg ár af frekju og yfirgangi. Viðskiptabólan blés upp af frekju, sprakk og skildi eftir sig sviðna jörð og slettur útum allt. Það er ekki gott. Stjórnmál eru eins og keppni í frekju þar sem hinn frekasti vinnur með því að vaða yfir alla aðra með yfirgangi og þreytandi blaðri. Konur hafa verið í minnihluta á báðum þessum sviðum. En nú þörfnumst við þeirra, ekki bara í tiltektina heldur líka í uppbygginguna. Við hvetjum konur til að vera með í Besta flokknum. Öllum konum finnst gaman að punta sig og gera fínt í kringum sig. Nú er tækifærið! Karlmenn kunna ekki að punta. En þeir eru góðir í að bera og stilla upp ef einhver kona leiðbeinir þeim. Besti flokkurinn vill sjá frekju víkja fyrir húmor og gjafmildi. Endurfæðing Íslensks samfélags verður engin án kvenna. Við viljum reka þessa borg eins og gott hjónaband þar sem bæði hjónin eru glöð. Því kynnum við nú nýjan og kynbættan framboðslista. Við fjölgum konum á listanum. Margar konur vilja vera í Besta flokknum en ekki á listanum og hlakkar til að vinna fyrir Besta flokkinn. Konur eru skemmtilegar, detta skemmtilegir hlutir í hug og gera skemmtilegt. Þær eru góðar í að hafa áhyggjur og gera lista yfir hluti sem þarf að gera. Þær klæða sig líka yfirleitt á fjölbreyttari og skemmtilegri hátt en karlar. Við viljum sýna í verki virðingu okkar fyrir Íslenskum konum. Konur eru helmingur landsmanna og það er okkar trú að hér væri mikið betra að vera ef konur stjórnuðu meiru og hefðu fengið meira kredit fyrir það sem gott hefur verið gert hér á þessu landi. Þar hefur frekjan oftar en ekki tekið völdin og heiðrað sjálfa sig á kostnað hins auðmjúka. Á Arnarhóli stendur styttan af Ingólfi Arnarsyni, til heiðurs því fólki sem fyrst nam hér land. Það voru bæði menn og konur. Ef engar konur hefðu verið með í för værum við einfaldlega ekki til. Það er því krafa Besta flokksins að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem hafa verið uppi, en ekki náð fram, að við hlið styttunnar af Ingólfi Arnarsyni rísi önnur og jafnstór stytta af Hallveigu Fróðadóttur eiginkonu hans.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun