Demantsaugu Deftones 15. apríl 2010 02:30 mættir aftur Deftones sendi síðast frá sér plötu fyrir fjórum árum, en er nú mætt aftur með Diamond Eyes. Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plötuna Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræðilegs bílslyss sem bassaleikari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum. Diamond Eyes er sjötta hljóðversskífa Deftones og kemur út 4. maí næstkomandi. Platan er unnin ásamt bassaleikaranum Sergio Vega sem gekk til liðs við hljómsveitina eftir að bassaleikarinn Chi Cheng lenti í hörmulegu bílslysi 4. nóvember árið 2008. Cheng er við litla meðvitund í dag, en hann hlaut varanlegan heilaskaða í slysinu og óvíst er hvort hann kemst nokkurn tíma til fullrar meðvitundar. Deftones var langt komin með plötuna Eros þegar Cheng slasaðist og átti hún að koma út árið 2009. Hljómsveitin ákvað að fresta útgáfu plötunnar um óákveðinn tíma þar sem meðlimirnir voru ekki lengur á sama stað og hún í tónlistinni. Þeir vísuðu því á bug að ástand Chengs hefði nokkuð að gera með frestun plötunnar. Þar með hófst vinna við Diamond Eyes. Nýja platan fylgir eftir hinni frábæru Saturday Night Wrist sem kom út árið 2006. Ólíkt flestum fyrri plötum hljómsveitarinnar vildi söngvarinn Chino Moreno flytja jákvæðan boðskap á Diamond Eyes. „Mér finnst ekki skemmtilegt að hlusta á vandamál fólks. Mér finnst tónlist skemmtileg,“ sagði Moreno í viðtali við tónlistartímaritið Spin. „Tónlist hefur verið kæfð í kvörtunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Það er orðið þreytt. Ég ákvað að byrja að hlusta á „instrumental“-tónlist í staðinn fyrir að fara algjörlega í öfuga átt og hlusta á tónlist Black Eyed Peas – sem er einfaldlega asnaleg. Ég syng lítið um sjálfan mig á þessari plötu. Ég elska lög sem gera mér kleift að komast hjá því að vera manneskja og leyfa mér að syngja um skrýtna hluti sem tengjast mér ekkert endilega persónulega. Textarnir eiga að mála mynd, þannig texta ólst ég upp við.“ Tónlistarvefurinn Sputnik Music hefur þegar birt dóm um Diamond Eyes og sparar ekki lofið. Platan fær fimm af fimm mögulegum og blaðamaðurinn Nick Greer segir síðustu tvær plötur blikna í samanburði. „Ég hélt að Deftones hefði fullkomnað nýjan hljóm á Saturday Night Wrist þangað til ég heyrði Diamond Eyes,“ segir Greer í dómnum. „Platan fer ekki aðeins hærra í draumkenndu himinhvolfi hljómsveitarinnar, heldur sameinar hún snilldarlega fagurfræðina, frumleikann og hljóminn sem gerði plötuna White Pony svo frábæra. … Ég segi í fullri hreinskilni að Diamond Eyes sé besta plata Deftones til þessa.“ atlifannar@frettablaðið.is Lífið Menning Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Sjá meira
Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plötuna Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræðilegs bílslyss sem bassaleikari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum. Diamond Eyes er sjötta hljóðversskífa Deftones og kemur út 4. maí næstkomandi. Platan er unnin ásamt bassaleikaranum Sergio Vega sem gekk til liðs við hljómsveitina eftir að bassaleikarinn Chi Cheng lenti í hörmulegu bílslysi 4. nóvember árið 2008. Cheng er við litla meðvitund í dag, en hann hlaut varanlegan heilaskaða í slysinu og óvíst er hvort hann kemst nokkurn tíma til fullrar meðvitundar. Deftones var langt komin með plötuna Eros þegar Cheng slasaðist og átti hún að koma út árið 2009. Hljómsveitin ákvað að fresta útgáfu plötunnar um óákveðinn tíma þar sem meðlimirnir voru ekki lengur á sama stað og hún í tónlistinni. Þeir vísuðu því á bug að ástand Chengs hefði nokkuð að gera með frestun plötunnar. Þar með hófst vinna við Diamond Eyes. Nýja platan fylgir eftir hinni frábæru Saturday Night Wrist sem kom út árið 2006. Ólíkt flestum fyrri plötum hljómsveitarinnar vildi söngvarinn Chino Moreno flytja jákvæðan boðskap á Diamond Eyes. „Mér finnst ekki skemmtilegt að hlusta á vandamál fólks. Mér finnst tónlist skemmtileg,“ sagði Moreno í viðtali við tónlistartímaritið Spin. „Tónlist hefur verið kæfð í kvörtunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Það er orðið þreytt. Ég ákvað að byrja að hlusta á „instrumental“-tónlist í staðinn fyrir að fara algjörlega í öfuga átt og hlusta á tónlist Black Eyed Peas – sem er einfaldlega asnaleg. Ég syng lítið um sjálfan mig á þessari plötu. Ég elska lög sem gera mér kleift að komast hjá því að vera manneskja og leyfa mér að syngja um skrýtna hluti sem tengjast mér ekkert endilega persónulega. Textarnir eiga að mála mynd, þannig texta ólst ég upp við.“ Tónlistarvefurinn Sputnik Music hefur þegar birt dóm um Diamond Eyes og sparar ekki lofið. Platan fær fimm af fimm mögulegum og blaðamaðurinn Nick Greer segir síðustu tvær plötur blikna í samanburði. „Ég hélt að Deftones hefði fullkomnað nýjan hljóm á Saturday Night Wrist þangað til ég heyrði Diamond Eyes,“ segir Greer í dómnum. „Platan fer ekki aðeins hærra í draumkenndu himinhvolfi hljómsveitarinnar, heldur sameinar hún snilldarlega fagurfræðina, frumleikann og hljóminn sem gerði plötuna White Pony svo frábæra. … Ég segi í fullri hreinskilni að Diamond Eyes sé besta plata Deftones til þessa.“ atlifannar@frettablaðið.is
Lífið Menning Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Sjá meira