Steinunn Stefánsdóttir: Á fáki fráum í bílaborginni 6. maí 2010 06:30 Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun