Ráðherrann leiðréttur aftur Gústaf Adolf Skúlason skrifar 1. júlí 2010 06:30 Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneytisins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðréttingunni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um magn brennisteinsvetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar villandi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverjum rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðunarmörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráðherra hefur vísað til í þessu sambandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brennisteinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarmavirkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strangari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. Þeir gætu því eins skilgreint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varðar kýs ráðherrann að draga mörkin við einn þriðja af WHO mörkunum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs - sem gjarnan tengist bílaumferð - í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneytisins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðréttingunni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um magn brennisteinsvetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar villandi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverjum rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðunarmörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráðherra hefur vísað til í þessu sambandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brennisteinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarmavirkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strangari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. Þeir gætu því eins skilgreint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varðar kýs ráðherrann að draga mörkin við einn þriðja af WHO mörkunum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs - sem gjarnan tengist bílaumferð - í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun