Körfubolti

Fjórar þjóðir komnar í 8 liða úrslitin - Bandaríkjamenn spila í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyrkir eru í góðum gír á HM.
Tyrkir eru í góðum gír á HM. Mynd/AP
Sextán liða úrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eru nú í fullum gangi og í gær komust heimamenn í átta liða úrslitin eftir sannfærandi sigur á Frökkum. Slóvenía, Serbía og Spánn eru einnig komin áfram en hin fjögur sætin ráðast í dag og á morgun.

Tyrkir hafa unnið alla sex leiki sína í keppninni og spila við Slóvena í átta liða úrslitunum en Serbar og Spánverjar mætast í hinum leiknum sem er klár. Þessir tveir leikir fara fram á miðvikudaginn.

Bandaríkjamenn mæta Angóla í fyrri leik dagsins sem hefst klukkan 15.00 en í þeim síðari spila Rússa og Nýja-Sjálendingar en sá leikur hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Sextán liða úrslitunum lýkur síðan á morgun með leikjum Litháens og Kína annarsvegar og Argentínu og Brasilíu hinsvegar.

Þrjár þjóðir hafa unnið alla leiki sína til þessa á mótinu en það eru auk gestgjafa Tyrkja, Bandaríkin og Litháen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×