Einkabankar búa til lögeyri landsins 15. september 2010 06:00 Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar