Steinunn Stefánsdóttir: Á fáki fráum í bílaborginni 6. maí 2010 06:30 Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun