Demantsaugu Deftones 15. apríl 2010 02:30 mættir aftur Deftones sendi síðast frá sér plötu fyrir fjórum árum, en er nú mætt aftur með Diamond Eyes. Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plötuna Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræðilegs bílslyss sem bassaleikari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum. Diamond Eyes er sjötta hljóðversskífa Deftones og kemur út 4. maí næstkomandi. Platan er unnin ásamt bassaleikaranum Sergio Vega sem gekk til liðs við hljómsveitina eftir að bassaleikarinn Chi Cheng lenti í hörmulegu bílslysi 4. nóvember árið 2008. Cheng er við litla meðvitund í dag, en hann hlaut varanlegan heilaskaða í slysinu og óvíst er hvort hann kemst nokkurn tíma til fullrar meðvitundar. Deftones var langt komin með plötuna Eros þegar Cheng slasaðist og átti hún að koma út árið 2009. Hljómsveitin ákvað að fresta útgáfu plötunnar um óákveðinn tíma þar sem meðlimirnir voru ekki lengur á sama stað og hún í tónlistinni. Þeir vísuðu því á bug að ástand Chengs hefði nokkuð að gera með frestun plötunnar. Þar með hófst vinna við Diamond Eyes. Nýja platan fylgir eftir hinni frábæru Saturday Night Wrist sem kom út árið 2006. Ólíkt flestum fyrri plötum hljómsveitarinnar vildi söngvarinn Chino Moreno flytja jákvæðan boðskap á Diamond Eyes. „Mér finnst ekki skemmtilegt að hlusta á vandamál fólks. Mér finnst tónlist skemmtileg,“ sagði Moreno í viðtali við tónlistartímaritið Spin. „Tónlist hefur verið kæfð í kvörtunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Það er orðið þreytt. Ég ákvað að byrja að hlusta á „instrumental“-tónlist í staðinn fyrir að fara algjörlega í öfuga átt og hlusta á tónlist Black Eyed Peas – sem er einfaldlega asnaleg. Ég syng lítið um sjálfan mig á þessari plötu. Ég elska lög sem gera mér kleift að komast hjá því að vera manneskja og leyfa mér að syngja um skrýtna hluti sem tengjast mér ekkert endilega persónulega. Textarnir eiga að mála mynd, þannig texta ólst ég upp við.“ Tónlistarvefurinn Sputnik Music hefur þegar birt dóm um Diamond Eyes og sparar ekki lofið. Platan fær fimm af fimm mögulegum og blaðamaðurinn Nick Greer segir síðustu tvær plötur blikna í samanburði. „Ég hélt að Deftones hefði fullkomnað nýjan hljóm á Saturday Night Wrist þangað til ég heyrði Diamond Eyes,“ segir Greer í dómnum. „Platan fer ekki aðeins hærra í draumkenndu himinhvolfi hljómsveitarinnar, heldur sameinar hún snilldarlega fagurfræðina, frumleikann og hljóminn sem gerði plötuna White Pony svo frábæra. … Ég segi í fullri hreinskilni að Diamond Eyes sé besta plata Deftones til þessa.“ atlifannar@frettablaðið.is Lífið Menning Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plötuna Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræðilegs bílslyss sem bassaleikari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum. Diamond Eyes er sjötta hljóðversskífa Deftones og kemur út 4. maí næstkomandi. Platan er unnin ásamt bassaleikaranum Sergio Vega sem gekk til liðs við hljómsveitina eftir að bassaleikarinn Chi Cheng lenti í hörmulegu bílslysi 4. nóvember árið 2008. Cheng er við litla meðvitund í dag, en hann hlaut varanlegan heilaskaða í slysinu og óvíst er hvort hann kemst nokkurn tíma til fullrar meðvitundar. Deftones var langt komin með plötuna Eros þegar Cheng slasaðist og átti hún að koma út árið 2009. Hljómsveitin ákvað að fresta útgáfu plötunnar um óákveðinn tíma þar sem meðlimirnir voru ekki lengur á sama stað og hún í tónlistinni. Þeir vísuðu því á bug að ástand Chengs hefði nokkuð að gera með frestun plötunnar. Þar með hófst vinna við Diamond Eyes. Nýja platan fylgir eftir hinni frábæru Saturday Night Wrist sem kom út árið 2006. Ólíkt flestum fyrri plötum hljómsveitarinnar vildi söngvarinn Chino Moreno flytja jákvæðan boðskap á Diamond Eyes. „Mér finnst ekki skemmtilegt að hlusta á vandamál fólks. Mér finnst tónlist skemmtileg,“ sagði Moreno í viðtali við tónlistartímaritið Spin. „Tónlist hefur verið kæfð í kvörtunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Það er orðið þreytt. Ég ákvað að byrja að hlusta á „instrumental“-tónlist í staðinn fyrir að fara algjörlega í öfuga átt og hlusta á tónlist Black Eyed Peas – sem er einfaldlega asnaleg. Ég syng lítið um sjálfan mig á þessari plötu. Ég elska lög sem gera mér kleift að komast hjá því að vera manneskja og leyfa mér að syngja um skrýtna hluti sem tengjast mér ekkert endilega persónulega. Textarnir eiga að mála mynd, þannig texta ólst ég upp við.“ Tónlistarvefurinn Sputnik Music hefur þegar birt dóm um Diamond Eyes og sparar ekki lofið. Platan fær fimm af fimm mögulegum og blaðamaðurinn Nick Greer segir síðustu tvær plötur blikna í samanburði. „Ég hélt að Deftones hefði fullkomnað nýjan hljóm á Saturday Night Wrist þangað til ég heyrði Diamond Eyes,“ segir Greer í dómnum. „Platan fer ekki aðeins hærra í draumkenndu himinhvolfi hljómsveitarinnar, heldur sameinar hún snilldarlega fagurfræðina, frumleikann og hljóminn sem gerði plötuna White Pony svo frábæra. … Ég segi í fullri hreinskilni að Diamond Eyes sé besta plata Deftones til þessa.“ atlifannar@frettablaðið.is
Lífið Menning Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira