Demantsaugu Deftones 15. apríl 2010 02:30 mættir aftur Deftones sendi síðast frá sér plötu fyrir fjórum árum, en er nú mætt aftur með Diamond Eyes. Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plötuna Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræðilegs bílslyss sem bassaleikari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum. Diamond Eyes er sjötta hljóðversskífa Deftones og kemur út 4. maí næstkomandi. Platan er unnin ásamt bassaleikaranum Sergio Vega sem gekk til liðs við hljómsveitina eftir að bassaleikarinn Chi Cheng lenti í hörmulegu bílslysi 4. nóvember árið 2008. Cheng er við litla meðvitund í dag, en hann hlaut varanlegan heilaskaða í slysinu og óvíst er hvort hann kemst nokkurn tíma til fullrar meðvitundar. Deftones var langt komin með plötuna Eros þegar Cheng slasaðist og átti hún að koma út árið 2009. Hljómsveitin ákvað að fresta útgáfu plötunnar um óákveðinn tíma þar sem meðlimirnir voru ekki lengur á sama stað og hún í tónlistinni. Þeir vísuðu því á bug að ástand Chengs hefði nokkuð að gera með frestun plötunnar. Þar með hófst vinna við Diamond Eyes. Nýja platan fylgir eftir hinni frábæru Saturday Night Wrist sem kom út árið 2006. Ólíkt flestum fyrri plötum hljómsveitarinnar vildi söngvarinn Chino Moreno flytja jákvæðan boðskap á Diamond Eyes. „Mér finnst ekki skemmtilegt að hlusta á vandamál fólks. Mér finnst tónlist skemmtileg,“ sagði Moreno í viðtali við tónlistartímaritið Spin. „Tónlist hefur verið kæfð í kvörtunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Það er orðið þreytt. Ég ákvað að byrja að hlusta á „instrumental“-tónlist í staðinn fyrir að fara algjörlega í öfuga átt og hlusta á tónlist Black Eyed Peas – sem er einfaldlega asnaleg. Ég syng lítið um sjálfan mig á þessari plötu. Ég elska lög sem gera mér kleift að komast hjá því að vera manneskja og leyfa mér að syngja um skrýtna hluti sem tengjast mér ekkert endilega persónulega. Textarnir eiga að mála mynd, þannig texta ólst ég upp við.“ Tónlistarvefurinn Sputnik Music hefur þegar birt dóm um Diamond Eyes og sparar ekki lofið. Platan fær fimm af fimm mögulegum og blaðamaðurinn Nick Greer segir síðustu tvær plötur blikna í samanburði. „Ég hélt að Deftones hefði fullkomnað nýjan hljóm á Saturday Night Wrist þangað til ég heyrði Diamond Eyes,“ segir Greer í dómnum. „Platan fer ekki aðeins hærra í draumkenndu himinhvolfi hljómsveitarinnar, heldur sameinar hún snilldarlega fagurfræðina, frumleikann og hljóminn sem gerði plötuna White Pony svo frábæra. … Ég segi í fullri hreinskilni að Diamond Eyes sé besta plata Deftones til þessa.“ atlifannar@frettablaðið.is Lífið Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plötuna Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræðilegs bílslyss sem bassaleikari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum. Diamond Eyes er sjötta hljóðversskífa Deftones og kemur út 4. maí næstkomandi. Platan er unnin ásamt bassaleikaranum Sergio Vega sem gekk til liðs við hljómsveitina eftir að bassaleikarinn Chi Cheng lenti í hörmulegu bílslysi 4. nóvember árið 2008. Cheng er við litla meðvitund í dag, en hann hlaut varanlegan heilaskaða í slysinu og óvíst er hvort hann kemst nokkurn tíma til fullrar meðvitundar. Deftones var langt komin með plötuna Eros þegar Cheng slasaðist og átti hún að koma út árið 2009. Hljómsveitin ákvað að fresta útgáfu plötunnar um óákveðinn tíma þar sem meðlimirnir voru ekki lengur á sama stað og hún í tónlistinni. Þeir vísuðu því á bug að ástand Chengs hefði nokkuð að gera með frestun plötunnar. Þar með hófst vinna við Diamond Eyes. Nýja platan fylgir eftir hinni frábæru Saturday Night Wrist sem kom út árið 2006. Ólíkt flestum fyrri plötum hljómsveitarinnar vildi söngvarinn Chino Moreno flytja jákvæðan boðskap á Diamond Eyes. „Mér finnst ekki skemmtilegt að hlusta á vandamál fólks. Mér finnst tónlist skemmtileg,“ sagði Moreno í viðtali við tónlistartímaritið Spin. „Tónlist hefur verið kæfð í kvörtunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Það er orðið þreytt. Ég ákvað að byrja að hlusta á „instrumental“-tónlist í staðinn fyrir að fara algjörlega í öfuga átt og hlusta á tónlist Black Eyed Peas – sem er einfaldlega asnaleg. Ég syng lítið um sjálfan mig á þessari plötu. Ég elska lög sem gera mér kleift að komast hjá því að vera manneskja og leyfa mér að syngja um skrýtna hluti sem tengjast mér ekkert endilega persónulega. Textarnir eiga að mála mynd, þannig texta ólst ég upp við.“ Tónlistarvefurinn Sputnik Music hefur þegar birt dóm um Diamond Eyes og sparar ekki lofið. Platan fær fimm af fimm mögulegum og blaðamaðurinn Nick Greer segir síðustu tvær plötur blikna í samanburði. „Ég hélt að Deftones hefði fullkomnað nýjan hljóm á Saturday Night Wrist þangað til ég heyrði Diamond Eyes,“ segir Greer í dómnum. „Platan fer ekki aðeins hærra í draumkenndu himinhvolfi hljómsveitarinnar, heldur sameinar hún snilldarlega fagurfræðina, frumleikann og hljóminn sem gerði plötuna White Pony svo frábæra. … Ég segi í fullri hreinskilni að Diamond Eyes sé besta plata Deftones til þessa.“ atlifannar@frettablaðið.is
Lífið Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira